Víkurfréttir - 20.11.1980, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 20. nóvember 1980
VÍKUR-fréttir
-----L
PCÉTTIC
Útgefandi: Vasaútgáfan
Ritstjóri og ábm.: Sigurjón Vikarsson, simi 2968
Blaðamenn: Steingrimur Lilliendahl, sími 3216
Elías Jóhannsson, simi 2931
Emil Páll Jónsson, sími 2677
Ritstj. og augl. Hringbraut 96, Keflavík, simi 1760
Setning og prentun: GRÁGÁS HF.. Keflavík
Leikfangabúð
í Kaupfélaginu, Njarðvík.
Fjölbreytt úrval af leikföngum
fyrir jólin. - 10% afsláttur út á
afsláttarkort.
KAUPFÉLAG SUÐURNESJA
Njarðvík - Sími 1540
Loftpressa
Tek að mér
múrbrot,
fleygun
og borun fyrir
sprengingar.
Geri föst
verðtilboð.
Sigurjón Matthíasson
Brekkustíg 31c - Y-Njarðvík
Hringbraut 81 • Keflavík - Sfmi 2081
Ertu að byggja eða breyta?
Þá er okkar aðstoð til reiðu.
Greiðslubyrði Keflavíkur- og
Njarðvíkurbæja 3,7 millj.
vegna sameiginlegrar eignar SASÍR og SSS í
Garðabæ
Á stjórnarfundi Sambands
sveitarfélaga á Suöurnesjum 15.
okt. sl. gerði Albert K. Sanders
grein fyrir stöðu SSS vegna
eignar SASÍR og SSS á
Garöaflöt í Garðabæ.
( Ijós hefur komið, að skuld-
bindingar SSS miðað viö31. des.
n.k. eru kr. 7.910.000, en til
greiðslu á þessu ári koma kr.
5.818.449, eftirstöðvar greiðist á
næsta ári.
Eignarhluti SASfR er54,8%en
eignarhluti SSS er 45,2%.
Samþykktir hafa verið víxlar
fyrir þeim greiðslum sem SSS er
ætlaö aö greiöa á þessu ári.
Greiðslubyrði Keflavíkurbæjar
er 50,59%, eða kr.2.943.553 og
Njarðvíkurbæjar 14,66%, eða kr.
852.985.
Stjórn SSS hefur lagt til að
sveitarfélögin greiði sinn hluta
fyrir áramt, en þar sem upplýst
er að ekki var gert ráð fyrir
þessum greiðslum á fjárhags-
áætlun sveitarfélaganna, var
þess vænst að heimild yrði
fengin til þess, og munu öll
sveitarfélögin nú hafa greitt sinn
hluta.
En hver er svo þessi eign, og
vorum við ekki búin að segja
okkur úr SAS(R? kann einhver
að spyrja. Viö slógum á þráðinn
til Alberts K. Sanders og
spurðum hann nánar um þetta
mál.
" Þegar viö vorum í SASÍR,"
sagði Albert, "þá hafði SAS(R
hafið byggingu á húsnæði sem
átti að verða fyrir starfsemina,
bæði fyrir sambandið og fræðslu
skrifstofuna. Þegar leiðir okkar
skildu, þá áttum viö þarna
verulegan hluta i umræddri eign,
og varð samkomulag um það að
hún yrði metin upp og skipt á
milli aðila, byggingunni haldið
áfram og henni lokiö. Þaðertalið
hagkvæmt vegna þess að
samkvæmt lögum þá sjáum við
um sameiginlega um rekstur
fræðsluskrifstofunnar og
sálfræðiþjónustu sem tengd er
henni, en fræösluskrifstofan er
fyrir allt Reykjaneskjördæmi, og
t.d. kjósum við sameiginlega i
fræðsluráð Reykjanesumdæmis.
Fyrir einhvern misslilning
hafði láöst aö láta okkur vita aö
við ættum að inna af hendi
greiðslur á þessu ári, viö áttum
ekki von á því fyrr en á næsta ári.
f Ijós kom að útboð haföi farið
fram i sumar og það gjaldfallið
sem SAS(R hafði lagt út, sem
okkur ber að standa skil á aö
hluta, en við fengum að fresta
hluta af þeirri greiðslu fram á
næsta ár,” sagði Albert að
lokum.
BASAR
Hinn vinsæli basar Kristni-
boðsfélagsins í Keflavík verður
haldinn í Tjarnarlundi, laugar-
daginn 22. nóvember n.k. og
hefst kl. 15.
Þar verða á boöstólum ýmsar
vörur hentugar til jólagjafa, einn-
ig gómsætar kökur og lukku-
pokar. Allur ágóði rennur til
styrktar kristniboði heima og er-
lendis.
Tökum að okkuralhliða múrverk
svo sem flísalögn, járnavinnu,
steypuvinnu, viðgerðir, og auö-
vitaö múrhúöun.
•
Tökum að okkur alhliða tré-
smíðavinnu, svo sem mótaupp-
slátt, klæöningu utanhúss, einn-
ig viðgeröir og endurbætur..
Smíðum einnig útihurðir og bil-
skúrshurðir og erum með alla
almenna verkstæðisvinnu.
•
Gerum föst tilboð. Einnig veitum
við góð greiðslukjör. Komiö,
kannið máliö og athugið mögu-
leikana. Verið velkomin. Skrif-
stofan er opin milli kl. 10-12 alla
virk daga nema föstudaga.
Ifftmonn
D.l. Simi 3966
Hafnargötu 71 - Keflavlk
Hermann siml 1670
Halldór simi 3035
Margeir simi 2272