Ljóðormur - 01.03.1987, Qupperneq 45

Ljóðormur - 01.03.1987, Qupperneq 45
minna á hæga kafla úr súrrealískum myndum, eins og til dæmis "Óreglulegar þversagnir", en þar segir meðal annars: útúr fyrrverandi húsasundi kemur maður hlaupandi höfuðið vantar en honum blæðir ekki (sýndur hægt í nærmynd umhverfis hann í tilhöggvinn kross eða snúrustaur sem stormur hefur vafið fötum utan um sporin jafnóðum orpin sandi hann er eltur af termíta- hersíngum sem þyrpast að úr öllum áttum) Á nýjustu bók Gyrðis, Blindfugl/svartflug, er einnig nokkur hrollvekjubragur, en hér tengist óhugnaðurinn sjaldnar fjölmiðluðu skapadægri. Að vísu gætu einstakir kaflar ljóðabálksins verið runnir af slíkum rótum: Uppaf botninum fljóta höfuðin áþekk blöðrum skornum af streng.mara hálf í vatnsskorpunni og hvelfingin endur- ómar af sogum vatnsfylltra öndunar- færa.myllusteinn um háls... (línur 299-303) Kvíðinn og óttinn sem hrjá 1 jóðmælandann og reka hann í draumi á æðisgenginn flótta (1. 144-149), og tengjast heimsmynd sem hann þekkir en þekkir þó ekki. Atburðir úti í heimi eru okkur öðrum þræði framandi veruleiki, en um leið eru þeir fjarska nálægir í ýmsum myndum: "hér er ég ókunnugur, tek fáein / hikandi útreiknuð skref yfir / dúfnatorgið einsog ég búist við / jarðsprengjum eða fall- gryfjum" (1. 27-30). Óstöðvandi kvíði sprettur fram einsog blóð undan nöglum.ótti við ótímabæran aldurtila ef til vill.helluþök molna og falla í höfuð(algengur dauðdagi í útlöndum) sandpokar haldlitlir gegn ógnvekjandi framrás þungvopnaðra daga (1. 46-52) LJODORMUR 43

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.