Víkurfréttir - 12.07.1984, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 12. júlí 1984
VÍKUR-fréttir
Frá Hvalsnesi
Kirkja sú sem sést á meðfylgjandi mynd er með þeim eldri og fallegri hér á Suðurnesjum.
Er þetta kirkjan á Hvalsnesi og er fyrir ibúa Miðneshrepps. Á kirkjan stutt í aldarafmæli.
Gólfslípun - Steypuvinna
Tökum aö okkur aö leggja steypu og gólf-
slípun. Önnumst alla undirbúningsvinnu.
- Föst tilboð -
GÓLFSLÍPUN SF., sími 3708 og 1945
Einar Torfi
Lokað vegna
sumarleyfa
Lögfræöiskrifstofa mín veröur lokuð vegna
sumarleyfa, frá 13. júlí til 8. ágúst n.k.
JÓN G. BRIEM hdl.
Hafnargötu 37a - Keflavík
MATARGATIÐ
NÝR SKYNDIBITASTAÐUR
í YTRI-NJARÐVÍK.
Matargatiö
Mælingastofa
Iðnsveinafélags
Suðurnesja
verður lokuð vegna sumarleyfa frá og meö
16. júlí til 23. ágúst n.k.
Bílaleigan Reykjanes
VIÐ BJÓÐUM NÝJA OG SPARNEYTNA
FÓLKSBÍLA OG STADIONBÍLA
BÍLALEIGAN REYKJANES_____
VATNSNESVEGI 29 A — KEFLAVÍK
© (92) 4888 - 1081 HEIMA 1767 - 2377
epj.
Grasvöllurinn
málaður
grænn?
Eins og fram hefur kom-
ið hér í blaðinu hafa staðið
yfir miklar fegrunaraðgerð-
ir í Keflavík og Njarðvík
vegna Landsmóts UMFÍ. Þó
ereinn staðursem man sinn
fífil fegurri og mörgum
finnst að verði að laga, og
það er grasvöllurinn í
Keflavík, en á honum mun
úrslitaleikur knattspyrnu-
keppni landsmótsins fara
fram.
Datt mönnum þá í hug
það snjallræði að mála bara
völlinn grænan, þannig að
hann geti skartað fögrum
grænum lit í úrslitakeppn-
inni.
Slíkt mun þó meira hafa
verið sagt í gamni en al-
vöru - en hver veit? - gæi.
Gunnar verður
alþjóðlegur
dómari
Gunnar Valgeirsson mun
halda erlendis innan
skamms þar sem hann mun
sækja dómaranámskeið á
vegum alþjóða Körfuknatt-
leikssambandsins (FIBA).
Gunnar hefur þegar sótt
fyrri hluta þessa námskeiðs
en eftir þann síðari verður
hann orðinn alþjóðlegur
dómari í íþróttinni og jafn-
framt sá fyrsti sem Keflvík-
ingar eignast.
Þess má einnig geta að
bæjarstjórn Keflavíkur
veitir Gunnari fjárstyrk til
ferðarinnar, 5000 krónur.
pket.
Auglýsið
í Víkur-fréttum.
Síminn er
1717
Landsmótið
kvikmyndað
- og útvarpsþáttur
hvert kvöld
Gerð verður 30 mín.
kvikmynd af Landsmóti
UMFÍ og munu bæjarfé-
lögin Keflavík og Njarð-
vík ásamt Landsmóts-
nefnd kosta þá fram-
kvæmd sem mun verða
rúm '/2 milljón. Fyrirtækið
Lifandi myndir mun sjá
um kvikmyndun mótsins.
Klukkustundar langur
þáttur verður í útvarpinu
öll kvöld á meðan lands-
mótið stendur yfir, á Rás 1
í umsjón Ragnars Arnar
Péturssonar íþróttafrétta-
manns. Verður þar greint
frá helstu úrslitum og
viðtöl við keppendur.
pket.
Næsta blað
kemur út
19. júlí
OLSENBÚNAÐURINN
Framh. af baksíðu
ekki fyrir neinum vonbrigð-
um með þann búnað, því
hann hélt ætlunarverki sínu
þrátt fyrir brotinn gorm, en
auðvitað væri best að slíkt
ætti sér ekki stað. Þá hefur
mér verið tjáð að þeir hjá
Rannsóknarstofnun bygg-
ingariðnaðarins telji engan
vafa á að hægt sé að finna
gorm sem uppfylli öll sett
skilyrði. Þau tilfelli sem upp
hafa komið varðandi Sig-
mundsbúnaðinn eru mun
neikvæðari, enda er búnað-
urinn óvirkur þar sem gall-
arnir hafa fundist.
