Ljóðormur - 01.03.1987, Page 5

Ljóðormur - 01.03.1987, Page 5
Frá því segir í Ragnars sögu loðbrókar að Herrauður jarl lét eitt sinn færa dóttur sinni lítinn lyngorm, ákaflega fagran. Þessi ormur þótti henni góður og bar undir hann gull. Innan skamms tók hann mjög að vaxa og einnig gullið undir honum. Lengra nær ekki samlíking þessa orms við Ljóðorm því að ormur Þóru gerðist öflugur um of og var loks drepinn af grimmum víkingi. Ljóðormur hefur ávaxtað ljóðagullið síðan hann kom á fund mannfólksins og dafnað vel. En öðru hverju má sjá þá skoðun í blöðum að blessaðri rxmþjóðinni standi slík ógn af nútímaljóðum sem væru þau ormurinn ógurlegi á Gautlandi eða jafnvel sjálfur Fáfnir. í Lesbók Mbl. má lesa hinn 28. febr. sl. að nú sé "búið að misþyrma ljóða- dísinni svo herfilega að glóðaraugu og brotnar tennur blasi við öllum." Ljótt er ef satt er, en Ljóðormur biður nasbráða vandlætara vinsamlegast að gefa ró reiði og lesa ljóð ungra skálda fordómalaust og íhuga hvort þau eigi ekki erindi og hlutverk einmitt nú á tímum þótt þau séu með öðrum hætti en "snilldarljóð þjóðskáldanna". Ung skáld hafa aldrei verið þjóðskáld og ljóð þeirra gjalda þess gjarnan að þau gefa lesendum aðra sýn en gömlu ljóðin, og þá hneykslast og skelfast sumir þeirra sem eiga sér haldreipi í fortíðinni og vilja ekki skilja að LJOÐORMUR 3

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.