Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1898, Qupperneq 206
202
komin á 10. mánuð. Hún fjekk án nokkurra þekkjanlegra orsaka, uývöknuS, ákafan höfuð-
verk með nppsölu og síðan máttleysi; eptir 2 tíma missti hún hjer um bil sjón og heyrn,
1 itln síðar mál og rænu og skömmu þar á eptir byrjaði voðalegui’ krampi og var þá fyrst
vart við samdrætti í kviðnum. Hún fjekk 3 ctgram morfin subeutant og djúpa kloroform-
narcose; sefaðist þá krampinn að öllu levti; hríðirnar urðu reglulegar og konan fæddi lifandi
barn hjer um bil 3 kl.tímum eptir að krampinn byrjaði. Legkakan var undir eins tekin, en
konan fjekk fjarskaleg blóðlát og fyrst eptir eina kl.stund fór legið að dragast reglulega sam-
an eptir að fleirum sinnum var búið að ná miklum blóðlifrum fram úr leggöngunum og leg-
inu. Konan lá eptir þetta í föstum svefni í nær því 3 dægur en smáhresstist eptir það og er
jafnhraust og áður«.
Tilfellið, sem kom fyrir Þorgrím Þórðarson er fátítt. Hann segir svo: »H. H. ógipt,
29 ára gömul, hefur átt 2 börn áður. Hinn 2. marz var mín vitjað til henuar; var húu þá
yfirkomin af bjúg (hydræmia gravidarum). Stóru og litlu blyggðunarbarmarnir hjengu sem
pokar niður á milli lætanna, mikill bjúgur í öllum líkamanum, einkum í fótum og andliti.
Tveim dögum síðar var mín aptur vitjað £il hennar; hafði hún þá fengiö krampa (eclampsia).
Alls fjekk hún 30 krampaslög og byrjaði fæðingin með því síðasta. Hún ól þríbura —
3 pilta. Engin yfirsetukona hafði verið sótt; varð jeg því að gegna öllum yfirsetukvenna-
störfum.
Á 1. piltinum bar að sitjandann
- 2.------ — — fæturna
- 3. ----- — — ennið.
Milli 1. og 2. fæðingar liðu 16 tímar, milli 2. og 3. fæðingar 4 tímar. Allir piltarn-
ir fæddust mjög líflitlir og var jeg klukkutíma að lífga hvern þeirra. Fylgjurnar (placentæ)
voru allar áfastar og fastar við legið; varð jeg því aö losa þær, því konan missti mikið blóð
eptir síðasta piltinn og mikið máttleysi var komið í legið. Piltarnir vigtuðu hver utn sig 5
pund. Einn þeirra dó eptir 4 daga, hinir 2 lifa og fer vel frarn. Þeir fæddust 6 vikum fyr-
ir tímann. Móðirinn vissi ekkert af sjer frá því hún fjekk fyrsta krampaslagið og þar til 2
dögunt eptir síðustu fæðinguna. Henni lieilsaðist vel á eptir og fór á fæturálá. degi«. Enu-
fremur segir Þorgi/mnr: »Við fæðingar þessar, sent fóru t'ram að Svínafelli, er liggur inn á
milli Hornafjarðarfljóta, fast upp undir Hoffellsjökli, vakti jeg í 5 dægur og varð að hjálpa
konunni, scm altaf hafði óráð og ljet ntjög illa, í mjög lítilli fjósbaðstofu, optast liggjandi á
hnjánum á fjóspallinum. Foreldrarnir eru bláfátæk vinnuhjú og átti móðirin ekkert til aö
klæða börnin í. Kvennfólksráð voru mjög lítil á heimilinu, svo eigi var hægt að hjúkra þess-
um börnum eins vel og þurfti; hvgg jeg að þess vegna hafi 1 pilturinn dáið, því allir voru
þeir með góðu lífi, þegar jeg fór frá konunni«. — Enn segir Þorgr: »8. apríl var míu vitjað
til konu, er var komin að fæðingu. Hafði hún fengið ákafan k r a m p a. Eptir 6 tíma ferð
var mjei snúið aptur; konan hafði dáið með öllu saman um það leyti að sendimaðúvinn kom
til mfu. Engin yfirsetukona var þar við stödd«.
Oddur Jónsson skýrir svo frá: »H. J., Tröllatungu í Steingrímsfirði, 39 ára,
aldrei alið barn áður, hafði um meðgöugutímann mikinn bjúg í neðri útlinmm og ytri fæð-
ingarpörtum, eggjahvítu í þvagiuu; hafði verið hraust alla æfi. 15. maí byrjuðu fæðingar-
hríðir og var hún þá hress, en aðfarauótt 1). 16. fór húu að fá krampa með' svefndoða og
óráði á millum. Var mín þá vitjaö 16. maí og var jeg kominn til hennar kl. 9 um morgun-
inn; legopið var þá á stærð við tíeyring; engin blóðlát; heyrði hjartahljóð — víst ein — vinstra-
megin í lífinu. Jeg beið til kl. 2 um daginn og var þá legopið fullopið. Ástandið (eclampsia
parturientium) var þá allt af aS versna, svo nú var hvert augnablikið dýrmætt. Hún hafði
þá verið að mestu leyti meðvitimdarlaus rnilli krampanna frá því kl. 12 árdegis; krampa-