Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.12.1985, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 12.12.1985, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 12. desember 1985 VÍKUR-fréttir Jóla, jðla hvað ... ? Víkur-fréttir héldu áfram athugun á jólatraffík- inni og tóku nokkra verslunarmenn tali: „Jogging-gallar vinsælastir“ í versluninni Aþenu hitt- um við Margréti Ágústs- dóttur og spurðum hana hvort jólatraffíkin væri hafm. „Hún er svona rétt að byrja og er hún seinni af stað en í fyrra, því þá byrjaði hún í nóvember. Við erum með mikið af fatnaði og er heilmikið tekið af fatnaði fyrir jólin til jólagjafa. Jogging-gallar eru vinsælir núna og einnig höfum við ýmis konar barnafatnað. Snyrtivör- urnar standa alltaf fyrir sínu og erum við með ilm- vatnsglös og hina vinsælu gjafakassa“. Sást þú síðustu auglýsingu? Þessi verður betri. Síðasti gjald- dagi útsvara var Orðsending frá Víkur-fréttum Næsta blað er jólablaðið og kemur það út 19. des. Er það síðastatölublaðið á þessu ári, og þá tökum við frí fram til 9. janúar á næsta ári. Verið því tímanlega með auglýsingar og frétta- tilkynningar, sem birtast þurfa í næsa blaði vegna jólahátíðar og áramóta. Með kveðju. Ritstjórn og auglýsingadeild Víkur-frétta 3 Innheimta P Njarðvíkurbæjar Aðalfundur_____________________ Knattspymufélags Keflavíkur verður haldinn þriðjudaginn 17. desember 1985 kl. 20 í húsi Verslunarmannafélags Suðurnesja við Hafnargötu. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin „Ilmvötn til jólagjafa“ „Það er alltaf mikil jóla- traffík, en hún er nú lítið byrjuð núna“, sagði Heiðrún Þorgeirsdóttir í Snyrtivörudeild Apóteksins. „Traffíkin verður svona seinustu vikuna fyrir jól og verður hún líklega svipuð og í fyrra. Ég er með mikið af nýjungum í ilmvötnum og eru það DIVA, GUCCI No. 3 og MAXIM’S. Hjá herrunum eru það DERBY, GUCCI og BOSS, sem er mjög vinsælt. Ilmvötn og snyrtivörur eru farnar að aukast mikið til jólagjafa og eru alltaf jafn vinsæl gjöf‘. „Jólatraffíkin alltaf jafn ánægjuleg“ „Jólatraffíkin byrjar alltaf hjá mér fyrsta dag að- ventu“, sagði Guðrún í Blómastofunni. „Hún er síðan jöfn þar til nær dregur jólum og þá byrjar hún aftur. Þá fer fólk að kaupa greni, kerti og þess háttar hluti sem ekki eru nauðsyn- legir fyrr en rétt fyrir jól. Jólatraffíkin er alltaf jafn ánægjuleg, og má segja að hún verði svipuð og í fyrra“. „Alfatnaður frá 6-7 ára aldri“ „Já, hún er aðeins farin að hreyfast, og þá aðallega farið að versla á krakk- ana“, sagði Hjörtur Vil- helmsson í Fataval. „Við erum með alfatnað frá 6-7 ára aldri og upp úr. T raffík- in verður álíka og í fyrra og byrjaði hún helst á barna- og unglingafatnaði, og jóla- gjöfum sem senda á erlendis. Plötusalan hefur verið þokkaleg og hafa hljómtækin tekið snemma við sér“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.