Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.10.1985, Page 13

Víkurfréttir - 17.10.1985, Page 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. október 1985 13 .=— ......Minning: ----- Eyjólfur Ben Sigurðsson Minn besti vinur og félagi allt frá barnæsku, Eyjólfur Ben Sigurðs- son, er látinn. Þegar svo ungur og efnilegur drengur er skyndilega kvaddur burt setur mann hljóðan. Mín fyrstu við- brögð eru, hvers vegna, hvers vegna er svo góð- ur drengur í blóma lífs- ins tekinn burt frá okkur? Við spurningu sem þessari fæst ekkert svar. En einhvern tíma var sagt og ritað að þeir sem Guðirnir elska deyja ungir. Eyjólfur heitinn var sonur hjónanna Sigurð- ar Ben Þorbjörnssonar og Maju Sigurgeirs- dóttur. Hann átti eina systur, Astu Ben. Eyjólfur var fæddur 15. september 1964 og upp- alinn í Keflavík. Hann útskrifaðist frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja nú í vor á iðnaðarbraut blikksmíða, lærði blikk- smíði hjá Islenskum Að- alverktökum og hugðist taka sveinspróf í iðninni í þessum mánuði. En kallið gerir ekki boð á undan sér og Eyjólfur heitinn Ben lést af slysförum 5. þessa mápaðar. Eg man fyrst eftir Eyja er við slógumst við grindverkið sem skildi að lóðamörk foreldra- húsa okkar, ég þá 4 ára og Eyjólfur ári eldri. Upp frá því hófst vin- skapur okkar. Eyjólfur var einstak- lega greiðvikinn og jafn- framt góður drengur. Ætíð gat ég leitað til hans er eitthvað á bját- aði. Hann sá alltaf björtu hliðar lífsins og þá sérstaklega þær skoplegu. Mér þótti hvað skemmtilegast að sjá og heyra Eyja hlæja, en þær stundir voru margar. Gleðin skein úr andliti hans og hann kom mér ávallt í gott skap. Framtíðin blasti við þessum lífsglaða dreng. Eyjólfur var reglu- samur mjög, áreiðan- legur í verki og orði. Var hann þekktur meðal björgunarsveitarmanna jafnt sem annarra fyrir varkárni í starfi. Eg bar mikið traust til hans á ferðalögum og öðrum samverustundum, hann var skemmtilegur og jafnframt ógleymanleg- ur ferðafélagi og alltaf hægt að treysta á Eyja. Hann starfaði af lífi og sál í Björgunarsveit- inni Stakki í Keflavík ásamt föður sínum og vinum. Tók þátt í björg- unaraðgerðum, fjáröfl- unarstarfi og öllum mál- efnum innan sveitarinn ar. Engan óraði fyrir því að félagar hans og vinir ættu eftir að ganga fjör- ur í leit að einum virk- asta félaga sveitarinnar, Eyjólfi Ben. Er ég kveð nú besta vin minn og félaga vil ég þakka honum þær ó- gleymanlegu stundir er við áttum saman. Eftir- sjáin eftir svo dugleg- um og hjartagóðum dreng sem ég kynntist fyrir 16 árum, er mikil. Astvinum hans öllum, en þeir eru æri margir, votta ég dýpstu samúð mína um leið og ég bið Drottin Guð að styðja foreldra hans og systur. Minningin um ein- staklega góðan dreng mun lifa í hjörtum okk- ar allra sem þekktu hann. Blessuð sé minning hans. Birgir Þórarinsson t Kveðja frá Hrafni Sveinbjörnssyni Eg stend á vegamótum, og stari út í bláinn stefnulaus og ráfandi, hugarfóstur mín. Mér finnst ég vera orðlaus, þú Eyjólfur ert dáinn, já, allir sem að kynntust þér, munu sakna þín. Þú varst svo góður félagi, lipur bæði og laginn lékst við hvern þinn fingur og skapið alltaf hlýtt. A stöðum þar við mættumst, þú komst með birtu í bæinn, með brosi gastu frostið úr hjörtum manna þítt. Ég þakka fyrir samfylgd, í lífsins starfi og strit, við stóðum jafnan saman ef hjálpar gerðist þörf. Til kærleiksverka skeði ekki að krafta þína þryti og í þjálfun varstu síðast fyrir slysavarnastörf. VÍKUR-fréttir - vikulega 20 ára afmælis- hátíð Hesta- mannafélagsins Mána verður haldin í Festi, Grindavík, þann 8. nóvember n.k. Miðapantanir hjá Jóhannesi Sigurðssyni í síma 2621 og hjá Þorvarði Guðmundssyni í síma 2433. Sýnum samstöðu - Mætum öll! Skemmtinefnd og stjórn Mána OSRAM o > I Ijóslifandi orkusparnaður 80% lœgri lýsingarkostnaður og sexföld ending RAFBÚÐ R.Ó. Hafnargötu 44 Keflavík Sími 3337 Þú boðinn varst og búinn að bjarga er slysin skeðu og blessun fylgdi starfi þínu, bæði dag og nótt. En fyrirvaralgust voru það forlögin sem réðu, í faðmi mjúkrar hafsins öldu, sofnaðirðu rótt. „Þeir sem guðir elska, oftast deyja ungir“ áfram heldur lífið, þó rofni jarðnesk bönd. Og sjálfur Drottinn kemur, þar söknuður er þungur syrgjendurna blessar og leiðir sér við hönd. Það var gott að vera nálægt þér, góði kæri vinur, Guði vil ég þakka, þá stóru náðargjöf. Og þegar nú að síðustu, dauðans klukkan drynur, drýp ég höfði klökkur og signi þína gröf. Guð blessi þig. Þráinn Iðnaðarhúsnæði til leigu 250 ferm. iðnaöarhúsnæði á góðum stað Y-Njarðvík til leigu frá 1. nóv. 1985. Upplýsingar í síma 2136. RAGNARSBAKARI - Verksmiðjusalan, Iðavöllum - Útlitsgallaöar vörur seldar á heildsöluverði. - Síðasta dags vörur seldar á hálfu út- söluverði alla fimmtudaga og föstudaga. SAMKAUP NJARÐVÍK Brauðin og kökurnar sem þar fást eru ein- göngu fyrir Ragnars- búðina. Komið og smakkið á nýjungunum hjá okkur. Kynnum næstu helgi Perutertur á báðum stöðum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.