Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.10.1985, Side 1

Víkurfréttir - 17.10.1985, Side 1
FÖLSUN ARMÁL HJÁ FLUGTURNINUM HEIMIR KE SELDUR BURT ----JB------T?,-- Á vegum rannsóknarlög- reglunnar á Keflavíkurflug- velli er nú unnið að rann- sókn á fölsunarmáli sem upp er komið milli Flug- málastjórnar og Kaupfé- lags Suðurnesja. Voru vörur teknar út í Samkaup- um og skrifaðar á reikning Flugmálastjórnar. Að sögn Þorgeirs Þor- steinssonar lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli var við- komandi úttekt kvittuð með nafni eins starfsmanns en hann hefur algjörlega neitað að eiga þar hlut að máli. Komst málið upp í sumar er Flugmálastjórn barst reikningur fyrir út- tekt á ýmsum ferðavörum, s.s. útigrilli o.fl. að fjárhæð um 6 þúsund krónur. Sagði Þorgeir rannsókn- ina enn vera á byrjunarstigi hjá embættinu, en frum- rannsókn hefði farið fram hjá rannsóknarlögreglunni í Keflavík. I DV fyrir skemmstu var greint frá því að ekki væri útilokað að starfsbróðir þess aðila sem á nafn það Haustvertíð hafín. Ljósm.: pket. J Grindavík::~ ■ ...... Séra Örn Bárður Jóns- son kosinn prestur sem notað var við úttekt þessa, hafi falsað undir- skriftina í þeim tilgangi að koma samstarfsbróður sín- um í klípu. Ekki vildi Þor- geir kannast við að neitt slíkt hefði komið fram. Starfsmenn Flugmála- stjórnar taka reglulega út vörur í Samkaupum, s.s. kaffi og ýmsar smávörur fyrir kaffistofu flugturns- ins. Sá sem tók út umræddar ferðavörur hefur vitað að stofnunin er í viðskiptareikning á staðnum og því ekki talið útilokað að um núverandi eða fyrrverandi starfsmann gæti verið að ræða. - epj. Alls bárust 8 tilboð í m.s. Heimi KE 77, sem skiptaráðand- Inn í Keflavik auglýsti til sölu. Voru tilboðin frá heimamönn- um og viða utan af landsbyggðinni, og fór svo aö tilboði Rækjuverksmiðjunnar í Hnifsdal var tekiö. - epj. Síldarsöltun í Sandgerði: Ovanalega stór og falleg síld Hér áður fyrr var síldar- söltun einn af föstu þáttun- um hér suð-vestanlands á hverju hausti. Nú í seinni tíð er þetta frekar viðburð- ur en hitt. Af þessu tilefni brá blaðamaður Víkur- frétta sér út í Sandgerði sl. föstudag. Þann dag kom Arney KE 50 með um 30 tonn af óvanalega góðri og stórri síld. Að sögn Oskars Þór- hallssonar skipstjóra, var þessi síld veidd í ísafjarðar- djúpi. Var síldin söltuð strax um kvöldið hjá Fisk- verkun Arneyjar í Sand- gerði. - epj. _ r TRE-X með nýja þjónustu Trésmiðja Þorvaldar Ól- afssonar hf. í Keflvík, TRÉ- X, býður nú viðskiptavin- um á Suðurnesjum og stór- Reykjavíkursvæðinu nýja þjónustu - hurðaskipti. „I harðri samkeppni verður að koma með nýjungar af og til, og það er eiginlega tvennt sem kallar til núna. I fyrsta lagi hefur húsbyggingum fækkað og í öðru lagi er mikið af eldra húsnæði sem þarf orðið endurnýjunar við að ein- hverju leyti. Með þessari nýju þjónustu okkarviljum við koma til móts við eig- endur eldri íbúða og húsa, sem t.d. hafa viljað skipta um hurðir en ekki lagt út í það vegna tilstandsins. Nú þarf ekki að hræðast það, við munum sjá um allt sam- an. Við tökum mál af hurð- unum, komum með sýnis- horn og göngum frá samn- ingi á föstu verði. Tökum gömlu hurðirnar burt og setjum þær nýju upp“, sagði Þorvaldur Ólafsson í TRÉ-X. Er hér um merkt framtak að ræða hjá trésmiðjunni, sem er stærsta og fullkomn- asta innihurðaverksmiðja á landinu, - og jafnframt kjörið tækifæri fyrir eigend- ur gamalla húsa sem dreymt hafa um „andlits- lyftingu“ á íbúðinni. pket. Sr. Örn Bárður Jónsson hefur verið rétt kjörinn sóknarprestur í Grinda- víkur- og Kirkjuvogs- prestakalli. Hlaut hann 561 atkvæði. Önundur Björnsson hlaut 295 atkvæði og Baldur Rafn Jónsson hlaut 182 atkvæði. Á kjörskrá voru 1411, en atkvæði greiddu 1039. Var kosning- in því lögmæt. - epj. Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar hf., TRÉ-X, í Keflavík

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.