Víkurfréttir - 12.07.1984, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 12. júlí 1984
VÍKUR-fréttir
Islandsmótið - I. deild: Keflavík - Valur 1:0
Keflvíkingar enn ósigrandi á heimavelli
Það er óhætt að segja að
það hefi verið sett upp sól-
gleraugu á sunnudaginn
síðasta, þegar (BK lék gegn
Val á grasflaginu okkar
hérna i Keflavík. Var þaö
skemmtileg tilbreyting frá
öllu regnhlífafarganinusem
einkennt hefur leikina und-
anfarið.
Annars hafði þessi leikur
öll einkenni undanfarinna
leikja. I fyrri hálfleik átti
Valur ekkert tækifæri og
Keflvíkingar fremur fá.
Leikurinn rann fremur
átakalítið í gegn fram að
hálfleik. ( síðari hálfleik var
svo öllu meira fjör, því þá
kom mark. Keflvíkingarsem
léku hálfgert ,,átta-tveir“
skipulag, hreinsuðu frá
marki, boltinn barst út á
miðju til Ragnars Margeirs-
sonar sem sneri á nokkra
Valsmenn og gaf síðan upp
til hægri til Helga Bentsson-
ar, sem brunaði uppvöllinn
og sendi knöttinn í mark
Vals án þess að markvörður
þeirra, Stefán Arnarson,
kæmi nokkrum vörnum við.
Var þetta hið glæsilegasta
mark og mjög vel að því
staðið hjá þeim félögum
sem voru manna bestir á
vellinum.
Það voru fleiri tækifæri í
leiknum, t.a.m. átti Ragnar
gott skot sem Stefán varði
með miklum tilþrifum.
Einnig fór hrúga af skotum
framhjá markinu eins og
venjulega. Valsmenn áttu
aður, brunaði upp völlinn,
átti Stefán einan eftir en
bókstaflega lét boltann í
lúkurnar á honum í stað
þess að skjóta í tómt mark-
ið. Stuttu síðar var leikur-
inn flautaðuraf og enn einn
,,eitt-núll“ leikurinn stað-
reynd.
Þó svo að Keflavíkurliðið
leiki hvorki fallegustu né
skemmtilegustu knatt-
spyrnuna, þá verður þessi
sigur að teljast sanngjarn,
sérstaklega ef talin eru þau
marktækifæri sem liðin
fengu. Það væri þó ekki
mikill vandi að skapa fleiri
hættuleg færi ef tengilið-
irnir fylgdu betur eftir í
sókninni í stað þessað sitja
alltaf eftir hjá vörninni.
Finnst undirrituðum kom-
Raflagnavinnustofa
Sigurðar Ingvarssonar
Garöi - Sími 7103, 7143
Alhliða raflagnir.
SIEMENS HEIMILSTÆKI í úrvali,
s.s. þvottavélar, tauþurrkarar, rakatæki,
og allt í eldhúsið.
Suðurnesjamenn
Leitið ekki langt
yfir skammt
þegar þið eigið
leið til
Reykjavíkur.
KÁPUSALAN, Borgar-
túni 22, býður fjölbreytt
úrval af kvenkápum,
jökkum og frökkum á
sérlega hagstæðu verði.
Komið og Iítið inn, því
sjón er sögu ríkari.
Sendum í póstkröfu.
Opið mánudaga til föstu-
daga kl. 9-18
KÁPUSALAN
Borgartúni 22 - Reykjavík - Simi 23509
Rúnar ,,Bangsi" er hér i dauðafæri, en ekki vildi knötturinn inn.
DANSLEIKIR
SEM HITTA
í MARK.. . !
Hljómsveitin
FJÖRORKA
leikur fyrir dansi
föstudags- og
laugardagskvöld
frá kl. 23-03
í Samkomuhús-
inu í Garðinum.
MÆTUM ÖLL í STUÐIÐ!
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ
VÍÐIR
aðeins tvö marktækifæri í
leiknum, í fyrra skiptið var
skotið utan af velli, en Þor-
steinn náði að verja með
glæsibrag. I seinna skiptið
barst boltinn fyrir markið
eftir horn og skalli eins
Valsara fór í þverslána. Þeg-
ar nokkuð var komið fram
yfir venjulegan leiktíma fór
að bera mikið á stressi í
báðum liðum. Valsarar
reyndu hvað þeir gátu til að
jafna, en komust lítt áleiðis
gegn vörn Keflvíkinga, sem
skipuð var 8-10 mönnum. Á
síðustu mínútunni fékk
Ingvar Guðmundsson svo
besta færi leiksins. Vals-
menn höfðu gleymt sér við
að reyna að jafna og Ingvar
fékk knöttinn einn og óvald-
inn skuggalega mikill ,,kick
and run" stíll á liðið. Þetta
hlýtur að vera hægt að laga,
því með því að skora alltaf
eitt mark, gefa leikmenn
áhorfendum, sem nú fjöl-
menna á leikina, lítið.
Annars voru bestu menn í
þessum leik eins og áður
segir Helgi Bents og
Raggi, ásamt Einari Ásbirni
og Valþóri Sigþórssyni.
I hálfleik fór fram bráða-
banakeppni milli gamalla
kempa úr ÍBK og Val. Okkar
kempur, þeir Jón Ólafur
Jónsson og Rúnar Júlíus-
son, sigruðu að sjálfsögðu,
2:1. Maður keppninnar var
þó Sævar Júlíusson, vara-
markmaður (BK, sem varði
oft glæsilega. - gæi.
Reynir - Fylkir 2:1
Sætur sigur Sandgeröinga
Sandgerðingar unnu
mjög mikilvægan sigur yfir
Fylkismönnum sl. föstu-
dagskvöld.
Leikurinn einkenndist af
mikilli baráttu beggja liða.
Fylkir náði forystu eftir
aðeins 5 min. Tekið var
horn og myndaðist mikil
þvaga sem Sighvatur
Bjarnason skoraði úr. Á 9.
mín. jöfnuðu Reynismenn,
Jón Sveinsson náði boltan-
um á sínum eigin vallar-
helming, óð upp völlinn og
skaut. Markmaðurinn hélt
ekki boltanum og Jón fylgdi
vel á eftir og náði að skora. I
seinni hálfleik náðu Sand-
gerðingar forystu með
góðu marki frá Ómari
Björns, sem þeir héldu út
leikinn, þrátt fyrir þunga
sókn Fylkismanna.
Skömmu áður höfðu
Fylkismenn brennt af víti
þegar staðan var 1:1.
Bestur af góðum leik-
mönnum Reynis var Ævar
Finnsson. - htb.