Víkurfréttir - 11.09.1980, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 11.09.1980, Qupperneq 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 11. september 1980 7 Knattspyrnufélag Kefla- víkur 30 ára Fyrir 30 árum siðan, eða nánar tiltekið 12. júlí 1950, stofnuöu nokkrir ungir áhugasamir menn Knattspyrnufélag Keflavíkur. Var aðalverkefni félagsins knatt- spyrnuástundun fyrstu árin, en er líða tók á komu fleiri íþróttir á stefnuskrá félagsins, t.d. hand- knattleikur, sund og frjálsar íþróttir. Hefur félagiö átt afreks- menn á öllum sviðum, t.d. (s- landsmeistara í meistaraflokki kvenna i handknattleik 1. deildar og fjölda landsliðsmanna í knatt- spyrnu, handknattleik og sundi. Nú hin síðari ár hefur KFK lagt sérstaka ástundun við yngri flokkana. T.d. hafa verið farnar Körfuknattleikur: Landsleikur ísland - Kína í nýja íþróttahúsinu í Keflavík? (þróttaráði Keflavikur hefur borist beiðni fra Körfuknattleiks- sambandi (slands um að fá afnot af íþróttahúsinu nýja fyrir lands- leik í körfubolta milli (slands og Kína 8. október n.k. íþróttaráð hefur samþykkt þetta fyrir sitt leyti svo framarlega sem húsið veröur tilbúið til notkunar. Vissulega yrði gaman ef hægt yrði að byrja íhúsinu meðslíkum leik, en þegar þetta er skrifað er enn ekki Ijóst hvort næst aö klára húsið fyrir þann tíma. Og til gamans má svo geta þess, að kínverska liðið hefur á aö skipa hæsta körfuknattleiks- mann í heimi, sem er 2.28 cm á hæð, og er ekki annaö vitað en að hann verði með. 25% haust- afsláttur BEL-O-SOL LAMPINN hefur veitt psoriasis- og vöðvabólgusjúklingum aukna vellíöan. Þú verður brún(n) á 6-12 dögum í BEL-O-SOL. Lausir dag- og kvöldtímar. Opið kl. 10-22. Haldið við sumarlitnum. Sólbaðstofan SÓLEY Heiðarbraut 2 - Keflavík Simi 2764 ferðir til Noregs árið 1976 með ungar handknattleiksstúlkur og drengi. Árin 1977 og 1978 var fariö til Svíþjóðar og tekið þátt í handknattleiksmótum. Árið 1979 fóru drengir til Gautaborgar í Svíþjóð til að taka þátt í stóru knattspyrnumóti. Nú í sumarvar breytt út af vananum og farin ferð með drengi og stúlkur til Húsavíkur og Akureyrar og keppt þar í knattspyrnu og hand- knattleik. I sumar hafa KFK-menn minst þessara timamóta í sögu félags- ins með þvi að bjóða liöum til Keflavíkur og keppt viö þau í knattspyrnu og frjálsum iþrótt- um. Einnig var haldin stór hjól- reiðakeppni á vegum KFK i júli- mánuði. KFK-menn hafa fengið til liðs viö sig frjálsíþróttaþjálf- ara, Stefán Hallgrímsson, lands- frægan tugþrautarmann. Þann 4. október n.k. verður haldin í Stapa 30 ára afmælishá- tíð KFK. Hátiðin hefst meö mat- arveislu og síðanverðaskemmti- atriði, afhending heiðursmerkja KFK og að lokum stiginn dans. Eru allir velunnarar og stuðn- ingsmenn félagsins hvattir til aö mæta. Aö lokum vilja VÍKUR-fréttir óska félaginu velfarnaöar og góðs gengis í framtíöinni. - elli. Þessi mynd vartekin á 25 áraafmæli KFK, þegarGarðarOddgeirsson veitir þeim Arsæli Jónssyni og Siguröi Steindórssyni viðurkenningu fyrir mikil og vel unnin störf i þágu félagsins. NJARÐVfKURBÆR Útsvar Aðstöðugjald Annar gjalddagi útsvars og aðstöðugjalds var 1. september. Dráttarvextir eru 41/2% pr. mánuði. Kaupgreiðendur eru sérstaklega minntir á 30. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga um sjálfsábyrgð á gjöldum starfsmanna sinna. Bæjarsjóður - Innheimta

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.