Fréttablaðið - 09.08.2016, Síða 30

Fréttablaðið - 09.08.2016, Síða 30
Hagnaður Toyota minnkar um 15% Hátt gengi japanska jensins er helsta ástæða minnkandi hagnaðar Toyota á öðrum fjórð ungi ársins. Hækkun jensins nam 11% á þessum árs- fjórðungi frá þeim sama í fyrra. Hagnaðurinn nam samt 772 milljörðum króna og verður það að teljast ágætis afrakstur. Það hjálpaði Toyota ekki heldur að miklar framleiðsluraskanir plög- uðu fyrirtækið á þessum ársfjórðungi og tapaði Toyota framleiðslu um 80.000 bíla vegna þess- ara raskana sem orsökuðust af jarðskjálftum og sprengingu í einni stálverksmiðju Toyota. Viðbrögð Toyota við minnkandi hagnaði eru fólgin í því að hagræða í rekstri fyrirtækisins. Nýr Toyota Prius Hybrid var kynntur snemma á árinu í Japan og hefur hann verið söluhæsti bíll Toyota alla mánuði ársins þar í landi. Kynningu Prius-bílsins hefur verið frestað í Bandaríkjunum og er ástæðan líklega sú að Bandaríkjamenn eru ekki ýkja ginnkeyptir fyrir umhverfisvænum bílum á meðan verð á eldsneyti er eins lágt og það er nú vestanhafs. Í Bandaríkjunum hefur sala á Prius fallið á milli ára um 11% að júlí meðtöldum. Toyota ætlar ekki að kynna nýjan Prius í Bandaríkjunum fyrr en einhvern tíma í vetur og vonast líklega til þess að bensínverð hækki í millitíðinni. Lækkað bensínverð hefur einnig haft áhrif á sölu bíla eins og Camry og Corolla vestan- hafs, en ágætlega hefur gengið að selja RAV4 og Highlander. Heildarsalan í Bandaríkjunum hefur fallið um 2,5% á árinu, mikilvægasta markaði Toyota, en sala bíla í Bandaríkjunum hefur aukist um 1,3% á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Toyota hefur lækkað hagnaðarspá sína um 44% og yrði það minnsti hagnaður Toyota í fjögur ár. Þegar framleiðslu á 2016 árgerð Hyundai Genesis Coupe bílnum er lokið verður framleiðslu bíls­ ins alveg hætt. Þetta er eini aftur­ hjóladrifni sportbíll Hyundai með coupe­lagi og víst má telja að margir muni sjá eftir þessum laglega bíl. Hann var fyrsta út­ spil Hyundai meðal afturhjóla­ drifinna sportbíla sem ekki kosta mikið. Bíllinn seldist ágætlega til að byrja með en fyrsta árgerðin kom á göturnar árið 2008. Hann var fyrst í boði einungis í heima­ landinu Suður­Kóreu en fór fljót­ lega einnig á markað í Banda­ ríkjunum. Sala bílsins hefur þó dalað umtalsvert síðustu ár og svo virðist sem kaupendur sport­ bíla hafi fremur valið bíla eins og Ford Mustang, Chevrolet Cam­ aro, Mazda MX­5 Miata og Sub­ aru BRZ. Hyundai Genesis Coupe hefur verið í boði með ýmsum vélum, meðal annars 3,8 lítra V6 Lambda vél sem mest skilaði 353 hestöflum, en hann var einn­ ig í boði með miklu minni vél, þ.e. 2,0 lítra, sem í fyrstu útgáfu skilaði 213 hestöflum en var svo uppfærð og náði þá 275 hestöfl­ um. Hyundai hefur nýverið stofn­ að sérstaka lúxusbíladeild sem bera mun nafnið Genesis og Hy­ undai ætlar aðrar leiðir með það merki en þessi bíll stendur fyrir og því er um fátt annað að ræða fyrir Hyundai en að hætta fram­ leiðslu hans. Hyundai hættir framleiðslu Genesis Coupe  Hyundai Genesis Coupe. Supra. Toyota og BMW vinna nú sam­ eiginlega að smíði nýs sport­ bíls, en hvorki í tilviki Toyota né BMW er vitað hvað bílarnir eiga að heita. Nú hefur einn starfs­ manna Toyota, reyndar yfirverk­ fræðingur fyrirtækisins, úttalað sig um hvað honum finnist að bíll­ inn eigi að heita, þ.e. Supra. Það er ef til vill ekki svo langsótt hug­ mynd þar sem frægasti sportbíll Toyota bar einmitt það nafn, en hann hefur ekki verið framleidd­ ur lengi. Yfirverkfræðingurinn, Tetsuya Tada, elskaði Supra­bíl­ inn en elskar einnig nafnið Supra. Tada er oft nefndur faðir Toyota GT86 bílsins og hann vill viðhalda langri og árangursríkri sportbíla­ sögu Toyota á lofti og telur að það verði best gert með því að við­ halda nafninu Supra á nýja bíln­ um. Líklega verður Tada að ósk sinni ef marka má það að Toy­ ota sótti einmitt um einkaleyfi á nafninu Supra í Evrópu fyrir stuttu. Hjá BMW verður þessi nýi sportbíll arftaki BMW Z4 bíls­ ins og gæti því fengið nafnið Z5. Undirvagn og margt fleira verður sameiginlegt hjá Toyota og BMW en vélarnar gæti orðið ólíkar. Vel gengur að sögn beggja aðila með bílinn og er hann í prófunum um allan heim sem stendur. Vill nafnið Supra á nýja sportbílinn Fjórhjóladrifin skemmtun! Bílabúð Benna kynnir sportjeppann Tivoli, nýjasta smellinn frá bílaframleiðandanum SsangYong í Suður-Kóreu. Sportjeppinn Tivoli er allt í senn, flottur, ríkulega búinn, fjórhjóladrifinn og einstaklega lipur í akstri. Tivoli er fyrir þá kröfuhörðu sem kunna að meta stílhreina hönnun, gegnheil gæði og frábært verð. 4WD – 50/50 skipt4WD – læst Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000 Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330 Opnunartímar Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00 Kíktu í heimsókn á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur. • Fjórhjóladrifinn! • Sjálfskiptur! • Ríkulega búinn! • Frábært verð! Bílar Fréttablaðið 12 9. ágúst 2016 ÞRIÐJUDAGUR 0 9 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :1 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 3 5 -2 4 3 C 1 A 3 5 -2 3 0 0 1 A 3 5 -2 1 C 4 1 A 3 5 -2 0 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 8 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.