Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.12.1985, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 12.12.1985, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 12. desember 1985 VIKUR-fréttir Magnús Guð- fínnson, ÍBK: „Baráttan í fyrirrúmi" Talað var við yngsta og jafnframt efnilegasta leik- mann ÍBK, eftir leik ÍBK og Vals. Hvað var það sem skóp sigur ykkar fyrst og fremst? „Að mínu mati var vöm- in númer eitt og að sjálf- sögðu var baráttan í fyrir- rúmi“. Ertu ánægður með leik- inn? „Auðvitað er égánægður með leikinn, bæði fyrir mitt leyti og liðsins“. Nú ert þú aðeins 17 ára. Er ekki erfltt að spila svona ungur í úrvalsdeildinni? „Jú, það er erfitt, en maður kemst fljótt inn í leikina svo að núna er mesti skrekkurinn farinn. Það vil ég þakka hvatningu hinna leikmannanna og þeim tækifærum sem ég hef fengið“. Eitthvað að lokum, Magnús? „Ég er viss um að við eig- um eftir að rétta úr kútnum og vinna fleiri leiki. En þó er takmark okkar fyrst og fremst að halda okkur í deildinni, þar sem við höf- um mjög ungu liði á að skipa“. - gjó. 8 liða úrslit Bikarkeppni KKI KR - UMFN ÍR - ÍBK HAUKAR - ÍS VALUR-FRAM Nýju fyrirkomulagi hef- ur verið komið á í Bikar- keppni KSÍ. Nú leika þau lið sem saman dragast tvc leiki, einn heimaleik og einn útileik, í stað aðeins eins leiks eins og aður tíðk- aðist. Þau lið sem nefnd eru á undan, eiga fyrri heima- leikinn. Leika því bæði Suðurnesjaliðin að heiman í fyrri umferð. Reyna á að leika fyrri umferðina fyrir áramót. - gjó. Karfa - Úrvalsdeild (BK-Valur 91:80 Göður sigur Keflvíkinga Sl. föstudagsigruðu Kefl- víkingar Valsmenn í úrvals- deildinni í körfuknattleik með 91 stigi gegn 80. Staðan í hálfleik var 42:32 Keflvíkingum í vil. Það var aldrei nein spurning hvor aðilinn væri sterkari í leiknum. Það voru Keflvíkingar sem voru að gleyma slökum leikgegn Haukum með stórskemmti- legum sigri gegn Völsurum. Valsarar voru þó yfir fyrstu 7-8 mín. en síðan ekki sög- una meir. Keflvíkingarsigu þá fram úr og náðu góðu forskoti, þannig að sigur- inn var aldrei í hættu eftir það. Þrátt fyrir gott forskot síökuðu Keflvíkingar ekk- ert á, heldur börðust og héldu fengnum hlut. Þegar líða tók á leikinn fóru Valsmenn að beita svokallaðri 2-1-2 svæðis- vöm, en sú vörn kom sér vel fyrir þá í síðasta leik gegn ÍBK, en í þetta skipti kunnu leikmenn ÍBK að bregðast rétt við, þeir létu boltann ganga og vörn Valsmanna galopnaðist. Hjá ÍBK var það liðs- heildin sem skóp sigur þeirra, strákarnir börðust vel í sókn og vöm. Jón Kr. Gíslason stóð upp úr jafn- góðu liði ÍBK og sýndi góða takta. Aðrir áttu góðan dag ÍBK vann ÍSí góðum leik ÍBK sigraði ÍS í mfl. kvenna í körfubolta sl. laugardag með 48 stigum gegn 43. IS skoraði fyrstu körfu leiksins, en IBK svaraði fyrir sig með _sex körfum í röð án þess að IS gæti svarað. Mikil barátta var í báðum liðunum, en þó gekk Keflvíkingunum betur að koma knettinum í körfuna. Þegar um 5 mín. voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 24:10 fyrir ÍBK. Þegar hér var komið kom upp einhver taugaveiklun í liði ÍBK, þær hættu að láta boltann ganga og voru farnar að drippla meira en góðu hófí gegnir. Þetta varð til þess að IS-stúlkurnar gátu lagað stöð- una í 24:17 og þannig var staðan í hálfleik. í seinni hálfleik héldu ÍS- stúlkurnar áfram á sömu braut og minnkuðu muninn í 26:24. Næstu átta stig skoruðu þær keflvísku. Þegar 12 mín. voru til leiks- loka skullu þær Anna María og Auður