Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 29. september 1983 VÍKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 KEFLAVÍK: Einbýllshús og raöhús: Viðlagasjóðshús viö Bjarnarvelli í góðu ástandi, með hitaveitu ............................... 1.700.000 Eldra einbýlishús við Hafnargötu, nýstandsett, stór lóð .................................... 1.050.000 Einbýlishús við Háteig, skipti á minni fasteign koma til greina ............................. 1.700.000 Glæsilegt raðhús við Mávabraut, lítið áhvílandi 1.700.000 (búöir. 5 herb. ibúö við Blikabraut í mjög góðu ástandi 1.600.000 4ra herb. íbúð við Austurbraut m/stórum bílskúr 1.600.000 4ra herb. íbúð við Faxabraut, vel með farin ... 1.350.000 4ra herb. rishæð við Hólabraut, nýstandsett .. 850.000 4ra herb. rishæð við Garðaveg ............... 790.000 3ja herb. íbúð við Baldursgötu með bílskúrsrétt. 920.000 3ja herb. efri hæð við Kirkjuveg, nýstandsett, m.a. þak, sér inng........................... 825.000 3ja herb. rishæö við Sunnubraut ............. 800.000 3ja herb. íbúö við Vesturgötu m/sérinngangi .. 750.000 Húseignlr i smifium f Keflavik: Rúmgóðar 3ja herb. íbúðir við Hólmgarð, sem skilaö verður tilbúnum undir tréverk í byrjun árs 1984. Teikn. til sýnis á skrifstofunni .......... 998.000 Raðhús í smíðum við Heiðarholt og Norðurvelli. Húsunum verður skilað fullfrágengnum að utan ásamt standsettri lóð ............. 1.150.000-1.400.000 Fokhelt einbýlishús við Skólaveg ásamt bílskúr. Hitaveita og miöstöð komið í húsið. Stærð með bílskúr 171 m2 .............................. 1.700.000 3ja herb. íbúð við Heiðarból tilbúin undirtréverk, er til afhendingar strax, fast verð............. 850.000 NJARDVÍK: Raöhús við Brekkustíg ásamt stórum bilskúr, lít- ið áhvílandi ................................. 1.550.000 3ja herb. íbúðir við Hjallaveg ............. 850-900.000 Einbýlishús við Njarðvíkurbraut, lítið áhvílandi 1.650.000 SANDGERÐI: Nýtt raðhús við Ásabraut, 3 herb. og eldhús .. 1.450.000 Einbýlishús við Vallargötu, nýstandsett ....... 980.000 Stórt einbýlishús við Norðurgötu (geta verið tvær íbúöir) ................................. 1.750.000 GARÐUR: Nýtt einbýlishús við Sunnubraut, 140 m2, að mestu fullfrágengið .........................2.100.000 Eldra einbýlishús við Garðbraut, losnarfljótlega 1.000.000 Höfum úrval af fasteignum í Gríndavík, Höfnum og Vogum. Suðurgata 43, Keflavfk: Einbýlishús á tveim hæðum ásamt tveim bílskúrum. Vönduö eign. - 2.1 millj. Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Orðsending til húsbyggjenda fra Hitaveitu Suðurnesja Þeir húsbyggjendur, sem vilja fá hús sín tengd hitaveitu í haust og vetur, þurfa að sækja um tengingu sem fyrst, og eigi síðar en 1. október n.k. Hús verða ekki tengd, nema þeim hafi verið lokað á fullnægjandi hátt, gólfplata steypt við inntaksstað og lóð jöfnuð í pípustæðinu. Ef frost er íjörðu, þarf húseigandi að greiða aukakostnað, sem af því leiðir að leggja heimæðar við slíkar aðstæður. HITAVEITA SUDURNESJA Brekkustíg 36, Njarðvík, simi 3200 Suðurnesjamótiö í körfuknattleik: Njarðvíkingar meistarar Sigruöu Keflvíkinga í úrslitum Njarðvíkingar tryggðu sér sigur í Suðurnesjamót- inu í körfuknattleik sl. laug- Steini Bjarna skorar körfu Ljósm.:Víkur-fréttir: Kjartan Már ardag, er þeir sigruðu (BK í úrslitaleik mótsins með 62 stigum gegn 59 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 35:31 fyrir Njarðvík. Leikurinn var jafn og spennandi og vel leikinn, sérstaklega