Víkurfréttir - 20.11.1980, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 20.11.1980, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 20. nóvember 1980 VÍKUR-fréttir Prjónakonur Nú kaupum við einungis lopapeysur, heilar og hnepptar. Móttaka að Bolafæti 11, Njarðvík, miðvikudagana 3. og 17. desember kl. 13-15. ISLENZKUR MARKADUR HF. KgBCaíMi' ELLEINI SNYRTI VÖRUR llmvötn og baðvörur í úrvali. APÓTEK KEFLAVÍKUR HAFNARBÚÐIN Veitingastofa Opið frá kl. 8 til 23.30 mánudaga til föstudaga. Laugardaga kl. 9 til 20. Matur og kaffi allan daginn. Tökum einstaklinga og hópa í fast fæði. Hafnarbúðin - Veitingastofa Víkurbraut - Keflavík - Sími 1131 Fyrirtækjamót í billiard Sigurvegararnir ásamt eigendum Plútó. Frá v.: Grétar, Friðleifur, Tómas, Óskar og Árni. Dagana 8. og 9. nóv. sl. fór fyrsta fyrirtækjakeppnin í billi- ard fram í Billiardstofunni Plútó í Keflavík. Alls tóku 20 fyrirtæki þátt i keppninni og aö sjálfsögöu jafnmargir spilarar. Keppt var í fjórum 5 manna riölum og komst einn maöur áfram úr hverjum riöli í úrslita- keppnina, og lauk þeirri viöur- eign með sigri Tómasar Mar- teinssonar, sem lék fyrir Video- king. Númer tvö varö Friöleifur Kristjánsson, lék fyrir (slenska aöalverktaka, ungur og mjög efnilegur spilari og kom mönnum hvaö mest á óvart með góðri frammistööu sinni. ( þriöja sæti varö svo Óskar Þórmunds- son, en keppti fyrir VfKUR- fréttir. Mót þetta tókst mjög vel og var aöstandendum til sóma í alla staöi og þaö leyndi sér ekki að billiard á stööugt meiri vinsæld- um að fagna hjá almenningi. Næsta billiardmót sem hér veröur haldiö veröur hið svokall- aöa Jólamót, og mun það aö öll- um líkindum fara fram 26. des. næstkomandi. Ekki forsenda fyrir fríu fargjaldi fyrir aldraða Á fundi sínum 23.sept. s.l. visaöi bæjarstjórn Keflavikur til- lögu um eftirgjöf á fargjaldi elli- lífeyrisþlega meö bifreiöum S.B.K. til stjórnar fyrirtækisins. Á fundi sérleyfisnefndar 29.okt. var tillagan rædd, og meö tilvísun til greinargerðar flutn- ingsmanns tillögunnar vill nefndin taka fram eftirfarandi: Tekjuafgangur samkvæmt rekstraryfirliti, sem vitnaö er í, er ekki fullnægjandi til að standa undir nauösynlegri endurnýjun á bifreiðakosti fyrirtækisins og gefur því ekki tilefni til aö fyrirtækiö afsali sér tekjum sem það aö ööru jöfnu á kost á aö fá. Aöstoö sem nauösynlegt er taliö að láta til þeirra sem erfitt eiga uppdráttar vegna aldurs eða af öðrum ástæöum, er aö áliti nefndarinnar hlutverk sveitar- stjórna. Á fundi bæjarráös Keflavikur 30. okt. voru mál þessi rædd, og meö hliösjón af afgreiðslu sér- leyfisnefndar telur bæjarráð ekki forsendu fyrir því aö slíkt veröi almenn regla, en í sérstökum tilfellum veröi það gert, sé eftir þvi leitaö. 10.okt. s.l. hækkuðu fargjöld á sérleyfisleiöum um 18,41%. Fargjald á leiöinni Keflavik- Reykjavík kostar nú 2000 kr. Tilkynning um aðsetursskipti Erum að flytja í nýtt húsnæði að Iðavöllum 10a, Keflavík. Smíðum eins og áður allar gerðir innréttinga. Fljót afgreiðsla og góðir greiðsluskilmálar. Trésmiðja Einars Gunnarssonar Iðavöllum 10a - Keflavík - Sími 2307. Heimasími 2232 Firmakeppni f innanhúss- knattspyrnu veröur haldin i nýja íþróttahús- inu í Keflavík laugardaginn 22. nóv. öllum fyrirtækjum er heimil þátttaka og skal þátttaka tilkynnt fyrir föstudagskvöld til UMFK, Magnúsar Helgasonar, sími 2062. Þetta er fyrsta knattsþyrnu- mótiö sem fram fer í nýja iþrótta- húsinu og veröur fróðlegt að sjá hvernig knattspyrna tekur sig út i nýja húsinu. Úrslitaleikirnir fara síöan fram daginn eftir, á sunnu- daginn. Fólk er hvatt til aö fjöl- menna á áhorfendasvæöiö.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.