Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1888, Blaðsíða 32
28
f>egar tekið er, live margir af hundraði voru á sveit hefur tala, sveitarómaga jafnvel
líka lækkað frá 1881—1885 þótt lækkunin sje ekki mikil. |>essar tölur nefna þó ekki í
rauninni alla sem eru sveitinni til byrðar, því skýrslurnar telja þau heimili, sem þiggja
af sveit, sem 1 mann þótt þau sjeu fjölmenn, og þeim sje kannske lagt meira en eitt
heilt ómagaframfæri.
Fjöldi þeirra sem þiggja af sveit, er ekki í sjálfu sjer neinn mælikvarði fyrir sveit-
arþyngslunum. Skýrslurnar gefa þess utan ekki allan fjölda, eða alla tölu þeirra, sem
eru svo ógæfusamir að vera á sveit, eins og áður er sagt. jpað er náttúrlega lögfræðis-
lega rjett að telja heimili sem þiggur af sveit sem einn mann, því það er húsfaðirinn,
sem er skyldur að sjá fyrir sjer og sínum, sem þiggur, en hagfræðislega eru það heldur
allir á heimili hans, að undanskildum hjúunum, ef nokkur eru, sem þiggja.
14. Fátœkra framfœri. Með þessum útgjaldalið í skýrslunum verður sjerstaklega
að mæla sveitarþyngslin. Tala ómaga og þurfamanna sýnir ekki nægilega hvað þau eru,
því sumir sem eru ómagar taldir fá ekki nema part af einu ómagaframfæri, og heimili,
sem þiggja, fá kannske meira en eitt heilt ómagaframfæri. Fátækra framfæri hefur verið
undanfarin ár:
1872—75 að meðaltali ......... 226104 kr.
1876—80 — .... .......... 210911 —
Arið 1881 .................... 173153 —
— 1882 .................... 177495 —
— 1883 ..................... 180610 —
— 1884 ................... 170319 —
— 1885 ..................... 168468 —
Fátækraframfæri hefur þannig, þótt lítið muni, lækkað nokkuð frá 1881 til 1885.
15. Sveitarlán verður að telja í sambandi hjer við, því þau ganga eingöngu til
fátækra, þótt sumt af þeim sje endurborgað. f>að sem endurborgað er veit maður ekki
hverju nemur. Sveitarlánin voru:
1872—75 að meðaltali 62125 kr.
1876—77 —---------- 66596 —
Síðan falla þau burtu sem sjerstök útgjaldagrein í skýrslunum. En eru líklega
síðan mjög víða talin með óvissum fitgjöldum.
Sje nú reynt, eins og gjört hefur verið áður, að fá út hve mikið af útgjöldum sveita-
sjóðanna gangi til þurfamanna, þá ganga til þeirra öll ómagaframfærin, öll lán, og
hjer um bil f af öllum óvissum útgjöldum. Útgjöldin til fátækra verða þá :
1872—75 að meðaltali ........ 348033 kr.
1876—80 —.................... 295211 —
Arið 1881 .................... 227532 —
— 1882 ..................... 230015 —
— 1883 ..................... 250986 —
— 1884 ..................... 236769 —
— 1885 .................... 228572 —
Ef litið er á óviss útgjöld, fátækraframfæri og sveitarlán hjer að framan, þá sjest
fljótt hvernig þessar upphæðir eru fengnar út. Og það getur enginn annað sagt en að
þessi útgjöld hafi minnkað mjög verulega frá því 1872—75 til 1885. þau hafa lækkað um
þriðjung eða svo. — Samauburð við önnur löfld getum vjer ekki farið útí að þessu sinni.