varnarlega séð. Njarðvíkingar komust mest í 10 stiga forskot í fyrri hálf- leik, en þeir voru yfir allan leikinn og sigurinn var nokkuð sanngjarn, þó mun- ur í seinni hálfleik hafi yfir- leitt veriö 4-5 stig og það er ekki mikið í körfubolta. „Þetta er allt að koma hjá okkur, við erum að byggja upp nýtt liö svo að segja, þannig að þetta var ekki svo slæmt þó maður sé aldrei ánægður að tapa," sagöi Sigurður Valgeirsson, hinn kunni liðsstjóri Keflvik— inga. „Keflavík og Njarðvík verða bæöi ítoppbaráttunni ívetur, þaðeralvegvíst, það má gera ráð fyrir jöfnu móti og skemmtilegu," sagði Hilmar Hafsteinsson, fyrr- um þjálfari og liðsstjóri Njarövíkinga. Bestu menn í leiknum á laugardagínn voru Sturla (16), Júlíus (10) og Valur (21) fyrir UMFN og voru þeir jafnframt stigahæstu menn liðsins. Þorsteinn Bjrnason var einna sterk- astur Keflvíkinga þrátt fyrir að hann sé nýbyrjaður að æfa, skoraði 19 stig. Jón Kr. var með 15 stig og átti góða spretti, Björn Víkingur var með 11 stig og Sigurður Ingimundar, bróðir Vals í Njarðvík, skoraði 8 stig. Úrslit leikja í mótinu urðu annars þessi: UMFN-Grindavík . 84:56 Reynir-(BK ....... 40:79 Haukar-Grindavík . 77:52 Reynir-Breiðablik . 45:43 Haukar-ÍBK ...... 70:60 Grindavík-UBK ___ : Reynir-UMFN ... 35:100 ÍBK-UBK ......... 96:57 Haukar-UMFN .... 69:80 Reynir-Grindavík . 52:68 ÍBK-Grindavík .... 78:57 Haukar-UBK ..... 97:45 UMFN-UBK ... UBK gaf Haukar-Reynir___ 93:39 (BK-UMFN ....... 59:62 (slandsmótið í körfu- knattleik hefst síðan um næstu helgi og eiga Keflvík- ingar leik á móti ÍR hér i Keflavík, en Njarðvíkingar heimsækja Hauka í Hafnar- firði. - pket. Suöurnesjameistarar Njarðvikur eftir leikinn á móti ÍBK Grótta-Reynir 32:25 Sandgerðingar töpuðu sínum fyrsta leik í 2. deild Reynismenn léku sinn fyrsta leik í 2. deild hand- boltans sl. föstudag, en sem kunnugt er unnu þeir sig upp og lentu í öðru sæti í 3. deild í fyrra. Léku þeir við Gróttu á Seltjarnamesi og sigraði Grótta með 32 mörkum gegn 25, en staðan í hálfleik var 14:11 fyrir heimamenn. Grótta var með yfirhönd- ina allan leikinn ef undan eru skildarfyrstu mínúturn- ar þegar Reynismenn kom- ust í 2:1. Grótta komst síð- an i 6:2 og hélst sá munur nokkurn veginn út allan leikinn, þetta 2-4 mörk. Daníel Einarsson var markahæstur Reynis- manna með 10 mörk og var einna hressastur þeirra, en auk þess áttu þeir Guð- mundur Árni og Snorri Hreiðars ágæta spretti. ,,Þó svo að við höfum tapað þessum leik þá er það Ijóst að við eigum fullt erindi í 2. Gylfi og Úlfar í 10. sæti Gylfi Kristinsson og Úlf- ar Jónsson, sem skipuðu sveit íslands í undankeppni heimsmeistaramótsins í golfi í Portúgal, lentu í 10. sæti, en alls tóku 12 þjóðir þátt í keppninni. Léku þeir félagar á 326 höggum, Gylfi á 81 -80 en Úlfar á 79-83, og voru 4 höggum betri en Marokkobúar og 6 högg- um betri en Norðmenn, sem deild og við erum ákveðnir í að standa okkur í vetur," sagði Guðmundur Árni, þjálfari og leikmaður Reynis. Næsti leikur Reynis- manna er við Fram í Höll- inni á morgun, en Fram datt niður úr 1. deild í fyrra og er með sterkt lið, en detti Sandgerðingar niður á góðan leik er aldrei að vita hvað skeður. - pket. voru neðstir með 332 högg. Svíar sigruðu á þessu móti, léku á 300 höggum. - pket. Kanínubúskap- ur á Vatns- leysuströnd Heilbrigðisfulltrúi Suður- nesja hefur veitt leyfi fyrir kanínubúskap að Smára- túni, Vatnsleysuströnd, sem Katrin Ágústsdóttir sótti um. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.