Ský - 01.04.1992, Page 12

Ský - 01.04.1992, Page 12
ský 10 inúítflsago LÆKNINGIN Á ströndu Frobisherflóa bjó eitt sinn ANGAKOK* nokkur sem öblast haföi hæfileika sína á þann hátt að eldingu sló niöur í höfuö hans eitt sinn þegar hann brá sér út fyrir dyr til aö hægja sér. Upp frá því var hann kallaður Sviðinhöfði og gat hann sagt fyrir um hver barnanna myndu komast á legg. Eftir að eldingunni laust niður í hann tók hann þá trú að allt hér í heimi ætti sér uppruna í saurnum. Dag einn kom til hans mabur og sagbi: „Dóttir mín litla er veik. Það dregur af henni með hverjum deginum sem líður. Nú er svo komið að hún á ekki langt eftir ólifað." „Færðu mér ögn af saurnum úr henni," sagði Sviðinhöfði. Maburinn gerði svo sem fyrir hann var lagt og át Sviðinhöfði saurinn úr stelpunni. Reyndar át hann úr henni saurinn í heila viku og því meira sem hann át eftir því hresstist stelpan. Þegar vikan var liðin var hún fullfrísk orðin og gat dansab og leikið sér sem hana lysti. En Sviðinhöfði var aftur á móti orðinn fárveikur. Var með naumindum að hann gat borið sig um, hvað þá að hann gæti brugðið sér úr líkamanum og flogib. Bar hann sig nú aumur upp við vin sinn er einnig var ANGAKOK og kvaðst óttast að nú ætti hann skammt eftir ólifaö. „Ekki skaltu óttast þab," sagði hinn. „Égget læknaðþig." Sviðinhöföi trúbi því varlega en geröist þó vonbetri þegar vinur hans bab um ögn af saurnum úr honum. 'Ttifralœknir.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.