Víkurfréttir - 01.06.1984, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 1. júní 1984
VÍKUR-fréttir
Suðurnesjamenn
Slípum
og
lökkum
parket.
Vönduð vinna
Vanir menn.
Upplýsingar í síma 3246 og 2669.
Fóstrur, þroska-
þjálfa eða annað
starfsfólk
óskast á barnaheimilið Tjarnarsel í Kefla-
vík. Um er að ræða 1/2 dags vinnu og afleys-
ingar.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
2670.
Skriflegar umsóknir þurfaað berastfélags-
málafulltrúa, Hafnargötu 32, III. hæð, fyrir
13. júní 1984.
Félagsmálafulltrúi
AUGLÝSING
í Keflavík, Njarðvík og Grindavík
og Gullbringusýslu 1984.
Frá 1. - 15. júní n.k. skulu eftirtaldar bifreiðar með
skrásetningarnúmerö-3751 -Ö-5000færðartil aðal-
skoðunar:
1. Eftirtaldin ökutæki sem skráð eru 1983 eða fyrr:
a. Bifreiðir til annarra nota en fólksflutninga.
b. Bifreiðir, er flytja mega 8 farþega eða fleiri.
c. Leigubifreiðir til mannflutninga.
d. Bifreiðir, sem ætlaðar eru til leigu í atvinnu-
skyni án ökumanns.
e. Kennslubifreiðir.
f. Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir.
g. Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500
kg. að leyfðri heildarþyngd skulu fylgja bifreið-
um til skoðunar.
2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar
eru nýjar og í fyrsta sinn 1981 eða fyrr.
Skoðunin fer fram að Iðavöllum 4, Keflavík milli kl. 8-
12 og 13 - 16 alla virka daga nema laugardaga.
Á sama stað og tíma fer fram aðalskoðun annarra
skráningarskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á auglýsing
þessi einnig við um umráðamenn þeirra.
Við skoöun skuluökumenn bifreiðanna leggjafram
fullgild ökuskírteini. Framvísa skal kvittun fyrir greiðslu
bifreiðagjalda og vottorð fyrir gildri ábyrgðartryggingu.
I skráningarskirteini bifreiðarinnar skal vera áritun
um að aðalljós hennar hafi verið stillt eftir 31. júlí
1983.
Vanræki einhver að færa bifreið sína til skoðunar á
auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð að
lögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til
hennar næst.
24. maí 1984.
LÖGREGLUSTJÓRINN í KEFLAVÍK,
NJARÐVÍK, GRINDAVÍK OG
GULLBRINGUSÝSLU.
Ný fullkomin heilsugæslu-
stöð tekin í notkun
Albert K. Sanders, form. byggingarnefndar heilsugæslu-
stöövarinnar, i ræðustól.
Merkum áfanga var náð í
heilbrigðisþjónustu á Suð-
urnesjum sl. föstudag, þeg-
ar tekin var í notkun ný-
bygging Heilsugæslustöðv-
ar Suðurnesja.
Hús það sem nú er tekið í
notkun er 730 ferm. að
grunnfleti og í því er að-
staða fyrir lækna, hjúkrun-
arforstjóra, hjúkrunarfræð-
inga, Ijósmæður, ungbarna-
eftirlit, mæðraeftirlit, stofa
fyrir augnlækni og aðra sér-
fræðinga, geymsla fyrir lyf
og sjúkragögn og búnings-
klefar starfsfólks. Rými fyrir
þessa starfsemi er 530 m2.
Þeir 200 m2 sem ótaldir eru,
verða nýttirsameiginlegaaf
sjúkrahúsi og heilsugæslu-
stöð, en þar í er talið and-
dyri, móttökuherbergi og
aðstaða fyrir ritara, síma-
vörslu og annað.
Ólafur Ólafsson, land-
læknir, ræöir viö Saiome
Þorkelsdóttur, alþm.
Framkvæmdir við smíði
hússins hófust í júlí 1982,
verktaki við fyrri áfanga var
Húsagerðin hf., Keflavík, og
skilaði hann húsinu fok-
heldu og frágengnu að utan
með gluggum og þaki í árs-
byrjun 1983.
Útboð í lokafrágang
hússins og lóðar fór fram í
apríl 1983 og var tekið til-
boði lægstbjóðanda, Húsa-
ness hf., Keflavík.
Hönnuðir hússins og
verkfræðiþjónusta: Arki-
tektastofan sf.; arkitektar:
örnólfur Hall og Ormar Þór
Guðmundsson; innanhúss-
arkitekt: Gunnar Einars-
son; Fjarhitun hf.; Rafteikn-
ing hf.; Hönnun hf.
Framkvæmdadeild Inn-
kaupastofnunar ríkisins
hefur umsjón með verkinu
af hálfu verkkaupa. Um-
sjónar- og eftirlitsmaður er
Björn Sigurðsson.
Byggingarnefnd var
þannig skipuð:
Albert K. Sanders, bæjar-
stjóri, formaður; Steinþór
Júlíus.son, bæjarstjóri;
Kristján Sigurðsson, yfir-
læknir, yfirlæknar Heilsu-
gæslustöðvar, en þeir hafa
verið Arnbjörn Ólafsson og
Óttar Guðmundsson; Jó-
hanna Brynjólfsdóttir,
hjúkrunarforstjóri. Eyjólfur
Eysteinsson, forstöðumað-
ur Sjúkrahúss og Heilsu-
gæslu, starfaði með nefnd-
inni.
Heilsugæslustöð Suður-
nesja þjónar öllum Suður-
nesjum, auk þess eru
læknamóttökur í Grindavik,
Sandgerði, Garði og Vog-
um.
Læknar á stöðinni eru nú
fjórir, Arnbjörn Ólafsson,
Hreggviður Hermannsson,
Jón A. Jóhannsson og Ótt-
ar Guðmundsson, yfirlækn-
ir. Hjúkrunarforstjóri er Jó-
hanna Brynjólfsdóttir.
epj./pket.
Þetta eru ekki flotaforingjar, heldur ökumenn sjúkrabit-
anna i Keflavík.
Guöjón Klemenzson ræðir viö Hreggvið Hermannsson
lækni og Lilju Jóhannsdóttur.
Grásleppu
veiðar
ganga vel
Grásleppuveiðar hafa
gengið vel á þessu vori í
Vogum og á Vatnsleysu-
strönd. Veiðarnar hófust
þann 18. apríl sl. og hafa
gengið vel. Um tíu aðilar
stunda þessar veiðar í
hreppnum og fara veiðarn-
ar fram með allri strand-
lengjunni frá Vogastapa og
inn að Hraunsnesi við
Hvassahraun. - eg.