Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.12.2016, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 02.12.2016, Qupperneq 52
Upphaflega átti þessi bók að koma út árið 2009 en hún lenti í hruninu“ segir Mar-grét Tryggvadóttir um Íslandsbók barnanna sem hún er tilnefnd til bókmennta- verðlauna fyrir. „Ég hafði verið í sam- starfi við Forlagið um að gefa út ferða- bók fyrir krakka og sumarið 2008 fór ég um allt land með fjölskylduna til að taka myndir í hana. Var búin að skrifa töluverðan texta og sumt af honum er í Íslandsbók barnanna. En hrunið kom og Forlagið treysti sér ekki til að prenta bókina í lit svo hún var lögð í salt. Svo fór ég inn á þing og þá kom sér vel fyrir mig, Kópavogs- búann, að vera búin að kynna mér Suðurlandið og Suðurnesin sem varð mitt kjördæmi.“ Þegar Margrét tók upp bókarþráð- inn aftur var hún orðin afhuga þeirri hugmynd að hafa bókina í litlu broti fyrir börn á ferð um landið í bíl. „Það var svo mikill 2007 andi í þeirri hug- mynd, ætlast til að börnin færu um allt Ísland, skoðuðu allt og krossuðu við – rosa keppni. Ég fór að hugsa lág- stemmdari bók með lýsingu á fyrir- bærum, frekar en sérstökum stöðum, þannig að hægt væri að njóta hennar hvar sem væri.“ Hugmynd um að fá teiknaðar myndir í stað ljósmyndanna komu frá Forlaginu að sögn Margrétar. „Við ákváðum að búa til flotta bók svo mér datt í hug að fá Lindu Ólafsdóttur til að vinna með mér, ég hafði séð verk eftir hana, hún er bæði myndlistar- maður og menntaður myndskreytir, lærð í San Francisco og vinnur líka í Bandaríkjunum. Mig langaði að fá einhvern sem hefði ferska sýn á land- ið okkar. Þegar við fórum að vinna saman kom upp sú hugmynd að fara í gegnum heilt ár í myndunum svo við byrjum að vori, förum í gegnum sumarið, haustið og veturinn og svo kemur aftur vor. Þá klippti ég allan texta í sundur og raðaði honum á árstíðirnar og það gerir skemmtilegt flæði í bókinni. Ólíkt langflestum barnabókum er ekki bara sól og sumar allan tímann.“ Margrét segir að Íslendingum þyki vænt um landið sitt og séu líka pínu hræddir um það. „Ef við ætlum í sam- einingu að eiga það áfram þarf okkur öllum að þykja vænt um það eins og það er – og þar er myrkur og rigning og alls konar óveður innifalið. Við verðum að kunna að meta það líka,“ bendir hún á og segir það hina djúpu hugmyndafræði á bak við bókina. „Svo er Ísland líka orðið fjölmenn- ingarsamfélag en ekki eins og það var um 1970 og Linda kemur því að í myndunum sínum. Til dæmis í einni stórri mynd sem sýnir hátíðahöld 17. júní, þar er breidd í mannlífinu því innan um er fólk sem greinilega er ættað annars staðar úr veröldinni.“ Ekki alltaf bara sól og sumar Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fyrrverandi alþingismaður, og Linda Ólafsdóttir myndskreytir eru meðal þeirra höfunda sem tilnefndir eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka. Margrét segir frá. TiLnenfningar Tilkynnt var við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í gær hverjir tilnefndir væru til Íslensku bók- menntaverðlaunanna 2016. Eftirfarandi bækur eru til- nefndar í flokki fræðirita og bóka almenns efnis: Árni Heimir Ingólfsson Saga tónlistarinnar Útgefandi: Forlagið Bergsveinn Birgisson Leitin að svarta víkingnum Útgefandi: Bjartur Guðrún Ingólfsdóttir Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar Útgefandi: Háskólaútgáfan Ragnar Axelsson Andlit norðursins Útgefandi: Crymogea Viðar Hreinsson Jón lærði og náttúrur náttúr- unnar Útgefandi: Lesstofan Dómnefnd skipuðu: Aðalsteinn Ingólfsson, formaður nefndar, Hulda Proppé og Þórunn Sigurðardóttir. Eftirfarandi bækur eru til- nefndar í flokki barna- og ungmennabóka: Hildur Knútsdóttir Vetrarhörkur Útgefandi: JPV útgáfa Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir Doddi : bók sannleikans! Útgefandi: Bókabeitan Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir Íslandsbók barnanna Útgefandi: Iðunn Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson Vargöld: fyrsta bók Útgefandi: Iðunn Ævar Þór Benediktsson Vélmennaárásin Útgefandi: Mál og menning Dómnefnd skipuðu: Árni Árnason, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Sigur- jón Kjartansson. Eftirfarandi bækur eru til- nefndar í flokki fagurbók- mennta: Steinar Bragi Allt fer Útgefandi: Mál og menning Sjón Ég er sofandi hurð (CoDex 1962) Útgefandi: JPV útgáfa Guðrún Eva Mínervudóttir Skegg Raspútíns Útgefandi: Bjartur Auður Ava Ólafsdóttir Ör Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa Sigurður Pálsson Ljóð muna rödd Útgefandi: JPV útgáfa Dómnefnd skipuðu: Knútur Hafsteinsson, formaður nefndar, Helga Ferdinandsdóttir og Jórunn Sigurðardóttir Verðlaunin, ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk, verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. PÓLsTjarnan Stjörnuhiminninn er síbreytilegur og í hverjum mánuði má sjá ný stjörnumerki en önnur hverfa sjónum okkar. Undantekningin á því er Pólstjarnan sem einnig er kölluð Norðurstjarna. Hún er mjög nálæg himinskauti norður- hvels jarðar og því virðist okkur hún alltaf vera á sama stað. Fyrr á tímum notuðu menn hana til að vísa sér veginn. Ef ferðalangar fundu Pólstjörnuna höfðu þeir einnig fundið norðurátt. Margrét og Linda við myndirnar úr Íslandsbók barnanna sem nú eru til sýnis í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. FRÉTTABLAðIð/STEFÁN Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is DETTIFOSSI SÖKKT „Frábærlega skrifuð bók. Satt að segja truflar það svefn hvað hún kemur á óvart …“ össur skarphéðinsson 2 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T U d A G U r36 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 2 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 8 6 -A 9 4 0 1 B 8 6 -A 8 0 4 1 B 8 6 -A 6 C 8 1 B 8 6 -A 5 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.