Víkurfréttir - 12.07.1984, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 12. júlí 1984 3
Hrafn Sveinbjarnarson II.
- kominn í slipp í Njarðvík
Rækjuveiöiskipið Hrafn
Sveinbjarnarson II. GK 10,
sem lenti á ísjaka út af horni
og sagt var frá í síðasta tbl.,
er nú kominn til viðgerðar
hjá Skipasmíðastöð Njarð-
víkur, en þangað var skipið
dregið af öðru rækjuveiði-
skipi, Hersi frá Hafnarfirði.
Við áreksturinn við ísjak-
ann missti skipið stýrið, auk
skemmda á stýrisvél, stýris-
dampi o.fl. Eráætlaðað við-
gerð Ijúki nú í vikulokin.
( einn sólarhring í síðustu
viku voru samtímis þrjú af 5
skipum frá Þorbirni hf.,
Grindavík, i slipp í Njarðvík.
Auk Hrafns Sveinbjarnar-
sonar II. voru þar skipin
Sigurður Þorleifsson GK
256 og Hrafn Sveinbjarnar-
son GK 255. Stóð slippvera
siðastnefnda skipsins að-
eins í sólarhring eða meðan
botn þess var málaður, en
Sigurður Þorleifsson var til
viðgerðar. - epj.
Þrjú af 5 skipum Þorbjarnar hf. samtimis í slipp hjá Skipa-
smiðastöð Njarðvikur hf. i síðustu viku. F.v.: Hrafn Svein-
bjarnarson II. GK 10, Sigurður Þorleifsson GK 256 og
Hrafn Sveinbjarnarson GK 255.
Læknar gabbaðir
í gegnum síma
Um næst síðustu helgi
var leikinn sá óþægilegi at-
burður að maður nokkur
gabbaði nætur- og helgi-
dagalækna heim til fólks, án
þess að nokkuð væri að.
Voru læknarnir ýmist kall-
aðir í hús þar sem enginn
bjó, eða þar sem fólk kann-
aðist ekki við neitt.
Voru göbb þessi endur-
tekin nokkrum sinnum um
helgina, án þess að það
tækist að rekja símtölin, en
nú hefur verið gengið
þannig frá málum að ef
grunur er um að verið sé að
gabb, verða símtölin rakin
og viðkomandi orsakavald-
ur látinn sæta ábyrgð gerða
sinna. - epj.
Fagnar upplýsingum
símstöðvarstjóra
Vegna svars Björgvins
Lútherssonar simstöðvar-
stjóra til Óttars Guðmunds-
sonar læknis, sem birtist í
síðasta tbl., hafði blaðið
samband við Óttar og gaf
honum kost á að svara full-
yrðingum Björgvins.
Sagðist Óttar vilja þakka
Björgvin þær upplýsingar
sem þarna komu fram og
fagnaði þvi innilega að
breytingar væru í vændum.
Varðandi það að hann væri
ekki símnotandi, sagði
Óttar: ,,Ég er símnotandi,
þó ég sé ekki sjálfur skráð-
ur fyrir síma, þar sem ég
leigi íbúð með afnot af
síma“. - epj.
Eignamiðlun Suðurnesja
Hafnargötu 57 - Keflavik - Sími 1700, 3868
KEFLAVÍK:
Góð 4ra herb. íbúð við Aðalgötu.
1.200.000.
160 ferm. íbúð við Austurgötu ásamt
bílskúr. 1.600.000.
3-4ra herb. íbúð við Miðtún ásamt
bílskúr. 1.350.000.
110 ferm. 4ra herb. íbúð við Háteig,
góðurstaður. 1.650.000.
150 ferm. íbúð við Suðurgötu ásamt
bílskúr. Skipti á ódýrara möguleg.
1.700.000.
Glæsilegt eldra einbýlishús ásamt
bílskúr við Vesturgötu. 1.950.000.
Gott 120 ferm. einbýlishús v/Smára-
tún, ásamt 37 ferm. bílskúr.
2.500.000.
NJARÐVÍK:
117 ferm. nýleg neðri hæð v/Brekku-
stíg. 1.800.000.
88 ferm. 4ra herb. íbúð við Hólagötu,
laus strax, ýmis konar skipti mögu-
leg. 1.200.000.
60 ferm. 2ja herb. nýleg íbúð við
Holtsgötu. 1.080.000.
Gott 147 ferm. raðhús við Hlíðarveg.
2.300.000.
SANDGERÐI:
3ja herb. íbúð viðSuðurgötu, sérinn-
gangur, nýtt eldhús o.fl.
1.000.000.
Góð 4ra herb. íbúð við Túngötu,
ásamt góðum bílskúr. 1.450.000.
GARÐUR:
Gott 134 ferm. einbýlishús ásamt
tvöföldum bílskúr. Laust fljótlega.
Verð aðeins kr. 1.970.000.
Brekkubraut 15, n.h., Keflavík:
90 ferm. 3-4ra herb. íbúð ásamt bíl-
skúr, mikið endurnýjað, m.a. nýtt
eldhús, gluggar og gler. 1.550.000.
HAFNIR:
130 ferm. einbýlishús við Djúpavog
ásamt stórum bílskúr. 1.850.000.
122 ferm. fokhelt einbýli við Djúpa-
vog. 650.000.
Kirkjuvegur 46, Keflavík:
Gott 95 ferm. einbýli, mikið endur-
byggt. 1.600.000.
Kirkjuvegur 47, Keflavík:
4ra herb. einbýli ásamt bflskúr. Laust
strax. 1.300.000.
Tii sölu verslunin Póseidon i Kefla-
vik, ásamt húsnæði.
Uppl. á skrifstofunni, ekki í sima.
Eignamiölun
Suðurnesja
Fasteignaviösklpti:
Hannes Arnar Ragnarsson
Sölustjóri:
Sigurður Vignir Ragnarsson
Hafnargötu 62 - Keflavík - Sími 1777
NEÐRI HÆÐ:
Frábær matur framreiddur allan daginn
frá kl. 09:00 - 03:00 e.m. föstudag og laugardag
Á sunnudag frá kl. 09:00 - 23.:30.
MUNIÐ HINN FRÁBÆRA SALATBAR.
Efri hæð:
FÖSTUDAGUR: Lokaö vegna einkasamkvæmis.
Laugardagur: Róleg stemmning hefst kl. 18.
Komið og bragðiðá miðinum úr 1/2 lítra könnunum
- hann er góður frá Sanitas.
Sunnudagur: Við endurtökum stemmninguna
frá kvöldinu áður.
Við óskum landsmótsgestum góðrar og
slysalausrar helgi. - Verið velkomin.
- GLÓÐIN -