Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 29. september 1983 VÍKUR-fréttir m Skrifstofu- starf Starfsmaöur óskast á skrifstofu Gerða- hrepps í 1/2 stöðu frá 1. des. n.k. Starfið er aðallega fólgið í vélritun, skýrslu- gerð, innheimtu opinberra gjalda svo og almenn skrifstofuvinna. Laun skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 9. okt. n.k. Allar nán- ari upplýsingar veitir undirritaður í síma 7108 frá kl. 9-12 virka daga. Sveitarstjóri Geröahrepps *"^ H,6n . ^^^Suðurnesjum Miðar á dansleik Nýja hjónaklúbbsins verða seldir í Stapa mánudaginn 3. októ- ber n.k. frá kl. 19.30-22. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin \ ATVINNA Starfsmann vantar í Landsbanka íslands, Sandgerðisútibú. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veittar á staðnum. LANDSBANKI ÍSLANDS - Sandgeröi Tölvunámskeið Keflvíkingar, Suðurnesjamenn Ný námskeið hefjast í byrjun október, og þá hefjast einnig unglinganámskeið. Innritun í síma 1373 og 91-43335. TÖLVUMENNT Frá Karlakór Keflavíkur Söngstarfið hafið Æfingar mánudags- og fimmtudagskvöld. Þeir sem hafa áhuga á að syngja með kórn- um í vetur, góðfúslega hafi samband við einhvern kórfélaga. Hringferð dávaldsins Frisenette: „Fengum metaðsókn í Félagsbíói" - sagöi Kristinn T. Haraldsson. Allur ágóði rann tíl Þroskahjálpar á Suðurnesjum „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegtferðalag, en hápunkturinn var þó hér í Félagsbíói, en alls hafa verið um 480 manns á þeirri sýningu og ágóðinn, sem var rúmlega 64 þúsund, rann allur til Þroskahjálpar á Suðurnesjum," sagði Kristinn T. Haraldsson um- boðsmaður. ,,Ég laseinmitt um það í blaðinu ykkar að framkvæmdir við byggingu þeirra færi að stranda, svo mér fannst tilvalið að veita Þroskahjálp þetta framlag okkar." Kristinn hefur séð um komu dávaldsins Frisenette til landsins, en þeir fóru saman hringferð um landið og sýndu á alls 20 stöðum, en að sjálfsögðu sá Frise- nette um dáleiðsluna en Kiddi var túlkur hans. Á þessum 20 sýningum mættu alls 3400 manns og besta aðsóknin var hér í Fé- lagsbíói, 480 manns eins og áður segir. Auk dávaldsins kom Magnús Þór Sig- mundsson, hinn góðkunni söngvari, fram á þessum skemmtunum. Frisenette átti 50 ára starfsafmæli þessa daga sem hann sýndi hér, og lýsti því yfir að nú væri hann hættur endanlega, enda orðinn 83 ára gamall, og eins og hann sagði: „it's time to stop now". Kristinn, sem kunnur er úr hljómsveitarbransanum, I § | T k 1 fk 1 I tJ .Einar, ég held vi6 ættum bara a<5 sofa oftar saman . . „Það veröur aö veita ykkur heiðursskjal fyrir svona gott framlag, Kiddi minn," sagði Ellert Eiriksson, formaOur Þroskahjálpar. „Kiddi rótari", eins og hann var þá kallaður, er nú á leiö til Los Angeles þar sem hann ætlar sér að finna ein- hverja góða og fræga skemmtikrafta sem troða munu upp hérá landi innan skamms. „Ég er bara rétt að byrja, vinur," sagði Kiddi að lokum. - pket. Þa6 var ekki blitt á milli bolabítsins og villikattarins. 7 með 12 rétta Knattspyrnufélagið Víðir efndi til getrauna þar sem menn áttu að spá um úrslit leikjahjá Víði ísumar. Náðu 7 þeim frábæra árangri að vera með 12 rétta, en ekki er blaðinu kunnugt um verð- launaupphæðina, sem hver fékk í sinn hlut. - pket. Leysir það vandann? Hér á síðum blaðsins hef- ur verið sagt frá húsnæðis- vanda þeim sem háir nýja sjúkrabílnum, þ.e. Citreon- bílnum sem keyptur var i sumar. Nú hafa gárungarnir bent á lausn mála, en hún er sú að þar sem bíllinn hefur frekar lítið getað sinnt sínu verki heldur verið tvisvar á verkstæði á örfáum vikum, vegna galla í gírkassa, verði hann best hýstur til fram- tíðar á verkstæði Citreon- umboðsins f Reykjavík. Meðan svo er geti for- ráðamenn Keflavíkurdeild- ar RKÍ sleppt áhyggjum yfir húsnæðisleysinu, eða er það ekki? - epj. Tónlistarskóli Njarðvíkur Getum bætt við okkur fólki í kórskólann. Nánari upplýsingar veittar í Tónlistarskól- anum eða í síma 3995 Skólastjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.