Ljóðormur - 01.03.1987, Page 54

Ljóðormur - 01.03.1987, Page 54
eru á þeim hamskiptum sem sjónarsviðið getur tekið. Hins vegar getur maður gert ákveðnar kröfur um persónusköpun í svona ljóðbálki sem vart verða gerðar til venjulegs ljóða- kvers. Ljóðmælandi Gyrðis er nú "persóna" í alllöngu skáldverki og verður að standast sem slíkur. Það þykir mér hann og gera afbragðsvel, utan einu sinni, þegar hann rífur gorm úr minnisbók og vefur um háls kattarins "og herði / að uns augun fara að tútna, þá / sleppi ég og legg fyrir hann / mjólkurskálina" (1. 71-74). Það má ef til vill lesa þetta sem táknrænan atburð, en þessi tegund stundaræðis þykir mér ósannfærandi og hún samræmist vart hegðun ljóðmælandans að öðru leyti. Ekki getur þetta þó talist mikill galli á löngu verki. Þegar ljóðbálkur sem þessi er gefinn út sem sjálfstætt verkbeinist athygli lesandans sérstaklega að innra samhengi hans og heildstæðni. Vera kann að í slíkum bálkum glatist fjölbreytni sem viðkjósum aðhafa í venjulegum ljóðabókum, en bók Gyrðis sýnir þó glöggt hvað má fá í staðinn. Sam- fella hinna ýmsu ljóðkafla skapar fyllri ljóðheim en við eigum að venjast; til verður gleggri heimsmynd sem þó er miðlað með persónulegum tjáningarmáta og þannig sett fram lífsskoðun sem er, þegar vel tekst til, skarpari og meira ákallandi en safn sundurlausari ljóða. Freistandi væri, ef rúmleyfði, að ræða íþessu sambandi aðra ljóðbálka sem við þekkjum úr íslenskum módernisma, svosem Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr og Dymbil- vöku Hannesar Sigfússonar. En eina verkið sem mér finnst að þessu leyti sambærilegt bók Gyrðis í íslenskir ljóðagerð síðustu ára, er Heimkynni við sjó eftir Hannes Pétursson (Iðunn 1980) og það er gaman að bera þessar bækur saman þótt kveðskapur þeirra sé kominn úr gjörólíkum heimum. Þó má einmitt segja að Hannes, líkt og Gyrðir, skapi eins konar "goðsagnaheim" í kringum ljóðmælanda sinn, því þótt sviðið sé Alftanesströnd, á hún sér víðari skírskotun: "Þessar fjörur sem ég geng / eru furðustrandirnar mínar." (Iðunn, 1980, bls. 48). Turnar þeir sem birtast okkur í í Blindfugl/svartflug gætu minnt á ljóðturn Hannesar (bls.49): 52 LJOÐORMUR

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.