Víkurfréttir - 01.03.1984, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 1. mars 1984 7
uinQjnqn) nBensæiB Lunssecl j/ye
Q!ke± suisqqnimioQ næujfe bjb ol e jods n$! eBqs jiuqp
-s/jeyi unjQOQ Bo uossjb>h/\ y uqIjoBis iuu/s nuo>i ilubs$
‘epuiQiielseujnQns Bo euaJl-Jn>i!A IJQllsi.u ipubjoajjAj
Bakarí j
ú
yfirumsjón með skólablað-
inu. „Tilgangur þessara
daga er að hvíla nemendur
á hinu hefðbundna námi og
því ersvonatilbreyting kær-
komin,“ sagði Erlendur.
Nú ætlið þið að gefa út
blað hvern dag?
,,Já, það kemur út blað á
hverjum degi. Við erum
með fréttaritara sem sendir
eru út af örkinni og eru alls
staðar í skólanum þar sem
eitthvað er að gerast. Svo
eru auðvitað Ijósmyndarar
með þeim. Nú, með vinnsl-
una á þessu þá «r það
þannig, aðfréttaritararskila
handritum til prófarkales-
ara, síðan er það vélritað
upp og því næst sett upp
svo það geti verið tilbúið í
prentun kl. 7.30 morguninn
eftir. Öll vinna við blaðið fer
fram hjá okkur nema
prentunin, sem fer fram í
Grágás."
Finnst þér vera góð þátt-
taka meðal nemenda?
,,Um meginhluta þess
starfs, er fram fer hér í skól-
anum sér hinn virki hópur
um, eins og alltaf vill verða.
Þó eru fleiri nemendur virk-
ari nú en oft áður, og er það
vel,“ sagði hinn óformlegi
ritstjóri skólablaðsins, Er-
lendur Þorsteinn Guð-
brandsson.
VÍKUR-FRÉTTIR
- sterkur auglýsingamiðill.
ÞEL-
hárhús
Helgi Eiriksson, kennari, i upptökustúdióinu.
„Þátttaka betri en
við þorðum að vona“
- sagði Helgi Eiríksson, kennari í F.S.
„Þátttaka er mjög góð og
í raun betri en við þorðum
að vona,“sagði Helgi Eiríks-
son, kennari í F.S., í viðtali
við blaðið.
„Það er búið að leggja
alveg feikilega mikiðstarf af
hendi i undirbúning fyrir
þessa daga. Stórir hópar
nemenda hafa unnið myrkr-
anna á milli í síðustu viku og
jafnvel lengur, og þeir hafa
sýnt einstaklega mikinn á-
huga á þessu starfi sem hér
er að fara fram næstu 3
daga.
Hvað varðar tilganginn
með þessum starfsdögum,
þá er hann sá að brjóta upp
heföbundið skólastarf og fá
fólk til að vinna saman að
öðrum verkefnum en það
er vant að gera í skólanum."
Áttu von á því að þetta
heppnist vel?
,,Þetta hefur gengið
ágætlega þennan stutta
tíma sem liðinn er, og ég á
ekki von á öðru en að slíkt
verði áfram,“ sagði Helgi.
ÞEL-
hárhús
Tjarnargötu 7, Keflavik, slmi 3990
Vióerum