Þá er mér þaðengin laun-
ung, að frá því að þetta kom
fyrst upp í Eyjum, hafi menn
staðið að miklum umbót-
um varðandi staðsetningu
björgunarbáta á skipum en
áður var. Hafa því orðið já-
kvæðar niðurstöður vegna
þess, þó ég hefði kosið að
betri friður hefði fengist til
að vinna að málum
varðandi umræddan
búnað. Þvi svona skrif hafa
aðeins illtverraíförmeðsér
og því miður er hætta á að
menn fái meiri vantrúnað
heldur en trúnað á þau
öryggistæki sem hér er um
að ræða“, sagði Páll Guð-
mundsson að lokum. - epj.
Landsmót UMFÍ
Framh. af 1. síðu
sunnudag á íþróttavell-
inum í Keflavík og hefst
kl. 14. Dansleikir verða
öll kvöld í Stapa með
hljómsveitinni Miðlun-
um úr Keflavík.
Mótssetning ferfram á
föstudagskvöld 13. júlí
kl. 20. Skrúðganga allra
keppenda hefst á íþrótta
vellinum í Njarðvík kl.
19.30. Þaðan verður
gengið sem leið liggur
að (þróttavellinum í
Keflavík, þar sem at-
höfnin fer fram. Vigdís
Finnbogadóttir, forseti
íslands, verður viðstödd
setningarathöfnina.
Heiðursgestur mótsins
verður Þorsteinn Einars-
son, fyrrverandi íþrótta-
fulltrúi ríkisins.
Þar sem von er á mikl-
um mannfjölda munu all
flestar verslanir í Kefla-
vík og Njarðvík verða
opnar landsmótsdag-
ana. Má eiga von á fyrstu
gestunum í kvöld og
síðan má búast við
straumi af fólki til að
fylgjast með mótinu
strax á morgun.
Mót þetta verður
stærsta sinnar tegundar
sem haldið verðuráSuð-
urnesjum á þessari öld
og augu og eyru iþúa á
svæðinu og annars
staðar munu einblína
hér suður með sjó - þar
sem „Olympíuleikar ís-
lands" fara fram næstu
fjóra daga. - pket.
HEITT VATN . . .
Framh. af 1. síðu
stofnun og komu menn frá
henni á föstudagsmorgun
hingað suður til að taka
prufu, en óhætt er að full-
yrða að þetta kom mjög flatt
upp á menn hjá þeirri stofn-
un eins og fleiri. Tóku þeir
sýni til að efnagreina og
með því móti á að reyna að
átta sig á uppruna vatnsins.
Hola þessi er með þeim
elstu kaldavatnsborholum í
landi Keflavíkurbæjar.
Hefur hún verið í notkun
síðan á árunum 1943-45 og
aldrei fyrr borið á hita í
henni. Hefur verið fylgst
með vatninu reglulega
þennan tíma, bæði teknar
prufur og vatnssýni reglu-
lega og ávallt allt verið eðli-
legt þar til nú. Er holan stað-
sett rétt ofan við gatnamót
Tjarnargötu og Langholts,
eða neðan við vatnstank-
inn.
Þá vekur það furðu að við
athugun á öðrum borholum
í nágrenni við þessa bor-
holu, fannst ekkert óeðli-
legt, þannig að hér virðist
vera á ferðinni einhver
óvænt heitavatnstunga.
Vonast menn til að niður-
stöður úr könnun Orku-
stofnunar liggi fyrir nú í
vikulok.
Að sögn sérfræðinga er
ekki vitað til þess að neins
staðar hafi áður fundist
skyndilega heitt vatn, þar
sem kalt vatn á að vera til
staðar, þ.e. þar sem slíkt
hefur verið rannsakað. Þó
er vitað um tvö nýleg dæmi
héðan að sunnan, en nú
fyrir skemmstu var verið að
bora út við Helguvík og þar
fannst mönnum hitastigiðá
grunnvatninu vera óeðli-
lega hátt. Eins hefur frést af
því að einhvern tíma hafi
verið unnið að uppgreftri
fyrir húsgrunn úti í Garði og
þar hafi óvænt komið upp
heitt vatn og því var brugð-
ið á það ráð að hætta greftri.
epj.