Fréttablaðið - 09.08.2016, Blaðsíða 10
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
lífið: Gyða Lóa Ólafsdóttir gydaloa@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
ÚTSALA
RISA
ÓTRÚLEG TILBOÐ
Á HEILSURÚMUM!
AFSLÁTTUR!
20-60%
H E I L S U R Ú M
A
R
G
H
!!!
0
30
81
6
#2
Brennandi
fólk á hlaup-
um, kolaðir
líkamar,
grátandi
börn. Yfir 200
þúsund létu
lífið.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti hjartnæma ræðu í miðbæ Reykjavíkur á laugardag að lokinni Gleðigöngu Hinsegin daga. Forsetinn gerði það að umtalsefni í ræðunni að margir íþróttamenn í fremstu röð kjósa að
halda samkynhneigð sinni leyndri.
„Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordóm
um sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á
Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi
fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu
karlalandsliða,“ sagði forsetinn. Hómófóbía og for
dómar eru alþjóðlegt vandamál í íþróttaheiminum.
Einhverra hluta vegna forðast margir atvinnumenn
í íþróttum vestanhafs að greina frá samkynhneigð
sinni. Þetta á sérstaklega við í íþróttagreinum eins
og ruðningi, hafnabolta og körfubolta. Fáfræðin
hefur skotið rótum og það á víst að skyggja á karl
mennsku íþróttamanna í þessum greinum að vera
hommar. Sem er fráleitt því sönn karlmennska er
fólgin í því að vera maður sjálfur. Hvort sem maður
girnist konur, karla eða hvort tveggja. Eins og með
svo margar breytingar þá byrjar baráttan við eldhús
borðið heima. Fólk þarf að skynja frá fyrstu tíð að
samkynhneigð sé eðlileg. Eins og Guðni forseti sagði
á laugardag: „Í raun erum við öll hinsegin á einhvern
hátt.“
Sagan segir okkur að þeir knattspyrnumenn sem
hafa komið út úr skápnum hafi „tapað á því“ sem er
vísbending um hversu skammt við erum komin í átt
að sönnu jafnrétti. Margir þekkja sögu Justins Fash
anu. Hann var dáður atvinnumaður í knattspyrnu
sem kom út úr skápnum í Bretlandi árið 1990. Hann
sá síðar eftir því og framdi sjálfsvíg mörgum árum
síðar þótt ekki hafi verið orsakasamband á milli
þeirrar staðreyndar að hann greindi frá kynhneigð
sinni og sjálfsvígsins. Þýski knattspyrnumaðurinn
Thomas Hitzlsperger kom líka út úr skápnum undir
lok ferils síns. Hann þorði ekki að gera það fyrr.
Bandaríski knattspyrnumaðurinn David Testo kom
út úr skápnum árið 2011 og það eyðilagði feril hans.
Aðrir eru minna þekktir.
Tölfræðin segir okkur að það séu talsverðar líkur á
því að það séu einhverjir samkynhneigðir í landslið
um Íslands í fótbolta, körfubolta eða handbolta. Það
er að sjálfsögðu ákvörðun þeirra sjálfra hvort þeir eru
áfram inni í skápnum enda er kynhneigð einkamál
hvers og eins. Það er enginn að segja að menn verði
að koma út úr skápnum til að gefa gott fordæmi.
Hins vegar væri það til fyrirmyndar og myndi sýna
mikið hugrekki. Ungt hinsegin fólk þessa lands sem
stundar íþróttir á skilið að alast upp í samfélagi þar
sem það óttast ekki að greina frá kynhneigð sinni.
Við þurfum öll að gefa smán og fordómum rauða
spjaldið strax. Við getum byrjað á samtalinu heima.
Hómófóbía
í íþróttum
Tölfræðin
segir okkur
að það séu
talsverðar
líkur á því að
það séu
einhverjir
samkyn-
hneigðir í
landsliðum
Íslands í
fótbolta,
körfubolta
eða hand-
bolta.
