Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 29. september 1983 Olsen-gálginn öölast viðurkenningu f miðvikudaginn í sl. viku var sjósetningarbúnaður sá sem Vélsmiðja Ol. Olsen hf. í Njarðvík hefur smíðað, reyndur í Njarðvíkurhöfn í vélbátnum Bergbóri KE 5. Meðal viðstaddra voru al- þingismenn kjördæmisins, fulltrúar Siglingamála- stofnunar, sjóslysanefndar o.fl. aðilar. Fyrst var reyndur búnað- ur utan á bátnum stjórn- borðs megin, en sjósetn- ingin gekk ekki alveg snurðulaust bar sem vír í búnaðinum hafði ekki verið tengdur rétt. Þá var reynd- ur búnaður bakborðs meg- in og gekk það eins og í sögu. Þessu næst var bún- aðurinn reyndur við frysti- hús ísstöðvarinnar hf. í Garði, en þá hafði verið settur á búnaðinn 3 cm þykkur klaki. Að kröfu Siglingamála- stofnunar var búnaðurinn látinn halla 60° i mótstætt borð og átti aö líkja eftir því að skipið væri komið á hlið- ina. Hönnuður gálgans Karl Olsen yngri, tók því næst í handfangið og gekk allt mjög vel og haföi ísinn þar engin áhrif. Hefur vélsmiðjan þegar smíðað slíkan sjósetningar- búnað á 16 báta, en hægter að skjóta búnaöinum út með handföngum bæði við bétinn og inni í stýrishúsi. Þessi búnaður er frábrugð- inn öðrum búnaði, hann er á sérstökum gormi sem skýtur gálganum út, þegar t.d. Sigmunds-gálganum er skotið út með lofti. Þá er þessi smíðaður úr rústfríu stáli en ekki járni eins og hinn búnaðurinn, og getur því ekki ryðgað fastur. Siglingamálastofnun rík- isins hefur viðurkennt þennan búnaö til sjósetn- ingar gúmmíbjörgunarbáta í íslenskum skipum, og í Sýnd næstu kvöld. Aöeins örfáar sýningar. FÉLAGSB/b niðurstööum þeim sem kom út úr prófunum Sigl- ingamálastofnunar segir: „Þann 27. júlí 1983 var skoðaður gálgi til sjósetn- ingar á gúmmíbát eftir að búið var að hafa gálgann í frystihúsi og ausa yfir hann sjó og dálitlu vatni. Hitastig í frystiklefa var + 22°C. Þykkt á ís á gálga 10-35 mm, á sjálfum bátnum (tunnunni) 10-15 mm. Gálginn var hafður á búkka og svaraði halli til 60° á skipi ( mótsett borð við staðsetningu gúmmí- bátsins. Þyngd á gúmmíbát (tunnu) var 140 kg. Lengd á vírum frá fjar- stýringu að losunarbúnaði við gúmmíbát var 4 m og voru 4 vel lagðar 90° beygj- ur á rörinu. Lítiö átak þurfti til að opna losunarbúnað- inn, opnaðist gálginn fljótt og vel og beytti gúmmí- bátnum 4,2 m frá snúnings- ás gálgans. Hæö báts yfir jörð í lóöréttri stöðu 1,7 m. Engin ísing var á gorminum sem lyftirgálganum." - epj. simi IVÖU og hór skellur gúmmibáturinn i sjóinn. Eldur í veiðarfærum í Sand- gerði og bát í Njarðvík Skömmu fyrir kvöldmat á þriöjudaginn í síðustu viku kviknaði eldur í loðnunótog öðrum veiðarfærum við veiðarfærageymslu Mið- ness hf. í Sandgerði. Tals- verður eldur varð af þessu og var um tíma óttast að eldurinn kæmist í þak frysti- geymslu fyrirtækisins, en Slökkviliði Miðneshrepps tókst að koma í veg fyrir það. Tók slökkvistarf skamma stund, en talsverð- urtími fóríaðkælahúshlið- ina. Grunur leikur á að börn hafi kveikt eldinn. Síðar um kvöldið var slökkvilið Brunavarna Suð- urnesja kvatt út að m.b. Bergþóri KE 5, sem var til viðgerðar í Njarðvíkurhöfn. Voru smiðir að dúkleggja frammi í lúkar og til þess að dúkurinn væri liðlegri var notaður oþinn eldur sem af einhverjum ástæðum komst í límið, og þá var ekki að sökum að spyrja, lúkar- inn varö alelda á svip- stundu. Áttu mennirnirtveir fótum fjör að launa með að komast út og sluppu þeir út án meiösla þó hárið sviðn- aði aðeins á öðrum þeirra. Þegar út var komið tóku þeir hárrétt viðbrögð, enda voru hér á ferðinni menn sem eru slökkviliðsmenn að aukastarfi, meðan annar lokaði fyrir allt súrefnis- streymi til lúkarsins, náði hinn í slökkviliðið. En þegar það kom á vettvang hafði eldurinn kafnað af súrefnis- skorti. Varð tjónið því óverulegt. - epj. Næsta blað kemur út 6. október doncano® henson PPp!Sð !DDl\ Þú færð allt til íþróttaiðkana hjá okkur, og íslenskar úlpur á alla fjölskylduna. /f Sími 2006 V " Hringbraut 92 - Keflavík VEISTU? VÍKUR-fréttir koma út vikulega. VÍKUR-fréttum er dreift eftir kl. 13 hvern fimmtudag. Fréttir og auglýsingar berist í síðasta lagi fyrir kl. 16 á þriðjudögum. VÍKUR-fréttum er dreift ókeypis í 3000 eintökum um öll Suðurnes og víðar. Yfir 70 verslanir og stofnanir annast dreif- ingu blaðsins. VÍKUR-fréttir eru sendar vítt og breitt um landið og til nokkurra landa. VÍKUR-fréttir er frjálst og óháð frétta- blað. Ritstjórn, auglýsingamóttaka og af- greiðsla VÍKUR-frétta er að Hafnargötu 32, II. hæð, sími 1717, pósthólf 125, 230 Keflavík.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.