Víkurfréttir - 20.11.1980, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 20.11.1980, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 20. nóvember 1980 VÍKUR-fréttir Aöalfundur Sorpeyðingarstöövar Suðurnesja: Niðurstöðutölur efnahags- reiknings kr. 1.130.418.246 Sorpeyðingarstöö Suöurnesja Aöalfundur Sorpeyðingar- stöövar Suðurnesja var haldinn i Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík, 13.okt. s.l. Steinþór Júlíusson, formaður, flutti mjög greinargóða skýrslu um liðið starfsár. Skýrði hann frá rekstri stöðvarinnar, þeim skemmdum, sem urðu á stöðinni vegna sprengingar og þeim úr- bótum, sem unniö er að. Einnig um tilraunasorphirðu og framtíðarskipulag hennar. Haraldur Gíslason, fram- kvæmdastjóri lagði fram og skýrði reikningana, sem undirrit- aðir eru af löggiltum og kjörnum endurskoðendum.Niðurstöðu- V.S.F.K. tölur efnahagsreiknings eru kr. 1.130.418.246,- Reksturreikningur liggur ekki fyrir, þar sem formlegur rekstur stöðvarinnar hófst ekki fyrr en á árinu 1980. Jafnframt lagði framkvæmdastjóri fram fjárhags áætlun fyrir árið 1981. Áætlaður fjármagnskostnaöur er kr. 169.000.000, reksturskostnaður stöðvarinnar kr.162.226.250., þar af hlutur sveitarfélaganna kr. 69.810.000- og kostnaður við sorphirðu kr.187.800.000.-. Har- aldur tók fram að áætlunin fæli í sér mikla óvissuþætti og þyrfti að endurskoða þegar spá þjóð- hagsstofnunar lægi fyrir og áður V.K.F.K.N. en sveitarfélögin gerðu fjárhags- áætlanir sínar fyrir árið 1981. Haraldur gerði grein fyrir rek- stri stöövarinnar á þessu ári, og kvað stöðuna hafa verið góða fram til 30. júní, þegar stöðin stöðvaðist og varnarliðið stöðvaði greiðslur fyrir brennslu. Hafði Haraldur þó vonir um að úr rætist á næstunni og greiöslur fáist frá varnarlið- inu fyrir þann tíma, sem stöðin var ekki í rekstri. Þá urðu umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Tómas Tómasson spurði um skuldir fyrirtækisins í dag, fjármagns- kostnað 1981 o.fl. Ólafur Björnsson spurði um járna- pressu og vakti máls á leiöbein- ingum um móttöku á sorpi og spurði um hvort annað væri at- hugavert við stöðina en sprengingin og afleiðingar hennar. Albert K. Sanders sagði að einangrunarsteinninn, sem var í ofninum hefði ekki staðist fullkomlega þær kröfur, sem gert var ráö fyrir í kaupsamningi, en nýi steinninn hefði meira hita- þol. Einnig ræddi Albert um mót- töku á brotajárni og hugsanleg kaup á brotajárnspressu. Albert ræddi einnig um sorphiröuna og lýsti ánægju sinni með framkvæmd hennar að undan- förnu. Karl Sigurbergsson spurði hvort járnapressa mundi kalla á aukið starfslið. Gunnar Jónsson spurði um starfsliðviðnúverandi brennslu og ræddi einnig um járnapressu, áætlun um rafmagnskostnaö o.fl. Haraldur Gíslason sagði að skuldir fyrir- tækisins hefðu lækkað um innborgun varnarliðsins inn á stofnkostnað 1.305.000. dollara á gengi 446.-, sem er 90% af heildarframlagi varnarliðsins, en síðustu 10% verða væntanlega greidd á þessu ári. Haraldur sagði að S.S. hefði boðist nú pressa á u.þ.b. 150 milj. sem þyrfti 2ja manna starfslið. Varnarliöið og sölunefndin mundu ef til kæmi borga tvo þriðju hluta stofnkostnaöar. Haraldur sagði einnig að bilanir á mótorum o.fl. hefðu komið upp, en verið bættar, þar sem stöðin er í ábyrgð. Borin upp skýrsla stjórnar, reikningar ársins 1979 og fjár- hagsáætlun 1981 og samþykkt samhljóða. Tilnefning i stjórn fyrir næsta starfsár: Grindavík: Eiríkur Alexanders. aöalfulltrúi. Jón Hólmgeirsson varafulltrúi. Hafnahreppur: Þórarinn Sig- urðsson aðalfulltrúi. Jón Borgarsson varafulltrúi. Miðneshreppur: Jón Norð- fjörð aöalfulltrúi. Jón K. Ólafsson varafulltrúi. Vatnsleysustrandarhreppur: Gunnar Jónsson aðalfulltrúi. Hreinn Ásgrímsson varafulltr. Njarðvík: Magnús Guömanns. aöalfulltrúi. Albert K. Sanders varafulltrúi. Keflavík: Ellert Eiríksson aðal- fulltrúi. Birgir Guðnason varafulltrúi. Kosning tveggja endurskoð- enda og eins til vara. Endurskoðendur: Svavar Arnason, Grindavík. Magnús Ágústson, Vatnsl.sthr. Varaend u rsk oða n di: Gylfi Gunnlaugsson, Miðneshreppi. Verkafólk Keflavík og nágrenni Vegna 34. þings Alþýðusambands íslands, sem fram fer í Reykjavík 24. til 28. nóvember n.k., verða skrifstofur félaganna aðeins opnar frá kl. 16-18 næstu viku. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvikur KEFLAVÍK Gjaldendur útsvara og aðstöðugjalda 1. des. n.k. er fimmti og síðasti gjalddagi útsvara og aðstöðugjalda eftir álagningu. Vinsamlegast gerið skil og forðist með því dráttarvexti og önnur óþægindi sem af van- skilum leiðir. Innheimtustjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.