Ljóðormur - 01.03.1987, Page 47

Ljóðormur - 01.03.1987, Page 47
síður en svo sem látlausa himnasælu. í ljóðum Gyrðis bregður iðulega fyrir myndum af manni sem rissar á blað eða hamast á ritvél, en sú tilvist sem fylgir þessu sköpun- arverki er á margan hátt kvalafull. Sá fangaklefi sem við rekumst á í Bakvið maríuglerið er oftastnær ekki fjöl- miðlafangelsið áðumefnda, heldur sjálf vistarvera skálds- ins; titlar eins og "Innivera" og "Stofufangi" segja sína sögu um þessa hlið skáldskaparlífsins. Jafnframt er þetta vísbending um þróun í skáldskap Gyrðis; minna ber á fjöl- miðluðum veruleika og við sjáum fleiri merki um tilveru skáldsins (ekki einungis í ævisögulegum skilningi) og um uppsprettu skáldskapar í einsemd og hugarflugi. Það mætti því kannski segja að ljóð Gyrðis séu að verða "innhverfari" - orðið "innivera" getur bæði merkt stofuvist skáldsins og einsemd þess innra með sér - en þau eru hins vegar alls ekki að verða sjálfumglaðari eða "narsiss- ískari". Gyrðir mæðist til dæmis lxtt yfir því í yrkingum sínum hversu erfitt sé að yrkja í dag, en sú kreppa birtist okkur oftastnær sem klisja í síðustu tíð; hann veltir því meira fyrir sér hvemig maður geti lifað með skáldskapnum. Dæmigert má telja að þótt spegill komi víða fyrir í ljóðum Gyrðis (sem og aðrir brothættir munir) ber minna á spegl- um en gegnsæju gleri: skáldið rýnir ekki bara í eigin mynd, heldur leitar að öðrum; og sjálfum sér í öðrum. Með orðinu "maríugler í titli sínum gefur Gyrðir þó í skyn að gegnsæi sé aldrei ótvírætt. Skilji ég orðið "maríugler" rétt, er það ýmiskonar hlífðarskæni sem hleypir birtu í gegn en getur blekkt manni sýn. Þetta samræmist hlutverkum glers í ýmsum ljóðum Gyrðis, til að mynda í ljóðinu "án titils" í Tvíbreiðu (svig)rúmi, þar sem ljóðmælandanum finnst að fólk í sjónvarpinu horfi á sig og það sem leitar á huga hans "fremst / & fyrst er glerið á milli" (bls. 57). Enda er það svo að jafnvel þegar um gegnsætt gler er að ræða, er sá sem horfir í gegnum það, samkvæmt bókar- titli Gyrðis, líka bakvið glerið. Hvað er það sem aðskilur einstakar mannverur þótt þær séu í líkamlegri návist LJODORMUR 45

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.