Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 40

Ljóðormur - 01.03.1987, Síða 40
Ástráður Eysteinsson: Brotgjörn augu Skyggnst um í ljóðvistarverum Gyrðis Elíassonar I fyrstu ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Svarthvítum axla- böndum (Sauðárkrókur, 1983), segir á einum stað að póst- kassinn sé tómur: "ljóðskáldinu berst aldrei bréf" (bls. 29). Ljóðið heitir "dagur verkalýðsins" og þessa fjarlægð 1 jóðskáldsins frá dæguramstri birtir Gyrðir iðulega í kvala- fullri innilokun, einveru og kyrrstöðu. En einveran er ekki einhlít, því hún er einnig uppspretta þeirra ævintýra sem gert hafa þátttökuleysi lesandans býsna ólíklegt í þeim fimm ljóðabókum sem Gyrðir hefur látið frá sér fara (les- andanum hafa borist ljóð). 1 skírskotun sinni til bókar- titils Marquez hnýtir Gyrðir annarri vísun: ljómælandinn einangraði er nefnilega samt sem áður "skiptinemi í undra- landi". Ymis ummerki dvalar í furðuheimum mátti sjá í næstu bókum Gyrðis, Tvíbreiðu (svig)rúmi og einskonar höfuð/lausn (Mál og menning, 1984 og 1985) og á tveimur nýjustu bókunum, sem Gyrðis hefur gefið út sjálfur, má sjá þetta undraland þróast í næstum goðsögulega veröld sem yfir ríkir ákveðin skáldvitund, sérstök og auðkennileg en jafnframt fjölbreytileg og frjó. Eg mun hér einkum skyggnast um salarkynni þessara nýju verka, ljóðabókar- innar Bakvið maríuglerið (1985; 59 ljóð á ótölusettum blað- síðum) og ljóðabálksins Blindfugl/svartflug (1986; 403 línur á ótölusettum síðum). Stefnumót við fjölmiðlafár Svo litið sé á nánasta aðdraganda þessara nýju bóka, sem eru svo innbyrðis tengdar að vel lætur að skoða þær saman, þá sýnist mér að það hafi verið tvennt sem mest einkenndi einskonar höfuð/lausn: djarfar tilraunir með ytra form og útlit ljóðanna og markviss úrvinnsla skáldsins á þeim vit- undar- og auglýsingaiðnaði sem setur æ meira mark á 38 LJOÐORMUR

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.