Ljóðormur - 01.03.1987, Page 30

Ljóðormur - 01.03.1987, Page 30
JÓN HALLUR STEFÁNSSON: Kvöld regnbogi dauði 1 Smásæ augun í mér á hraðferð eftir skörðóttri dagsbrúninni líflína inn í svalandi nóttina fáðu þér gúlsopa af svartadauða hann er góður við niðurlægingu í blóðinu fellir hann tré fram í rauðan dauðann. 2 Eitur ég bý til eitur bakvið lokur hjartans þar sem kríthvítur dauðinn býður hlíðar fullar af trjám sem féllu og bleikum karfa spriklandi í dauðateygjunum. 3 Kyrrsetumaðurinn er maður dæmdur til vonlausrar baráttu gegn flugunum og angistinni verður hugsað til dimmrauðs myrkursins framundan kvikindi hugsar hann kvikindi æ dauðinn er gul könguló. 28 LJOÐORMUR

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.