Ljóðormur - 01.03.1987, Side 57

Ljóðormur - 01.03.1987, Side 57
en þessar myndir eru líka hugsanleg framtíðarsyn: "Eld- storminn lægir, eldstorminn / lægir.suðar hann og veltir sér / viðþolsþaus um rústimar.krafsar / í steypumylsnu.. (1. 319-322). En á hitt ber að líta að hrollvekjur þessar og rústir eru einnig svið skáldlegra átaka og sköpunar, og þannig beinast þau myrkraverk sem ljóð Gyrðis eru gegn því myrkri andans og heimsins sem engan skáldskap leyfir. Með því að ljá sviðinu hinn melankólíska blæ liðinna hörmunga sýnir hann - og þetta er raunar líka í benjamínskum anda - að ef við hlustum á fortíðina munum við heyra að hún gerir tilkall til "leiðréttinga"; samtíma okkar getum við breytt og þar með skapað aðra framtíð en logandi kyndill sögunnar virðist stundum boða okkur. A svartfleygum lokaorðum Gyrðis í ljóðabálknum verður ekki séð með vissu hvemig sá heimur er sem ljóðmælandinn vaknar til, hvort ríkir í þeirri vistarveru dauðabragur eða lífsvon, kannski fáum við sjálf nokkru ráðið um það: "héla þekur / glugga, skuggaverur bærast undir / augnlokum" (1. 401-403). Ef við ætlum að brjóta glerið á milli okkar má að minnsta kosti ekki vanrækja þá skynjun, þann skáldskap, sem dimman býður heim (1. 108-120): I myrkrinu liggja óteljandi þræðir hver um annan þveran einsog risar leiki fuglafit.verði manni gengið út um kvöld að skoða tungl eða síðförult fólk taka þessir þræðir að vefjast hratt og hljóðlega um höfuðið.innan skamms er það horfið undir vafninginn.til að sjá áþekkt silkipúpu.en sjálfur nemurðu hvorki ljós né hljóð lengur.fálmar þig áfram uns fingurnir finna aðrar hendur.annað umvafið höfuð sem ekkert sér og ekkert heyrir LJOÐORMUR 55

x

Ljóðormur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.