svo harkalega sam- an, að þær þurftu báðar að yfirgefa völlinn. Við betta fór mikið púður úr ÍBK-stúlkun- um. En þrátt fyrir þennan missir tókst þeim að hafa yfir- höndina til leiksloka. Stig ÍBK: Guðlaug 16, Anna María 10, Björg 6, Auður 4, Inga B. 4, aðrar skoruðu minna. - gjó. og þá sérstaklega Magnús Guðfinsson, yngsti maður leiksins. Valsmenn áttu slakan dag enda var það eðlilegt sökum baráttu- gleði Keflvíkinga. Stig ÍBK: Jón Kr. 29, Guðjón 19, Hreinn 13, Magnús 11, Ólafur 9, Ingólfur og Sigurður 4 stig hvor, og Hrannar 2. Stig Vals: Leifur 21, Jó- hannes 18, Einar 12, Sturla 8, Jón St. 8, Torfi 7,Tómas 6. - gjó’. l-X-2 l-X-2 „Ætlarðu ekki ofan í?“ gæti Ingólfur Keflvíkingur verið að hugsa. <*> Sl9ur samv aupfi „Mest fengið 10 rétta“ „Ég fylgist mikið með ensku knattspyrnunni og hef mikinn áhuga á getraunum“, segir næsti spámaður okkar, sem er af yngri kynslóðinni og heitir Gunnar Már Gunn- arsson úr Grindavík. „Við höfum verið tveir saman, ég og vinur minn, og selt: getraunaseðla í hús. Svo fáum við 10% í sölulaun og notum þau til að kaupa seðla. Ég hef verið með 7-8 réttai undanfarið. Mest hef ég fengið 10 rétta. Eg og vinur minn unnum einu sinni í fyrra á 9 rétta og fengum fimm hundr- uðkall, bara smávinning. Uppáhaldslið? Liverpool er mitt lið. Þeir eru í finu stuði núna og munu vinna deildina, engin spurning um það. Annars held ég líka upp á Brighton í 2. deild. Ég á ættir þangað að rekja“, sagði Gunnar Már. Heildarspá Gunnars: Leikir 14. des.: Arsenal - Liverpool .... 2 Aston Villa - Man. Utd. X Chelsea - Sheff. Wed. .. 1 Ipswich - Q.P.R........ X Man. City - Coventry . X Newcastle - South’pton . 1 Nott’m For. - Luton ... 1 Oxford - W.B.A ........ 1 Watford - Tottenham .. 1 Barnsley - Charlton .... 2 Blackburn - Sunderland 1 Oldham - Norwich....... 1 Finnbjörn stóð við sitt Finnbjörn Agnarsson stóð við orð sín og jafnaði við Ragnar Marinósson og fékk 7 rétta. Það verður fróðlegt að sjá hvað Gunnar gerir. - pket. Körfuknattleikur Úrvalsdeild KR-UMFN 69:83 Léttur leikur Njarð- víkinga Njarðvíkingar sigruðu lið KR í úrvalsdeildinni sl. laugardag 83:69, er liðin mættust í Hagaskóla. Staðan í hálfleik var 47:34 fyrir UMFN. Það var lítið sem gladdi aug- að í þessum leik, nema hvað varnarleikur Njarðvíkurliðs- ins var nokkuð góður. UMFN var ávallt með forystuna og gátu KR-ingar lítt ógnað henni. í síðari hálfleik gat KR aðeins minnkað muninn í smá- tíma, en Njarðvíkingar juku hann jafnt og þétt. Var Valur drjúgur í að skora í seinni hálf- leik og gerði hann þá 18 stig. Lokatölur 83:69 fyrir UMFN. Stig UMFN: Valur 30, Hreiðar 11, Árni 11, ísak 10, Ellert 10, Helgi 7 og Kristinn 3 stig. - ghj. íslandsmót 3 deild: ðgri Reynir 13:31 Reynir sigraði Ögra ör- ugglega er liðin áttust við í Seljaskóla sl. laugardag. Lokatölur 31:13. Staðan í leikhléi 14:8. Eins og tölurnar bera með sér var um einstefnu að ræða og var þetta lítt spenn- andi leikur á að horfa. Siggi Guðna var markahæstur Reynismanna og gerði hann 12 mörk. Reynir hefur nú lokið leikjum sínum í fyrri um- ferð og hafa 18 stig úr 12 leikjum. - ghj. Handbolti 3. deild karla: Stigin ÍEK 10 279:198 18 Týr 11 301:217 18 Reynir .. 12 279:259 18 ÍA 9 236:192 15 Þór 11 258:230 13 Fylkir ... 11 240:216 11 UMFN ... 10 264:246 10 Selfoss . 10 221:231 8 ÍH 11 257:308 8 Völsungur 11 262:274 7 Hveragerði 9 220:265 5 Skallagr. 10 209:252 5 Ögri .... 11 157:312 0

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.