Alþýðublaðið - 12.12.1919, Síða 2
Allir skyldu líta
með óskertri dóm-
greind á orsök bylt-
ínga og dæma þær
síðan.
Hvenær sem maður tekur sér
útlent blað í hönd, rekur maður
sig á fleiri og færri greinar, sem
snúast um Bolsevisma. Og mörg-
um verður það á að spyrja, hvað
hefðu blöðin haít til þess að fylla
með dálka sína, hefði hreyfing
þessi aldrei komist af stað? Bað
er auðvitað ekki gott að svara
þeirri spurningu, en vafalaust
hefðu þau getað fundið eitthvað
annað. Og vissulega gætu þau nú
talað um hreyfingu þessa, með
meiri sanngirni og dómgreind, væru
þau ekki starblind af eldgömlum
illúðgum kreddum og kenningum
ríkjandi þjóðfélagsskipunar. En
mannkynið á nú einu sinni bágt
með að losa sig við þær kreddur,
sem það svo árum saman hefir
trúað á. Hversu góðar og göfugar
stefnur, sem rísa upp, eru þær
níddar niður fyrir allar hellur, af
fleiri og færri fáráðlingum, sem
þykjast vera, og trúa sjálfir, að
þeir séu postular sannleikans og
hinna sönnu heilla mannkynsins.
Hvenær sem ný leið er fundin,
af hugsjónamönnum og andans-
mönnum mannkynsins, er hún
bannsungin af blöðum og ritum
þeim, sem víðlesnust eru. Eink-
um á þetta sér stað um það, sem
horfir til breytinga á hinu marg-
gatslitna fati núverandi þjóðfélags-
skipunar. Það má með sanni segja,
að allar stefnur, hverju nafni sem
þær hafa nefnst, hafi verið bann-
sungnar fyrst í stað. En þegar frá
leið og farið var að athuga þess-
ar stefnur, sást og sést altaf meira
og minna í þeim, sem enginn
maður með óskerta dómgreind
eða viti getur í móti mælt að
horfi til bóta.
Hversvegna eru menn þá að
spyrna í móti umbótum, sem þeir
sjá, að geti bætt núverandi ástand
og misrétti sem ræður að meira
og minna leyti lögum og lofum í
heimi hér? Hversvegna hamast
stórblöðin, sem eru eign einstakra
auðmanna og auðfélaga, á móti
Socialisma, sem þau viðurkenna
nú orðið — nema Morgunblaðið,
sem varla er hægt að kalla blað,
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
p lipfe ;
með! öllum þeim endemis-fjarstæð-
um, þekkingarvillum og rugli sem
það flytur — eða hversvegna sjá
þau ekkert nema svörtu hliðar
Bolsevismans? Af því að þeir, sem
að blöðunum standa, tapa ef til
vill fé, komist fyrirkomulag þess-
ara stefna í framkvæmd.
Þrátt fyrir það, þó blöðin, um
víða veröld, prédiki meira og minna
á móti Socialisma, þá hefir fjöldi
mentamanna og ágætismanna þjóð-
anna snúist á sveif með stefnunni,
»
og í Frakklandi hefir t. d. Social-
isminn verið borinn uppi af menta-
mönnum frá því fyrst hann komst
þar á rekspöl.
Engum dylst, að því meiri mót-
spyrnu sem Socialismi mætir, því
eldheitari verða fylgismenn hans
og því nær færast þeir byltinga-
stefnu Bolsevismans. í raun og
veru vilja Socialistar um heim all-
an ekki snögga byltingu, en
heimskuleg mótspyrna andstæð-
inganna hefir neytt þá til byltinga
og komið mörgum af hinum ákaf-
ari Socialistum til þess að hallast
að aðferð Bolsivíka, nefnilega
snöggri alheimsbyltingu. í stuttu
máli, það eru andstæðingarnir,
sem neyða til byltinga, en þær
eru á engan hátt stefnunni eða
einstökum forsprökkum að kenna,
nema að því leyti, að þeir eru
eldheitir áhugamenn, sem vilja
þjóð sinni og mannkyninu vel.
Bolsevisminn *) í Bússlandi, er
að vísu runninn af Socialisman-
um, en er orðinn að byltingu
vegna þeirrar óstjórnlegu kúgunar
og misréttis, sem ekki að eins
öll alþýða manna þar í landi,
heldur og allir, sem einhverjar
breytingar vildu, urðu að þola,
um hundruð ára. Það er því eng-
in furða þó bylting yrði í Búss-
landi og enn minni furða þó hinir
undirokuðu reyndu ef til vill að
hefna sín á kúguruin sínum. Það
er þvi dásamlegt að foringjum
hinna rússnesku Bolsivíka hefir
tekist að draga úr hiyðjuverkurn
þar í landi, svo mjög, að þau
komast okki í hálfkvisti við hryðju-
verkin, sem unnin voru í stjórn-
byltingunni miklu í Frakklandi,
ef borinn er saman fólksfjöldi beggja
landanna, og hvað eru hryðjuverk-
1) Bolschevik mun þýða meirihluta-
maður og verður þá Bolsevismi meiri-
hlutastefna. Höf.
in sem Bolsivíkum er kent um,
samanborið við glæp þann, sem
auðmenn heimsins hafa framið,
með bölvun stríðsins, og auðmenn
Bandamanna eru í þann veginn
að fremja með því, að neyða Þjóð-
verja nú aftur út í stríð.
Enginn má samt taka orð mín
svo, að eg mæli hryðjuverkum
þeim bót, sem unnin hafa verið í
Bússlandi nú síðustu árin. En þau
fylgja ætíð byltingum. Eg vil að
eins benda mönnum á það, að
ástandið í Bússlandi var alt ann-
að en í Vestur-Evrópu og marg-
falt verra. C'g í nauðvörn er mönn-
um heimilt að grípa til varnar og
neyta þeirra vopna, sem annars
eru óleyfileg.
Kvásir.
Blindni.
Það er alkunnugt að sumir
menn sjá engan mun á litum,
grænt, rautt, blátt, alt lítur eins
út fyrir þeim, eða þegar bezt vill
sýnist þeim litir þessir mismun-
andi gráir — en allir gráir. Þetta
er nefnd litblindni. Getur hún oft
komið sér illa og ýmsar eru þær
stöður sem litblindir menn fá ekki,
þó þeir séu að öðru leyti afbragðs-
vel til þess fallnir að gegna þeim,
og er rneðal þeirra stöðurnar sem
skipstjóri og stýrimaður.
Önnur tegund „blindni" lýsir
sér í því að geta ekki greint satt
frá röngu i eigin munni. Þessir
menn eru oft nefndir lygarar og
kallaðir því ósvífuari sem þeir
blanda meir málunum, en oft eru
vesalingar þeir sem hafa þessa
éinkennilegu blindni hafðir fyrir
rangri sök, það er sagt þeir séu
að Jjúga, a£ því þeir segja eitt-
hvað ósatt, af því þeir yfirleitt
geta engan mun gert á röngu og
réttu, frekar en þoir litblindu á
litunum.
Margt bendir á að ritstjóri „Vís-
is“ sé einn þessara aumkunarverðu
manna, sem eru blindir á satt og
logið í eigin munni. En ef hann
er ekki einn þeiira þá væri synd
áð segja að hann vantaði ósvífn-
ina, þvi harm hlýtur þá að hafa
óvenju mikið af henni, þvi annars
mundi sannleikanum sýnd meiri
nærgætni í „Vísi“. Sem dæmi upp