Ský - 01.04.1992, Blaðsíða 16

Ský - 01.04.1992, Blaðsíða 16
sigurlaugur elíosson KVIÐA FYRIR TVÖFALDA HARMÓNIKU Einhverra hluta vegna sundlaugarvöröur eina vornótt. Sit meö stúlku á grænum sundbol á nýjum japönskum vatnsbar í útbænum. Þetta er ein af þessum stúlkum sem eru humalbrúnar allt árið treysta ílla náttúmnni og liggja því nú sem kappsamlegast undir ósvikulum gervi- sólum albúnar að geta litið framan í sumarið. Ég er að virða fyrir mér vatnsdósirnar sem okkur em bornar: kunnuglegur hnjúkur Fujiamablár og les áreynslulaust japanska áletrunina undir — Strandavatn... En þá er stúlkan orðin sækýr hún hlammar sér á hjól sem stendur utanbars og stígur rösklega. Ég elti inn fyrir bæinn súr- daunn úr jörðu hleyp í spretti á grárri prjónabrók eftir túni sem nýlega er komið uppúr. Þæft sinuteppið. Hrapa svo náttúr- lega niður um snjóloft á skurði. Og allt stefnir í skjóta drukknun enda svo til ósyndur.

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1193

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.