Víkurfréttir - 06.11.1980, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 06.11.1980, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 6. nóvember 1980 Andlitslyfting hjó Dropanum Þessi mynd vartekin (Málningarversluninni Dropanum ísíðustu viku, en nokkrar breytingar hafa verið geröar í búðinni til hægðarauka fyrir viöskiptavini, og er þarna kominn vísir aö sjálfsafgreiöslu. SEMPERIT VETRARDEKK Eigum til nokkrar stærðir af hinum frábæru SEMPERIT-vetrardekkjum. Einnig aðrar tegundir og sóluð. Aðaistöðin hf. Bílabúð - Sími 1517 Húsmæður, Suðurnesjum! Er gólfteppið óhreint? Nú er rétti tíminn til að láta hreinsa teppin. Tökum að okkur að gufuhreinsa gólfteppi Enginn bílkostnaður. Uppl. í síma 2328 og 2659. Barátta gegn ölvunarakstri ölvun viö akstur er verulegt og vaxandi vandamál í umferðinni. Enda þótt vænta megi að fólk geri sér grein fyrir peirri hættu, sem af slíku atferli stafar og muni Ijóst að það varðar við lög, hafa undanfariö verið teknir yfir tvö þúsund ökumenn á ári hverju grunaðir um ölvun við akstur. Árið 1979 voru þeir 2.609. Nokkur félagasamtök og stofn anir hafa tekið saman höndum undir samheitinu "öfl gegn ölv- unarakstri" um að koma á fram- færi og vekja athygli á stað- reyndum um ölvunviðakstursvo aö landsmenn geti sameiginlega komið þessum málum til betri vegar. Umferðarráö og Áfengis- varnaráð hafa í því skyni látiö prenta veggspjald og bækling sem íslenskir ungtemplarar og lögreglumenn munu dreifa á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en Slysavarnafélagi annars staðar á landinu. Aðalfundur Karlakórs Keflavíkur var haldinn 13. okt. sl. Núver- andi stjórn kórsins er þannig skipuð: Jóhann Líndal formaður, Sigurður Jakob Magnússon rit- ari, Kristján Hansson gjaldkeri, Jósef Borgarsson og Steinn Erl- ingsson meðstjórnendur. Stjó nin mun kappkosta að efla sönglíf og vinna aö fram- kvæmdum við félagsheimiliö. Kórinn er um þessar mundir að æfa fyrir hljómplötuupptöku. Söngstjóri erSigurður D. Frans- son. Þetta hús, Suöurgata 24, hefur heldur betur tekið stakkaskiptum að undanförnu, en það hefur hingað til ekki veriö talið með fegusrtu húsum bæjarins. Eiga eigendur hússins þakkir skiliö fyrir framtakið. Hinn árlegi haust- fagnaður Systrafélags Ytri-Njarðvíkur- kirkju verður haldinn sunnudag- inn 16. nóvember í Stapa kl. 20.30. Að venju veröur þar margt til skemmtunar, söngur, tískusýn- ing, auk bess koma fram hjónin og leikararnir Guörún Ásmunds- dóttir og Kjartan Ragnarsson, sem bæöi eiga aö baki glæsileg- an leikhúsferil. Ekki má gleyma glæsilegum veitingum þeirra systrafélags- kvenna, sem hafa veriö með orð- lögðum myndarskap. Er það þeim til sóma, hversu vel þær hafa stutt kirkju sína í verki á liönum árum. Til sölu húsgrunnur af raðhúsi í Ytri-Njarðvík, ásamt teikningum. Uppl. gefur Friðrik Valdimarsson, sími 1744. Íbú6 óskast tll lelgu helst 2ja herbergja, í Keflavík, Njarðvík eöa Garði. Uppl. ( síma 1846. SJÓVÁ-TRYGGT ER VEL TRYGGT. Bifreiðatryggingar Heimilistryggingar Húseigendatryggingar Feröa- og slysatryggingar Allar almennar tryggingar. Kem á staöinn og tryggi. Keflavfkurumboð Vatnsnesvegl 14, III. hæð Siml 3099 Oplð kl. 10-17.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.