Fréttablaðið - 02.12.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.12.2016, Blaðsíða 4
neytendamál Gömul og ný dæmi sanna að alvarlega verður að íhuga að brjóta upp opinbera eftirlits­ kerfið og fela faggiltum fyrirtækjum í einkaeigu verkefnin. Slík skref hafa þegar verið tekin og hafa reynst svo vel að almenningur veltir því ekki fyrir sér hver sinnir eftirlitinu sem áður var hluti af eftirlitskerfi ríkis­ ins. Andrés Magnússon, fram­ kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að mál fyrirtækisins Brúneggja og stjórnsýsla Matvæla­ stofnunar í málinu sé með slíkum ólíkindum að það sé tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni. „Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrirkomið í lönd­ unum í kringum okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Gott er að nefna dæmi, og það er hvernig bifreiða­ skoðun hérlendis er háttað í dag – og undanfarna tvo áratugi. Áður var illa þokkuð stofnun sem hét Bif­ reiðaeftirlit ríkisins sem sinnti þessu verkefni, en nú berjast þrír eða fjórir aðilar á markaði neytendum til góða, og án nokkurrar gagnrýni á fyrirkomulagið svo heitið getur,“ segir Andrés. „Alveg á sama hátt geta einkaaðilar haft eftirlit með því að framleiðsla á matvælum upp­ fylli þær kröfur sem gerðar eru. Eins og gömul og ný dæmi sanna er því öðruvísi farið hjá ríkisstofnunum,“ segir Andrés og nefnir einnig dæmi sem hefur verið nefnt í samhengi við Brúneggjamálið og það er Vott­ unarstofan Tún sem hefur eftirlit með lífrænni ræktun, og uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til slíks eftirlits samkvæmt Evrópu­ reglum. „Þetta er risamál sem við verðum að gefa gaum,“ segir Andrés en eftir Vill eftirlit úr höndum ríkisins Brúneggjamálið gefur tilefni til að endurskoða eftirlitskerfi ríkisins frá grunni, er mat SVÞ. Flest verkefnin væru betur komin hjá faggiltum einkafyrirtækjum. Slíkt fyrirkomulag hefur þegar sannað sig á Íslandi. því sem næst verður komist eru eftirlitsstofnanir ríkisins sautján talsins og heildarfjárframlög til þeirra eru vel á annan tug milljarða króna á ári. Aðrar fjórar falla undir skilgreininguna eftirlitsstofnun að hluta. Spurður um stöðu neytenda­ mála í landinu í þessu samhengi segir Andrés að núverandi land­ búnaðarráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, hafi svarað því þegar hann í viðtali við Kastljós viður­ kenndi að hann vissi ekki hver ráðherra neytendamála væri. For­ sætisráðherra, Sigurður Ingi Jóns­ son, hafi í öðru viðtali við Kastljós fært þjóðinni heim sanninn um það hvernig þessir hlutir eru litnir af stjórnvöldum. „Hagsmunir neyt­ enda eru ekki tryggðir – öfugt við hans orð,“ segir Andrés og bætir við að stofnun, sem varið er til 1,7 milljörðum króna á ári, sem telji sér ekki skylt út frá langsóttri laga­ túlkun að upplýsa almenning um alvarlegt mál í heilan áratug, séu bestu rökin fyrir því að fara í heild­ stæða endurskoðun á kerfinu. „Verslunin í landinu, sem kaupir vöruna af framleiðendum, er í nákvæmlega sömu stöðu og neyt­ endur, og verður að treysta því að eftirlitskerfið virki. Hún hefur ekki á neinn annan að stóla,“ segir Andrés. svavar@frettabladid.is ✿ eftirlitsstofnanir ríkisins á þriðja tuginn Fjölmiðlanefnd Fiskistofa matvælastofnun Orkustofnun Póst- og fjarskiptastofnun Samkeppniseftirlitið Persónuvernd neytendastofa Samgöngustofa embætti landlæknislyfjastofnun Geislavarnir ríkisins Vinnueftirlit ríkisins Fjármálaeftirlitið Umhverfisstofnun Skipulagsstofnun mannvirkjastofnun talsmaður neytenda einkaleyfastofan Ferðamálastofa Jafnréttisstofa www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 „Sprúðlandi Reykjavíkursaga.“ Egi l l Helgason / Ki ljan „Fyrir ungt fólk er þetta mjög skemmtileg saga … Höfundurinn hefur ótvíræða hæfileika.“ Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan „Hann dregur inn í þetta ótrúlegustu hluti úr samtímamenningu … virkilega skemmtileg …“ Þorgeir Tryggvason / Kiljan ReykJaVík Stefnt er að því að hækka aukastöðugjöld úr 2.500 krónum í 4.000 krónur, eða um 60 prósent. Kolbrún Jónatansdóttir, fram­ kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir markmiðið vera að gjaldið með afslætti verði ekki ódýrara en það kostar að leggja í bílastæði á gjald­ svæði 1, það er á Laugavegi og í mið­ bænum, í heilan dag. „Eins og staðan er, er gjaldið ekki nema 1.400 krónur með afslætti og það er ódýrara að leggja bara allan daginn við Laugaveginn og fá á sig gjald heldur en að borga.“ Kolbrún segir gjaldskrárnar ekki verða hækkaðar fyrr en eftir áramót, að fengnu samþykki borgarstjórnar og innanríkisráðuneytisins. – jhh Rífleg hækkun aukastöðugjalds ViðSkiPti Landsvirkjun og Advania hafa undirritað samning um afhend­ ingu á rafmagni til gagnavers Advania á Fitjum. Samningurinn gerir Ad­ vania kleift að halda áfram að tryggja vöxt gagnaversreksturs fyrirtækisins og hefst afhending samkvæmt samn­ ingi fyrir árslok 2016. Orkan verður afhent úr núverandi aflstöðvakerfi Landsvirkjunar. Lands­ virkjun á og rekur 16 aflstöðvar, þar af 14 vatnsaflsstöðvar, tvær jarðvarma­ stöðvar og tvær vindmyllur. Sem stendur er Landsvirkjun að reisa nýja jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum á Norðausturlandi og einnig standa yfir framkvæmdir við stækkun vatnsafls­ virkjunar við Búrfell á Suðurlandi. Hörður Arnarson, forstjóri Lands­ virkjunar, segir að á Íslandi séu kjöraðstæður fyrir rekstur gagnavera og undanfarin ár hafi Landsvirkjun unnið að því að kynna Ísland sem ákjósanlegan stað fyrir gagnaver. – sg Gagnaveri tryggð orka Fólk Á síðustu þremur árum hefur verkefnið Evrópa unga fólksins, sem er á vegum Evrópusambandsins og er hér á landi undir hatti Ungmennafélags Íslands, styrkt 133 ungmenni um 110 milljónir króna til sjálfboðaliðastarfa í Evrópu. Af þessum 133 ungmennum hafa aðeins um 30 verið íslensk ung­ menni sem farið hafa héðan. „Hinir hafa allir verið að koma til Íslands. Það getur verið forgangsmál hjá okkur að styrkja frekar þá sem vilja fara héðan til sjálfboðaliðastarfs í Evr­ ópu en samkeppni um styrki hér hefur því miður ekki verið til staðar. Vegna þess höfum við getað styrkt fleiri af þeim sem vilja koma. Það komast þó færri hingað en vilja,“ segir Anna R. Möller, forstöðumaður Evrópu unga fólksins, EUF. Sjálfboðaliðastörfin standa yfir í tvo til tólf mánuði og fá styrkþegar greiddar flugferðir, gistingu og uppi­ hald auk dagpeninga. „Íslensku ungmennin hafa farið út um alla Evrópu en sækja helst um að fá að fara til Suður­Evrópu. Mestur áhugi er á að fara til Spánar, Ítalíu og Portúgals,“ greinir Anna frá. Hér á landi hafa sjálfboðaliðar frá Evrópu lagt göngustíga, hreinsað fjör­ ur og starfað fyrir Rauða krossinn svo eitthvað sé nefnt. Í ár hefur verkefnið Evrópa unga fólksins, sem er nú 20 ára, greitt sjálf­ boðaliðum 50 milljónir króna í styrki en alls er styrkféð í ár 180 milljónir. „Auk sjálfboðaliðastarfsins styrkj­ um við til dæmis verkefni tengd ung­ mennaskiptum, þjálfun starfsmanna sem vinna í æskulýðsgeiranum, ráð­ stefnur og námsheimsóknir auk útgáfu handbóka. Allt miðar þetta að því að efla starf með ungu fólki,“ tekur Anna fram. – ibs Lítil samkeppni meðal ungmenna um milljónastyrki Gestur Gestsson og Hörður Arnarson. Mynd/LAndsvirkjun Stór hluti af þessu eftirliti, og þá horfum við einfaldlega til þess hvernig þessu er fyrir- komið í löndunum í kring- um okkur, er í höndum faggiltra fyrirtækja. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ Íslensku ungmenn- in hafa farið út um alla Evrópu en sækja helst um að fá að fara til Suður- Evrópu. Anna R. Möller, forstöðumaður Evrópu unga fólksins, EUF 60% hækkun verður á aukastöðu- gjaldi í Reykjavík á nýju ári. 2 . d e S e m b e R 2 0 1 6 F Ö S t U d a G U R4 F R é t t i R ∙ F R é t t a b l a ð i ð 0 2 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 8 6 -A 9 4 0 1 B 8 6 -A 8 0 4 1 B 8 6 -A 6 C 8 1 B 8 6 -A 5 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.