Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 29.09.1983, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 29. september 1983 VÍKUR-fréttir Verkstjóri Óskum eftir að ráða verkstjóra. Upplýs- ingar í síma 7473. Fiskverkun Jóns Eövaldssonar hf. Sandgeröi Verkalýðs- og sjómanna- félag Keflavíkur og nágrennis Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar- atkvæðagreiðslu í Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur og nágrennis, um kjör aðal- og varafulltrúa á 11. þing Verka- mannasambands íslands. Tillögur um 5 fulltrúa og jafn marga til vara, skulu sendar skrifstofu félagsins í síðasta lagi fyrir kl. 19, fimmtudaginn 6. október n.k. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýs- ing a.m.k. 100 fullgildra félaga. Kjörstjórnin Auglýsing frá Styrktarfélagi aldraðra á Suðurnesjum Vetrarstarfið hefst mánudaginn 3. okt. n.k. að Suðurgötu 12-14, Keflavík. Tímabilið 3/10 - 12/12'83 Tímabilið 16/1 -30/4 '84 Sjá nánar Vetrardagskrá 1983-84. Óskað er eftir ungu fólki til starfa. Styrktarfélag aldraðra á Suðurnesjum Hvað með iðnþróunarsjóð fyrir Suðurnes? Þann 19. maí sl. boðaöi atvinnumálanefnd Suöur- nesja til ráöstefnu um möguleika á stofnun iðnþróunarsjóös fyrir Suð- urnes. öllum bæjar- og sveitarfélögum var boðið að senda minnst þrjáfulltrúatil ráðstefnu þessarar. Fjöl- mennt var á ráðstefnunni og í lok hennar var samin áskorun til bæjar- og sveit- arfélaga um að þau hvert í sinu lagi, fyrir 1. okt.,tækju ákvörðun um hvort stefna bæri að sameiginlegum iðnþróunarsjóði fyrir Suð- urnes. Þar sem þessi umþóttunartími er senn á enda er rétt að minna enn á þetta mjög svo mikilvæga mál. Tveir landsfjórðungar, þ.e. Austurland og Suöur- land, hafa nú þegar hver um sig stofnað iðnþróunarsjóð, sem er í eigu sveitarfélag- anna. Eyfirðingar hafa stofnað híutafélag um sjóö eða iönþróunarfélag Eyja- fjarðar, sem þó er með öðru sniði en hinir tveir fyrr- nefndu landsfjórðunga- sjóðir. Við þetta má bæta, að Keflavíkurkaupstaður stofnaði sérstakan iðnþró- unarsjóð 1982, en úthlutun úr sjóðnum hefur ekki átt sér stað, þar sem rétt þótti að kanna afstöðu hinna sveitarfélaganna til sameig- inlegs iðnþróunarsjóðs fyrir Suðurnes. Umræður um iðnþróunarsjóð fyrir Suðurnes hafa alloft áður veriðtil umræðu hjásveitar- félögunum á Suðurnesjum en er enn á ný tekið til um- ræðu þar sem allgóðar lýsingar liggja fyrir og góð reynsla hefur fengist hjá Iðnþróunarsjóði Suður- lands, en sá sjóður hefur starfaö lengst, eða allt frá árinu 1981. Hvers vegna ber að stofnaiðnþróunarsjóðSuð- urnesja? FUNDURISTAPA Lýðræðið og lífskjörin ^m i ¦i-<7m^M^'::^m Baráttan gegn ríkisstjórninni mánudaginn 3. okt. kl. 20.30. - Allir velkomnir. Fyrir því liggja margar at- hyglisverðar ástæður. 