Glettni - 18.01.1939, Blaðsíða 6

Glettni - 18.01.1939, Blaðsíða 6
GLETTM Framh. af bl8. 3 „Finnst yður hann Árni, sonur bóndans hérna á næsta bæ ekki vera laglegur piltur? ' Hún leit snöggt á mig og sagði: „Þekkið þér hann?" Og rétt á eftir: „Mér finnast þeir allir lura'.egir og leiðinlegir piltarnir hér í sveitinni, það er ekkert gaman að vera með þeim". „Þér eruð l.'ka svo daufar og kaldlegar í viðmóti við þá, þér þurfið að gefa þeim ögn undir fótinn og fjörga þá, þeir breytast til batnaðar við það. Annars eru þéir allir dauðskotnir 1 )our". „Uss, það vanlaði nú bara að ég gæfi þeim undir fótinn! Hver einasti þeirra myndi strax álíta, að við værum tralofuð og hlaupa til pabba daginn ef.ir og biðja mín. Hár í sveit- inni eru allir hlutir teknir svo alvariega, að ekki er hægt að skemmta sér án þess að tal- að sé um léttúð og synd. En ég gai verið kát, þegar ég vil, eg þótti hrókur alls fagn- aðar, þegar ég var í borginni, þar er hægt að skemmta sér''. Þannig skröfuðum við saman á leiðinni inn að á. Það var steikjandi hiti o_g sólskin, sterkur skógarilmur og fuglasöngur. Og okk- ur kom seinna saman um, að rétt væri að fá sér bað í áiuii til hressingar. „Við skul'- um koma lengra uppeftir", sagði hún, — „lengra frá veginum, ég veit af lygnum og djúpum hyl þar". Og ég var.því hjartanlega samþykkur, hylurinn reyndist lygn og djúp- ur og yndislegt að baða sig með henni. Eftir þetta yorum við Rún allmikið sam- an og hvern góðviðrisdag, á meðan ég dvaldi þarna, fórum við ?.:nfn í á til þess að synda. Mér fannst hún verða glaðlegri og yndislegri með hverjum deginum sem leið og þeíta eru mér ógleymanlegar stundir. — Vinur minn, presturinn, hefir boðið mér að heimsækja sig næsta sumar og dvelja hjá sér;eins lengi og mig lystir. Hann segir að það fjörgi heimilislífið. Og sannarlega hlakka ég mikið til að ræða við hann um draumlyndi og sakleysi æskunnar og baða mig þess á milli og synda í ánni með Rún. Eitt „seriöst" vers O, gæt þln, lát ei mammons mátt myrkva þín augu og blinda. Hataðu bíla og buigeiss hátt, sem burtu alþýðleik hrinda. Vinn fyrir land og fósturborg forðastu þá, er svindla. Og hverja láttu sefa sorg sígarettur og vindla. Æ. Æ. Kaupsýslumenn og aðrir sem þurfa að auglýsa, ættu að auglýsa í „Glettni" því fólk tekur æfinlega best eftír auglýsingum í gaman blöðum, og „Glettni,, kemur víða við SKRITLUR — Er það satt að konan þín sé hræðslu- gjörn og taugave'kluð. — Nei, það skil ég varla, hún getur stað- ið tímunum saman fyrir framan spegilinn. — Pabbi, veiztu, hvað tunglið er þungt? — Nei_, góði minn, það veit enginn, því það er ýmist að stækka eða mlnnka. Móðirin: „Uss, Hanni minn, þú mátt ekki segja svona ljót orð. Hanni: „Laxness, Melax o. fl. geraþað. Móðirin: „Þá máttu ekki leika þér oftar yið svo vonda stráka". Um aldamótin síðustu kom bóndi nokkur í kaupstað; hltti faktorinn þar og bað hann að útvega sér mórauðan -hvolp undan pólitík- inni, því hann hafði heyrt að það væri svo gott fjárhundakyn af. henni.

x

Glettni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glettni
https://timarit.is/publication/1187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.