Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 2

Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 2
Samráðsfundur í Súdan Þrátt fyrir umrædda deyfð hefur þó eitt og annað átt sér stað. Samráð kom saman síðustu helgina í ágúst Fundurinn var haldinn í Súdan sem er sumarbústaður í Grímsnesinu. Þar var margt rætt og ýmislegt ákveðið. Ákvarðanir fundarins og ályktanir birtast hér í fréttabréfinu. Vera í kröggum Á samráðsfundinum var m.a. ákveðið að veita Veru styrk til að fara út í áskrifendasöfnunarátak og voru allar á einu máli um mikilvægi þess að halda Veru gangandi. Vera er gott blað og eina almennilega kvenna- blaðiö sem gefið er út hér á landi. Það er reyndar athyglisvert að ekki eru nærri því allar Kvennalistakonur áskrifendur að Veru og ættu þær sem ekki eru þar á skrá að spara Veru ómakið við að hringja og hafa samband hið snarasta. Það er okkar allra hagur. Síminn er 552 2188. Kostnaðurinn er ekki mikill, aðeins 3.200 kr. á ári. Ef greitt er með greiðslukorti kostar áskriftin 3.000 kr. á ári og er greitt í tvennu lagi. Komnar á netið Kvennalistinn er kominn með aðgang að Intemetinu og næsta skref verður að búa til heimasíðu með upplýsingum um sögu samtakanna og starfsemi, pólitískar áherslur og annað sem fólk hefur gott af að læra um. Netið er líka góður samskiptamiðill, að ekki sé nú minnst á hvað það getur komið sér vel fyrir fréttabréfið ef pistlamir koma þá leiðina. Netfangið er aslaug@centrum.is eða kvennalistinn@centrum.is Starfskona þingflokks Samráð tók ákvörðun um að ráða starfskonu til þingfiokksins. Þó fjár- hagurinn sé ekki eins og best verður á kosið dugir ekki að spara sig í hel. Lítill þingflokkur þarf ekki síður á starfskonu að halda en stór. Um er að ræða 50-60% starf, a.m.k. til að byrja með. Starfið er fjölbreytt og felst m.a. í því að afia upplýsinga og hafa reiður á skjölum og gögnum, skipuleggja fundi og viðtöl, skrifa fundar- gerðir og vera tengill þingfiokksins við aðrar kvennalistakonur, fjölmiðla og almenning. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á fleiri tunguraálum en íslensku og geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist þingflokki Kvennalistans, Austurstræti 14, 150 Reykjavík, fyrir 25. september. 2

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.