Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.12.1985, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 12.12.1985, Blaðsíða 21
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 12. desember 1985 21 Spurningin: Notar þú ávísanahefti? Sigurður Björgvinsson: „Já, en ég nota það ekki mikið, því ég á aldrei pen- ing“. Birgir Axelsson: „Já, ég geri það og nota það aðallega fyrir stærri út- tektir, einnig fæ ég launin inn á það“. Aðalsteinn Jónatansson: „Já, ég nota það og er það þægilegt í notkun“. Björn Kristinsson: „Já, ég nota það tölu- ‘vert, því ég tel það eðlileg viðskipti". Reykjanesbrautin: Eru leiðarar ekki til bóta? Vegfarandi sem fer oft um Reykjanesbrautina, hefur óskað eftir því að blaðið kæmi á framfæri kvörtun, við Vegagerðina yfir því að ekki skuli vera komið fyrir járngrindum meðfram brautinni t.d. við Kúagerði. Víða er mjög hátt ofan í gjótur við veg- inn og hafa því orsakast jafnvel banaslys er bílar hafa lent út af veginum á þessu svæði. Þá bendi sami aðili á að þarna væri hiti í jörðu og því myndaðist ísing oft á þessum kafla, þó hvergi annars staðar væri hálka. Af þessu tilefni hafði blaðið samband við Eyvind Runólfsson hjá Vegagerð iríkisins. Hann sagði að reynslan af þessum grind- jum sem þeir nefna leiðara, iværi þannig að nú væru þeir óðum að fjarlægja þá, þar sem þeir eru. Vildi safnast að þeim snjór og því virkaði þetta sem snjógrindur og oft vildi skafa við þá. Væri því nú verið að kanna hvort lækka mætti leiðarana eða jafnvel setja fláa á viðkom- andi brautir, en allt væri þetta enn í athugun. Um hitann í jörðinni sagði hann að þetta gæti verið rétt en hér væri ekki um neinn smákafla að ræða, þar sem hiti væri undir. Því hitinn væri á a.m.k. eins til tveggja kíló- metra kafla, sem brautin lægi á. epj. HAFÐU KASKÓ AÐ LEIÐARLJÓSI Ckl m V / Öryggislykill sparifjár- eigenda Vaxtavextlr reiknast fjórum sinnum á ári. Sparifé á KASKÚ er óbundið og því alltaf hægt að losa fé án fyrirvara. Úbundinn relkningur, sem býður bestu ávöxtun bankans. • Vaxtauppbét þrátt fyrir eina úttekt á hverju vaxtatímabili. V€RZLUNRRBRNKINN Vatntnesvegi 14 - Keflavik - Sími 1788 -vúuMfi <*teð þén,!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.