Ljóðormur - 01.03.1987, Page 15

Ljóðormur - 01.03.1987, Page 15
II Eirðarlaus einfættur hleyp ég þá af mér þessa fölu daga í skarpleitri nóttinni dvel ég í djúpri ró við kertaljós og kaffi bíð dagsins sem ég vil sofa af mér í sigurvímu andvökunnar dansa norðurljósin dans við tunglið og venus og mars elskast undir sjóndeildarhring yfirbreidd sólu í ofnautn faðma ég kertaljósið til sælu og til sársauka svíð burt þrár mínar og langanir uns sótsvört ásjóna gneistandi augum friðar mig djúpri dimmri nótt LJODORMUR 13

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.