Glettni - 18.01.1939, Blaðsíða 4

Glettni - 18.01.1939, Blaðsíða 4
GLETTNI Áramótahugleiðing — Nú er loks á enda runnið næsta þungbært ár nítján hundruð þrjátíu og átta. Þá grasseraði Deildartungu-drepsótt meðal fjár, sem Dungal mátti berjast um og þrátta. Kreppan eins og ógnarskrímsli yfir landið fló, útgerðin og búskapurinn var í grænum sjó, Avaxtalaus höfuðborgin en af víni nóg og við Hambro þurfti að leita sátta. í stjórnmálunum npp og niður endinn stöðugt gekk, öllum fiokkum virtist ganga miður. íhaldið af bændafiokknum enga blessun fékk. Úti var með stjórnarsinnum friður. Sigð og hamar ákaflega að örvum þremur hjó, olíukóngur feitlaginn til herferðar sig bjó. En afkoman og velmegunin öll á landi og sjó alltaf hraktist lengra og lengra niður. En svo kom blessað nýjárið með nýja von og þrótt og nú finnst öllum landsins börnum gaman. Sauðkindunum ferfættu mun batna býsna fljóit, og bændur eins og sólskin verða í framan. Togarar og mótorbátar ösla út á sjó, af ávöxtum og brennivíni stöðugt verður nóg, króna, mark og gyllini og pund í hvers manns kló. Svo kemur líka Alþing bráðum saman. Þá er von £ þjóðstjórninni, þar er engin hlífð, — þetta er landsins björg frá öllu grandi. Hvað eina fæst ókeypis, en krónaii verður stífð, þá kalla ég vor fjármál séu í standi. Hvergi verður lýginni við kjósendurna beitt, Kratarnir og íhaldið og Framsókn verða eitt. Kommar þagna' en Nazistarnir eru aldrei neitt. yndislegt er þá í voru landi. Vinnan verður leikur og æfin eintómt grín, alla daga himnesk veðurblíða. Aðalfæða þjóðarinnar eintómt »vítamín«, ekki er þá við sjúkleikann að stríða. Gamla fólkið yngist, en æskan rjóð og heit ólm vill skrýða landið og skundar upp í sveit. í ástaraælu þokast svo árin reit af reit. Ég óska karli og konu góðra tíða. Arr.

x

Glettni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glettni
https://timarit.is/publication/1187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.