Glettni - 18.01.1939, Blaðsíða 5

Glettni - 18.01.1939, Blaðsíða 5
OLETTNI KONUNGUR TÖFRAMANNA Árið lSlQídvaMi í Rómaborg frægas!i töfra- maður þeirra tíma, Torrini, (réttu nafni hét hann Grisi greifi) og heppnaðist honum þá , að fá leyfi til þess að sýna sjál'rum páfan- um, Piusi VII, listir sínar. Nú reið honum á að finna upp óvenjulega slóttugan galdur — og hamingjan var með Torrini í þetta sinn. Sama daglinn og hann átti að .mæta hjá páfanum varð honum reilcað inn ti! úr- smiðs nokkurs og á meðan hann var að tala við úrsmiðinn, kom þangað þjónn frá L. kardinája og spurði, hvort búið væri að gera við úr húsbándans. „Ég skal sjálfur koma með úrið til há- æruverðugs kardinálans í kvcld'", svaraði úr- smiðu:inn og síðan sagði hann Torrini frá því, að kardinálinn teldi úr þetta 10.003 líra virði, þar eð hann áliti það alveg einstakt í sinni röð og annað eins fyr'.rfyndist ekki í heiminum. „En þetta er rangt hjá honum", sagði úrsmiðurinn, „því í gær kom t.'I mín ungur aðalsmaður, sem vildi selja mér úrið sitt fyrir 1000 líra. Það er nákvæmlega eins og úr kardinálans, aðeins skjaldarmerkið er öðruvísi". Þá datt Torrini gott ráð í hug. Hann fékk úrsmiðinn þegar til þess að kaupa úrið af aðalsmanninum og grafa á það skjaldarmerki kardinálans, svo úrin tvö voru nákvæmlega •eins. Þess er og vert að geta, að Torrini fekk úrsmiðinn jafnframt til þess að lofa því há- tíðlega að þegja yfir þessu. Um kvöldið fór allt fram eins og áður hafði verið íikveðið. Torrini sýndi listir sínar fyrir páfanum og kardinálum hans og meðal þeirra var L. kardináli. Síðasta atriðið á sýn- ingarskránni var galdurinn með úrið. Torrini bað um að fá lánað úr, en þegar þau buðust, vildi hann ekkert þeirra, unz L. kardináli bauð honum sitt úr. Torrini dáðist mjög að þess- um fáséða dýrgrip, og kastaði því síðan með mestu rósemi upp í liofiíð. Orið féll niður á gólfið og mölbrotnaði. Atjr sem viðstaddir -voru horfðu forviða og skelfdir á þetta til- tæki, ,og. L. kardinálj fölnaði í framan og haíði það á orði, að þetta væri heldur lélegt grín. En Torrini lét þetta ekkert á sig fá, heldur stappaði hann fótunum á úrið þangað til það var sundurmolað í smábrot. Auðvitað var það úrið, sem hann hafði keypt, sem hann gjöreyðilagði svona, en úr kardinálans var óskemmt í vasa hans. Nú átti hann aðcins það eftir, að koma úrinu kardinílans í va~a páfans. Hann tók upp hrærikrús og lét hana leifarnar af brotna úrinu, síðan lét hann einhverskcnar duft þar samanvið og kveik i í því, svo að gufu lagði upp úr íláíinu. Hrærði hann ínú í því sem ákafast, og sagði á með- an frá ýmsum undramyndum, er hann kvaðct ajá í reyknum. Voru menn forvitnir og vildu líka fá að sjá þessi undur og loks kom páfinn sjálfur og skygndist niður1 í krúsina, „Ég sé ekkert", sagði hann og gekk aft- ur til sælis síns. En töframaðurinn fullv'ss- aði hann um, að bráðlega myndi gátan verða ráðin — hann hafði nefnilega notað tæk'- færið og stungið heila úrinu í vasa páfans. Síðan hélt hann áfram kukli sínu, bræddi í deiglu kifarnar af brotna úrinu og sýndi lcks áhcrfendum orurlí inn gullmo!a,sem voru einu leifar úrsins. „Nú skal ég með töfrum mínum og fjöl- kyngi breyta þessum gullmola í hið uppruna- lega úr", sagði Torrini, „en breytingin fer fra|m í vasa jzess manns hér innij sem menn munu sízt ætla að vilji beita mig nokkrum hrekkjum. „Hvað mynduð þér nú segja, Torrini", sagði þáfinn, „ef ég krefðist þess, að úrið fyndist hjá mér?" „Þér þurfið, yðar' háæruverðugheit, aðeins að fyrirskipa mér", sagði Torrini „og skaj eins verða og þér viljið. Lekið í vösum yðar". Og sjá — páfinn tók upp úrið. Torrini óx ákaflega í ál'iti eftir þetta og var leystur út með ríkulegum gjöfum. En hann gat þakk- að sínum sæla fyrir það, að .þetta skeði ekki hundrað árum áður, því þá hefðu örlög hans orðið á annan veg. Þ#t.

x

Glettni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glettni
https://timarit.is/publication/1187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.