Ljóðormur - 01.03.1987, Page 29

Ljóðormur - 01.03.1987, Page 29
3 Þér finnst einsog hamingjan hafi snúið við þér bakinu og lyfti nú pilsi sínu nokkur ár uppávið tveir hrímhvítir skurðhnífar gamna sér með sjáaldur þitt rista skurnina af fjöreggjunum svo feimin augun beinast loklaus að gjammandi hjörð af stigum og hengingarólum sem þarna eiga sér stað. 4 Konan grætur hljóðlega skúringarvatni í fötuna sem þú hefur tæmt í þig þriðja áratug til vinstri hafði hún hvíslað um leið og hún rauf...málaðu ekki skrattann þinn á veggina hér það er tuttugu og sjö ára beinagrind inni í þér sem vill verða eldri. V 5 Rauðu taumarnir úr munnvikum hennar eru skilaboð frá leynilögreglu hugans hún grætur enn peningurinn útúr henni blóðugur í lófa þínum síðan í munni þínum svo þú getir synt ótrauður að meðvitundarlausum skrokknum í svefnrofunum ertu næstum búinn að muna hvar þú hefur séð þessa konu áður. LJOÐORMUR 27

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.