Ljóðormur - 01.03.1987, Qupperneq 53

Ljóðormur - 01.03.1987, Qupperneq 53
innri skynjun ljóðmælandans, þá má líka segja að ljóðið sjálft sé vistarvera: sú fagurfræði ljóðlistar sem býr að baki tjáningu Gyrðis endurspeglast í þeim breytingum sem vistarverur ljóðmælenda hans eru undirorpnar. Myrkraverk og melankólia Þessi hamskiptieru þó vissulega tvíeggjuð; þau sjá skáldinu fyrir lífsanda, en þau eru líka myndgjafi þeirra hrollvekja sem það upplifir. Glerbrot sköpunarinnar getur orðið skeinuhætt; í "Kastalavist C" (Bakvið maríuglerið) brestur gluggarúða undan mannveru sem síðan fellur á stéttina fyrir neðan. Hrollvekjan er grunntónn í þeim heimi sem ljóðin í Bakvið maríuglerið mynda. Eg á ekki einungis við þær hrollvekjandi svipmyndir sem brugðið er upp í einstöku ljóðum, heldur er heildarsvið ljóðabókarinnar markað hroll- vekjunni sem sérstakri "fagurfræðigrein", nánar tiltekið hina rómantísku hrollvekju sem á erlendum málum er kennd við gotneskan stíl (sbr. á ensku "the Gothic"). I Bakvið maríuglerið birtast okkur klassísk tákn þessarar hrollvekju, svosem leðurblakan og kastalar (eitt vistarveruafbrigði skáldsins), en ekki þó i þeim tilgangi að skapa sögusvið fyrri alda, heldur eru þessi tákn hluti af nútímaveruleika og heimsmynd ljóðanna. Það er því á sinn hátt rökrétt að í nýjustu bók sinni leitist Gyrðir við að skapa úr þessu sambýli nútímalífs og gotneskrar hrollvekju heild sem fær staðist sem eins konar goðsagnaheimur. I næturhúmi vistarverunnar brestur á "tími strásópa og uglurnar / þenja flikróttan væng samhliða / leðurblökum", auk þess sem "Kopargræn tumþök lýsa í fölnandi / skini frá gasluktinni stóru" (1. 22-26). Heild- stæðni jafnt sem margbreytileiki þessa heims grundvallast á samspili hins hversdagslega skálds sem þreyir inniveru sína og blindfuglsins sem ferðast um ýmis svið tíma og rúms. Þetta goðsögulega samspil setur Gyrði ekki eins þröngar skorður og ætla mætti, því litlar sem engar hömlur LJÓDORMUR 51

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.