Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.12.1984, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 20.12.1984, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 20. desember 1984 11 Nýbyggingin að Tjarnargötu 2: Ný teikning komin - en eigendur Hafnargötu 28 hafna henni. - Byggingaleyfi ekki gefið út að sinni I kjölfar úrskuröarfélags- i byggingaleyfi skyldi fellt málaráöherra þess efnis að I niður fyrir húsinu Tjarnar- „Er hóflega bjartsýnn“ - segir Hólmbert Friðjónsson, nýráðinn þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu Hólmbert Friöjónsson hefur verið ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs (BK fyrir næsta keppnistímabil. Hólmbert skrifaði undir samning við liðið sl. föstu- dag. Síðustu ár hefur Hólm- bert þjálfað lið KR og Fram með mjög góðum árangri, en hann þjálfaði einnig liö IBK fyrr á árum og aerði þá meðal annars að íslands- meisturum árið 1969, eftir að liðið kom upp úr 2. deild. ,,Ég er hóflega bjartsýnn" sagði Hólmbert. „Meira get ég ekki sagt að svo stöddu". götu 2 í Keflavík fyrr i haust, hafa verið tíðir fundir um skipulagsmál miðbæjar í Keflavik, eins og raunar kemur fram annars staðar í blaðinu. Eru menn ekki á eitt sáttir um næsta skref í málum, en þó þetta hangi allt saman á sömu spýtunni er þó reynt að flýta málum og aðgreina þá deiliskipu- lagið frá nýbyggingamál- um. Hefur nú verið lögð fram ný og breytt teikning að húsinu Tjarnargötu 2 og liggur breytingin í því að önnur og þriðja hæð eru að hluta inndregnar um 2 metra á hlið þeirri sem snýr að Tjarnargötu, á súlubili því er næst er Hafnargötu 28. Var teikningin til um- fjöllunar á fundi bygginga- nefndar Keflavikur 5. des. sl. og þá lá fyrir álit húseig- enda að Hafnargötu 28, en það er svohljóðandi: Magnús Gíslason hafnar breytingartillögu þessari sem og allri byggingunni, eigendur neðri hæðarinnar, þ.e. Hljómvals, sögðust ekki sjá neina lausn í þessari tillögu fólgna. Um málið var því í fram- haldi af þessu bókað á um- ræddum fundi eftirfarandi: „Miðað við það sem á undan er gengið í máli þessu telur nefndin að hús- eigendum að Hafnarg. 28 hafi verið gefinn nægjan- legur kostur á að tjá sig, enda er hér gerð lítil breyt- ing á byggingunni. Með til- vísan til ákvæða 3.4.4. í byggingareglugerð sér nefndin enga agnúa á er- indinu utan það er varðar þakskegg Hafnargötu 28 og niðurfall regnvatns frá svöl- um þess húss. Þá leggur nefndin til að bæjarstjórn eða bæjarráð hafi á ný frumkvæði að beinum viðræðum húseig- enda þar og byggjanda, með því að bjóða þeim til viðræðna og leggja fram sáttatillögu. Beðið verði með samþykkt bygginga- leyfis þar til reynt hefur verið að ná sáttum þessa leið“. - epj. Fékk flugvélar- flak í vörpuna Er m.b. Jón Gunnlaugs GK 444 frá Sandgerði var á trollveiðum 10-15 sm. vest- ur af Stafnesi í síðustu viku, fékk skipið flak úr flugvélar- skrokki i vörpuna. Kom skipið með flakið inn til Sandgerðis sl. laugardags- morgun. Ekki liggur Ijóst fyrir úr hvaða flugvél flakið er og er málið nú í rannsókn. - epj. pket. Hólmbert Friðjónsson ásamt formanni knattspyrnuráðs ÍBK, Kristjáni Inga Helgasyni. Mikið hefur verið um sölu á fiskiskipum frá Suðurnesjum, en fá keypt hingað i staðinn. Á myndinni sést eitt þessara fáu skipa sem er um þessar mundir að bætast ifiskiskipa- flota Sandgerðinga. Ber það naíniö Barðinn GK 475 og er 130 tonna stálskip, aldarfjórðungs gamalt. - epj. JOLAGJAFAURVAL SJÓNVÖRP, 16 - 20 - 22 tommu VERÐ FRÁ KR. 29.940.- NÁTTBORÐSKLUKKUR með útvarpi VERÐ FRÁ KR. 2.920.- MYNDBÖND Verð fra kr. 39.900 - með eða án fjarstýringu. . . . og svo auðvitað allar nýjustu hljómplöturnar og kassetturnar. - SÍGILDAR JÓLAGJAFIR - HLJÓMVAL Hafnargötu 28 - Keflavík - Sími 3933 Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að liða. ÚTVARPS- OG KASSETTUTÆKI

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.