1. Suðurnes er eitt at- vinnusvæði og sameigin- legur sjóður fyrir Suöurnes hefur meiri tekjumöguleika en ef sjóðir væru í eigu hvers bæjar- eða sveitarfé- lags fyrir sig. í lögum um með stuðlað að fjölbreytt- ara mannlífi á Suöurnesj- um. 3. Það ferekki á milli mála að til eru margir sjóðir á Reykjavíkursvæðinu, sem lána til fjárfestingar, rekst- urs, birgða, vörukynninga o.s.frv. á íslandi. En hverjir Jón Unndórsson, iðnráðgjafi Suðurnesja Byggöasjóð er heimild fyrir styrkveitingu til landshluta- sjóöa. Þessi heimild hefur ekki verið notuð þar sem aðeins einn landshlutasjóð- ur hefur starfað. Þann 20. maí sl. var stofnaður Iðn- þróunarsjóöur Austurlands og ef Suðurnes bætast við með sjóð er það skoðun mín að möguleikar á styrk- veitingu til landshlutasjóöa muni aukast verulega. 2. Á Suðurnesjum starfa mörg verktakafyrirtæki á varnarliðssvæðinu við Kefla víkurflugvöll, sem eru meðal tekjuhæstu fyrir- tækja á íslandi. Ágóði fyrir- tækja þessa rennur að öllu leyti útafsvæðinu, endaeru þau vel flest í eigu annarra en Suðurnesjamanna sjálfra. Miklar umræður hafa orðið um þessi mál, þar á meðal hvernig verk- takafyrirtækin geti stutt al- menna atvinnuuppbygg- ingu og iðnþróun á Suður- nesjum í staö þess að keppa sífellt um vinnuafl við fyrir- tækin á Suðurnesjum, og á þann hátt hefta eðlilega framþróun svæðisins. Með stofnun Iðnþróunarsjóðs Suðurnesja gefst verktaka- fyrirtækjunum á Keflavíkur- flugvelli og orkuveitum, s.s. Hitaveitu Suðurnesja, kost- ur á að greiða ákveðið hlut- fall af veltu og sýna þar með sinn góða vilja í verki til at- vinnuuppbyggingar og þar ráða þessum lánveitingum og hversu hátt er lánshlut- fallið af lánsþörfinni? Hér erum við e.t.v. komin að kjarna málsins. Suðurnesja- menn ráða ekki lánveitingu úr þessum oþinberu sjóðum og lánshlutfallið er í hæsta lagi um helmingur af lánsþörfinni. Ef stofnaður yrði Iðnþró- unarsjóður Suðurnesja gefst Suðurnesjamönnum sjálfum beinlínis tækifæri að ráða atvinnuuppbygg- ingu Suðurnesja. Lánsveit- ing úr Iðnþróunarsjóöi Suð- urnesja virkaði í reynd sem umsögn um ágæti lánsmál- efnisins og flýtti fyrir um- fjöllun hinna sjóðanna. Lánshlutfallið ykist og þar með rýmkast rekstrarfjár- munir umsækjendanna, sem oft getur ráðið úrslit- um, þarsemþeirsíðurþurfa að afla sér dýrra skamm- tíma viðbótarlána. 4. Er fram líða stundir hef- ur iðnþróunarsjóður á Suð- urnesjum alla möguleika á að eflast og verða umtals- verður sjóður, sem um munar. Þegar því marki er náð stjórna Suðurnesja- menn sjálfir sinni atvinnu- uppbyggingu og iðnþróun. Er ekki kominn tími til að taka hendur úr vösum og taka til ósþilltra málanna? Með kveðju. Jón Unndórsson iðnráðgjafi Suðurnesja Garðyrkjufélag íslands er félag áhugamanna, og áhugamálið er ræktun blóma, runna, trjáa og mat- jurta, svoog uppgræðsla og fegrun landsins. Allirerufé- lagar með græna fingur. Deild úr félaginu er starf- andi í Keflavík og eru félag- aráannaðhundrað. Fundur verður haldinn í deildinni laugardaginn 1. okt. kl. 15 í húsi Verslunarmannafélags Suðurnesja að Hafnargötu 28. Gestur verður Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, og mun hann leiðbeina okkur með hauststörf í garðinum og svara fyrirspurnum fundar- gesta. Hérergulliðtækifærifyrir ræktendur, og ættu sem flestir að nota það. Allir eru velkomnir. Stjórnin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.