Víkurfréttir - 06.11.1980, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 06.11.1980, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttlr Fimmtudagur 6. nóvember 1980 3 Göngustígarnir sem hurfu vegna leti ökumanna Núna síðustu vikur hefur bæjarfélagið staðið fyrir malbik- unarframkvæmdum hér í Kefla- vík. Er allt gott um það að segja, nema hvað ökumenn bifreiöa virðast eiga erfitt með að sætta sig við takmarkanir og truflanir sem óhjákvæmilega fylgja svona framkvæmdum. Er það mjög áberandi hvaö ökumenn eiga erfitt með að koma sér í og úr Eyjabyggð, nema þá með þeirri aðferö, að fara stystu leiö af augum og þá beint niður í Garða- hverfið og þá yfir nýuppgróið svæðið milli Eyjabyggðar og Garðahverfis. Notast þá öku- menn við gangstíga sem gerðir voru á milli hverfanna, og hafa eyðilagt þá þannig að þeir eru eitt drullusvað og engum fært um þá nema fuglinum fljúgandi. Enda reyna ökumenn ekki lengur að keyra eftir þeim, en beita bílum sínum ótæpilega á gróöurinn beggja vegna við göngustigana, sem voru göngu- stigar fyrir fjórum vikum síðan, en eru nú ömurleg minnismerki um tillitsleysi. Þess má geta að Lionsmenn hafa undanfarin sumur sáð i svæðið milli Garðahverfis og Eyjabyggðar með góðum árangri og naut þessi framkæmd Lionsmanna sín til fulls nú í sumar. Bæjarstarfsmenn tóku sig til og settu stórgrýti við enda þeirra gatna sem að „gangstígn- um heitna" liggja, til að hefta um- ferð bila um hann. En nú má sjá ökumenn beita bilum sinum fram hjá stórgrýtinu og keyra inn á lóðir þær sem að gangstignum i'ggja. Það veröur að segjast eins og er, að þeir sem ekki nenna aö keyra út Iðavellina og þannig niður í bæ, heldur eyðileggja í þess staö göngustíga og upp- grætt svæði til að spara sér eina eða tvær minútur, ættu að sjá sóma sinn í því að lagfæra þær skemmdir sem þeir hafa valdið. Mérsýnist oft ekki muna nema hársbreidd aö menn slengi bílum sínum utan í stóru steinana og stórskemmi þá, svo maöurtali nú ekki um pústkerfin og fleira undir bílunum sem eru í stórhættu. Þessir hlutir eru kannski einnar til tveggja mínútna viröi á dag? elli. Þetta voru göngustígar fyrir fjórum vikum síðan, en eru nú ömurlegt minnismerki um tillitsleysi. Glæsileg CLINIQUE gjafavörukynning föstudaginn 7. nóv. frð kl. 14-18. Snyrtifræðingarnir Ingibjörg Dalberg og Ragnheiður Njálsdóttir frá CLINIQUE-umboðinu verða á staðnum og veita allar upplýsingar. Ef þér verslið fyrir 25 þús. eða meira af CLINIQUE- snyrtivörum, fáið þér eftirtaldar vörur að gjöf: Soap Mild - andlitssápa Colour Rub - kinnalitur D.D.M. Lotion - rakakrem Pressed Powder - púður Black Mascara - augnaháralitur CLINIQUE 100% án ilmefna. ANITA Verslun Víkurbæjarhúsinu - Sími 3311 10% afsláttur 10% afsláttur til félagsmanna út á afsláttarkort. Kortin gilda til 5. desember í sérvörubúðum fé- lagsins og eru afgreidd á skrifstofunni í Keflavík og í útibúum kaupfélagsins í Sandgerði og Grindavík. Nýir félagsmenn fá afsláttarkort. Gerist félagar. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.