Bjartur og frú Emilía: tímarit um bókmenntir og leiklist - 01.01.1990, Blaðsíða 13
olli þessari miklu sölu. Fólk vissi að þama var veriö að fjalla um atburði sem
höfðu sumir gerst, en ég breytti nöfnum þannig að fólk var að reyna að ráða
í það um hverja væri verið að fjalla, hverjir væru fyrirmyndimar. Svo em
það auðvitað aðrir hlutir. Það hafði t.d. aldrei beint verið fjallað um Pólana
í íslenskum bókmenntum. Þegar bókin kemur út em Pólamir auðvitað
horfnir fyrir nokkm, en fólk man vel eftir þeim. Þeir vom þekkt stærð og
ekki gleymd. Pólamir vöktu meiri áhuga en margt annað.
Margir hafa taliö þessa bók best skrifaöa af bókunum fimm um Jakob.
Já, ég get nú kannski ekki dæmt um það. Ég er á öðra máli. Margir
em mér sammála um að Möskvar morgundagsins sé að mörgu leyti betur
skrifuð, en hún er erfíðari. í fyrstu bókinni er ég að lýsa dreng sem er ljóssins
bam. Hann er prakkari en það er allt í lagi með hann. Ég lýsi sambandi hans
við móðurina. En í Möskvum morgundagsins er ég að lýsa dreng sem um-
hverfist Hann hatar allt og alla, leiðist út í glæpastarfsemi og gerir uppreisn
gegn sínu umhverfi, samfélaginu og föður sínum. Hann verður ,jiorror“ í
umhverfinu. Efnið verður því fráhrindandi og drengurinn verður það
náttúrlega líka. Það hefur verið sagt um bókina að hún sé tærari og skýrari
en fyrsta bókin. Það er náttúrlega reynsla allra sem hafa skrifað
uppvaxtarsögur — Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness og fleiri — að
bemskan er alltaf fallegustog aðgcngilegusL í frumbemskunni er svo margt
sem allir eiga sameiginlegL Þegar dregur nær unglingsárum verður allt
miklu sundurleitara og ekki eins fallegt. Þannig að bækur um bemskuna
falla alltaf best í kramið; þær þurfa ekkert að vera bctur skrifaðar fyrir það.
Þú segir á einum staö í ritgerö um bókmenntir á íslandi: „Blessun
velferöarríkisins meö öllu sínu öryggi, tryggingum og áhyggjuleysi
gerir mannlífiö dálítiö flatt, sviptir þaö þeirri áhættu og þeim átökum
sem eru frumskilyrði góöra skáldsagna.“ Er u þá engar forsendur fyr ir
vel haldna Vesturlandabúa aöskapa stórbrotin og mikilvæg listaverk?
Jú, jú, auðvitað er það hægt, en þegar allt er svona ömggt þá er öll
sköpun miklu erfiðari. Norðurlönd era komin lengst í öllum þessum
tryggingum og þar fer h'tið fyrir vemlega stórbrotnum skáldverkum og það
má að einhverju leyti rekja það til þess að lífið er orðið svona ömggt og
áhættulausL En skáld skapast ekki bara af þjóðfélagsaðstæðum og maður
vonar að hér komi upp svipmikil skáld eftir Kiljan. Skáldsagnagerð á
Vesturlöndum á erfítt uppdráttar. Það er engin tilviljun að margt af því
áhugaverðasta sem er að gerast í bókmenntum í dag kemur frá Suður-
BJARTUR OG FRÚ EMILÍA • TÍMARIT
13