Fréttabréf - 01.03.1995, Blaðsíða 3

Fréttabréf - 01.03.1995, Blaðsíða 3
fundarefni: Skóla- og menntamál. í Borgamesi sama dag kl. 20.30, fundarefni: Meðferð ofbeldismála í réttarkerfmu. Síð- ustu vikuna í mars verða hinir svokölluðu sameiginlegu fundir, þar sem fulltrúar allra flokka mæta. Kvennalistakonur veröa svo inn á milli á vinnustaðafundum. Ég vil svo að lokum hvetja fólk á Vesturlandi, sem les þetta bréf, aö hafa samband eða líta viö á skrifstofum Kvenna- listans. Þar er alltaf heitt á könnunni, mikiö fjör og góð stemmning. Við erum bjartsýnar og baráttuglaðar og höfum sett okkur pað markmið að koma Hansínu B. Einarsdóttur inn á Alþingi íslendinga. Meö uppsveiflukveðju, Snjólaug Quðmundsdóttir. Veljum það sem vit er í! Ofan gefur snjó á snjó, sagði skáldið, en við látum pað nú ekkert á okkur fá. Er pað nokkuð? Það sem helst er á dag- skrá hjá okkur á næstunni eru kosningaferðalög upp á gamla móöinn. Paö er sumsé ætiunin að halda 14 sameiginlega fram- boðsfundi í kjördæminu. Bændur i Ámeshreppi á Ströndum afþökkuðu hins vegar að hafa fund og sögðu, að par kæmist ekki nokkur maður ferða sinna. Hins vegar hitti ég áðan fulltrúa eins flokksins og þegar ég sagði honum þessar fréttir pá svar- aði hann aö bragöi: ,Við höldum víst fund í Ámeshreppnum, við eigum par eitt atkvæði" (petta var fulltrúi hvorugs fram- sóknarlistanna). Af pessu dreg ég þá ályktun, aö þessir fundir séu einhvers konar yfirbót fyrir pá þingmenn, sem aldrei láta sjá sig úti í kjördæminu nema um kosningar. Viö kvennalista- konur höfum hins vegar verið mjög duglegar að heimsækja fólk um allan fjórðung á sl. 4 árum, því okkur finnst pað vera sjálfsagður hluti af pingmennskunni. Af annarri vinnu er pað helst að frétta að við gefum út 2 blöð fyrir utan pað sameiginlega og ætlum einnig að ljósrita einblöðung til að dreifa á vinnustaði. Saia happdrættismiða gengur vel, og eru fyrirtækin hér einkar góð heim að sækja í þeim tilgangi. Ennfremur erum við að skrifa í héraðsblöðin og reyna að auglýsa okkur af fremsta mætti. Viö nýttum okkur nútíma tækni í litijósritun og erum að setja mynd af Jónu Valgerði, 60 x 80 sm„ í gluggana á kosningaskrifstofunni okkar, sem er á kaupfélagshominu. Við ætium sem sagt að 3

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.