Fréttablaðið - 09.08.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.08.2016, Blaðsíða 22
Það kemur ef til vill á óvart að mikill vöxtur var í bílaútflutn- ingi frá Bretlandi í júní þvert á spár manna vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vöxturinn nam 10,4% og var 158.641 nýr bíll fluttur út og um helmingurinn til annarra Evrópulanda. Það sem skýr- ir þessa miklu sölu er mikil eft- irspurn í Evrópu þessa dagana, það að Bretar njóta enn skatt- fríðinda sem meðlimir í Evrópu- sambandinu og miklar fjárfest- ingar bílaframleiðenda í Bret- landi á undanförnum árum. Eðlilegt má teljast að vel gangi áfram að selja bíla frá Bretlandi á meðan tollfríðindi Evrópu- sambandsins eru enn við lýði, en þeir bílaframleiðendur sem eru með verksmiðjur í Bretlandi eru uggandi yfir því hvað bíður þeirra eftir að Bretland verður formlega farið úr Evrópusam- bandinu. Bílasala í Bretlandi hefur á síðustu árum verið með miklum ágætum, en í fyrsta sinn í langan tíma minnkaði hún í júní frá sama mánuði árið áður og er óvissunni í kjölfar Brexit kennt um. Bílaútflutningur 10% meiri í Bretlandi þrátt fyrir Brexit Bílaframleiðsla í Bretlandi er afar fjölbreytt. Tékkneski bílaframleiðandinn Skoda hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum og selur nú bíla sína í 102 löndum. Samkvæmt áætlun Skoda sem nær til ársins 2025 verða löndin orðin 120 það ár. Innan næstu 12 mánaða munu löndin Íran, Singapúr og S-Kórea bætast við og á næsta ári verður tekin um það endanleg ákvörðun hvort Skoda fari inn á bandaríska bílamarkaðinn. Það yrði risastórt skref fyrir Skoda og kostnaðar- samt en afrakstur þess gæti líka orðið mikill. Skoda hefur lengi horft löngunaraugum yfir Atl- antshafið en ætlar ekki að rasa um ráð fram og tekur endanlega ákvörðun um málið með móður- fyrirtækinu Volkswagen. Skoda hefur aldrei áður selt eins marga bíla og á fyrri helmingi þessa árs, eða 569.400, og jók sölu sína um 4,6%. Skoda mun kynna nýjan sjö sæta jeppa á bílasýningunni í París í september og stutt er í kynningu á arftka Yeti-bílsins. selja bíla í 102 löndum  Skoda Kodiac jeppinn. Laugardaginn næsta, þann 13. ágúst, frumsýnir Hekla nýja gerð jepplingsins Volkswagen Tiguan um land allt. Hjá Heklu, Laugavegi 170-174, hefst sýningin klukkan 12 og stendur til klukkan 16. Tiguan verður í boði hjá Heklu með 150 hestafla og 1,4 lítra TSI bensínvél, sem og 150 og 190 hest- afla 2,0 lítra TDI dísilvélum. Verð Tiguan er frá 5.890.000 kr. Boðið verður upp á reynsluakst- ur á nýjum Tiguan. Valdís mætir með íshjólið sívinsæla, Kaffi- tár yljar gestum með eðalkaffi og Sirkus Íslands mun sjá um lit- ríka andlitsmálningu. Volkswagen Tiguan fer að sögn Volkswagen með ökumenn í ævintýralega upp- lifun með framúrskarandi akst- urseiginleikum. Hann er hljóð- látur, rúmgóður og hlaðinn fjölda tækninýjunga ásamt ríkulegum staðalbúnaði. Volkswagen Tiguan er fágaður jepplingur fyrir stór- ar og smáar fjölskyldur sem gera strangar kröfur til útlits og gæða. Tiguan frumsýndur um næsTu helgi  Volkswagen Tiguan Eftir tveggja ára yfirhalningu hjá BMW Classic deildinni lítur BMW 507 bíll sem áður var í eigu Elvis Presley svona út, það er eins og nýr. Hann hefur verið gerður upp af mikilli kostgæfni og verður til sýnis meðal ann- arra gamalla bíla BMW á bíla- safni BMW í Þýskalandi, en fyrst á Pebble Beach Concours d’El- egance bílasýningunni þann 18. ágúst. Bíllinn er nú að sögn BMW Classic manna í fullkom- lega sama ástandi og þegar Elvis keypti hann nýjan og svo langt gekk BMW við að gera hann upp að hann var sprautaður með sömu aðferðum og með sömu efnum og notuð voru fyrir sextíu árum. BMW 507 bíllinn er af árgerð 1958 og Elvis Presley fékk hann afhentan þann 20. desem ber það sama ár. Í vélinni er áfram sama 150 hestafla V8, 3,2 lítra vélin og var í honum í upphafi, en í upp- gerð hennar voru bæði notað- ir eldri og yngri varahlutir. Lit- urinn á bílnum er svokallaður Feath er White og innréttingin er hvít og svört. BMW 507 var einn af allra bestu og dýrustu sportbíl- um sem hægt var að festa kaup á þegar Elvis festi sér þetta eintak. fullkomið ásTand bmW bíls elvis Presley BMW 507 Hjólbarðaþjónusta Ný og notuð dekk Umboðssala fyrir dekk og felgur Tökum notuð dekk upp í ný dekk - Pólyhúðun á felgum - Dekkjahótel Tökum einnig að okkur smáviðgerðir, smurningu og ýmsa bílaþjónustu Áratuga reynsla og persónuleg þjónusta S: 557 6644 / 823 6644 - Verið velkomin - þú finnur okkur líka á facebook. Auðbrekku 2, Kópavogi Snorri Hermannsson hefur opnað Dekkjaþjónustuna í Auðbrekku 2, Kópavogi Icetrack ehf. Sími 773 4334 netfang: mtdekk@mtdekk.is / www.mtdekk.is MICKEY THOMPSON jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur. Stærðir 32” - 54” J E P PA D E K K BAJA CLAW MTZDEEGAN bílar Fréttablaðið 4 9. ágúst 2016 ÞRIÐJUDAGUR 0 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 3 5 -0 B 8 C 1 A 3 5 -0 A 5 0 1 A 3 5 -0 9 1 4 1 A 3 5 -0 7 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.