Rúm 70 ár eru liðin síðan Bandaríkin vörpuðu sprengjum á japönsku borgirnar Hírósíma og Nagasaki, 6. og 9. ágúst árið 1945.
fólk er enn að deyja
Við þekkjum atburðina úr sögubókum og ógnvekj
andi myndum af sprengingunum og afleiðingum
þeirra. Brennandi fólk á hlaupum, kolaðir líkamar,
grátandi börn. Yfir 200 þúsund létu lífið. Sumir
strax, aðrir dagana og vikurnar á eftir og fólk er enn
að deyja af sjúkdómum, genagöllum o.fl. sem rekja
má beint til sprengjanna.
heimur án kjarnorkuvopna
Þrátt fyrir þessar skelfilegu staðreyndir hefur okkur
enn í dag ekki auðnast að ná samstöðu um heim án
kjarnorkuvopna. Kjarnorkuógnin er enn til staðar.
Níu ríki búa yfir tæplega 16 þúsund kjarnorku
sprengjum sem hver um sig er miklu öflugari en
þær sem varpað var á Hírósíma og Nagasaki.
ísland aðili að hernaðarbandalagi
Íslendingar og íslensk stjórnvöld státa sig gjarnan
af því á tyllidögum að við séum herlaus og frið
elskandi þjóð á meðan staðreyndin er sú að Ísland
er aðili að hernaðarbandalagi sem áskilur sér rétt til
notkunar kjarnorkuvopna, jafnvel að fyrra bragði.
Á meðan fjölmörg ríki hafa á vettvangi Sam
einuðu þjóðanna barist fyrir banni við kjarnorku
vopnum hafa íslensk stjórnvöld kosið að þvælast
fyrir og taka ekki afstöðu.
tökum afstöðu – krefjumst breytinga
Frá árinu 1985 hafa íslenskir friðarsinnar fleytt
kertum í minningu fórnarlamba kjarnorku
árásanna og lagt áherslu á kröfu um heim án
kjarnorkuvopna. Í kvöld, þriðjudaginn 9. ágúst,
verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn. Athöfnin
hefst kl. 22.30. Aðeins með því að taka afstöðu og
krefjast breytinga getum við stuðlað að friðvænni
heimi. Aldrei aftur Hírósíma, aldrei aftur Naga
saki!
Aldrei aftur!
Auður Lilja
Erlingsdóttir
formaður Sam-
taka hernaðar-
andstæðinga
Skyrið til bjargar
Morgunblaðið lofaði íslenska
skyrið frá Mjólkursamsölunni
í gær en það hefur aldrei
verið vinsælla á erlendum
markaði og greindi Ari Edwald,
forstjóri MS, frá því að skyrið frá
MS væri á leið í útrás til fjarlægra
landa. Það er heppilegt að fá
svo jákvæða umfjöllun eftir að
fréttamiðlar hafa verið uppfullir
af fréttum af stjórnvaldssektum
sem MS hefur hlotið fyrir
meint samkeppnislagabrot. En
í ótengdum fréttum mun Ari
Edwald hafa verið hvað metn-
aðarfyllstur á kosningaskrif-
stofu Davíðs Oddssonar, rit-
stjóra Morgunblaðsins, í sumar.
Ætli það sé íslenska skyrið sem
er leyndarmálið að baki metn-
aði Ara? Maður spyr sig.
össur „sjanghæjar“ Pírata
Össur Skarphéðinsson sagði í
Bítinu á Bylgjunni í gær að
enginn munur væri á Sam-
fylkingunni og Pírötum. Erna
Ýr Öldudóttir, fyrrverandi
formaður framkvæmdaráðs
Pírata, virðist hafa áhyggjur af
Samfylkingarvæðingu Pírata.
„Flokkur sem átti að vera hvorki
hægri né vinstri flokkur er nú
orðinn að Samfylkingu Össurar
Skarphéðinssonar,“ skrifar hún
á hið alræmda Pírataspjall og
greinilegt að kratinn síkáti er
orðinn þungavigtarmaður á
meðal Pírata.
stefanrafn@frettabladid.is
9 . á g ú s t 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D A g U R10 s k o Ð U n ∙ F R É t t A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
9
-0
8
-2
0
1
6
0
4
:1
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
3
5
-0
1
A
C
1
A
3
5
-0
0
7
0
1
A
3
4
-F
F
3
4
1
A
3
4
-F
D
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
8
_
8
_
2
0
1
6
C
M
Y
K