Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 5

Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 5
Frá Norðurlandsanga eystra Kvennalistakonur á Norðurlandi eystra hafa fest sér fundaru'ma í Zonta- húsinu, Aðalstræti 54 á Akureyri fjórða þriðjudag í mánuði kl. 20:00 og verður næsti fundur 28. september, þá 24. október og 28. nóvember. Fundarefni hefur ekki verið ákveðið en við munum bjóða upp á súpu. Næstu mánuði munum við nýta til uppbyggingar og eflingar í bland við pólitíska umræðu og er mikill áhugi fyrir stofnun leshrings og að lesa bók Auðar Eir Vilhjálmsdóttur „Vinátta Guðs“. Nánar kynnt síðar. Sigrún Stefánsdóttir gefur kost á sér sem tengill vegna landsfundar. Bestu kveðjur, Lára. Frá Reykjanesanga Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 21. sept. kl. 20:15 að Laugavegi 17. A dagskrá verður m.a.: • Kynning á málefnum nýbúa á íslandi. Ingibjörg Hafstað starfskona menntamálaráðuneytisins reifar málin. • Landsfundur 10.-12. nóvember. Reykjavíkur- og Reykjanesangar undirbúa hann þetta árið ásamt starfs- konu. Umræður um hvaða málefni á að taka fyrir á landsfundi. • Alþingiskonan okkar, Kristín Halldórsdóttir segir fréttir af starfinu og „þreifingum” og hugmyndum annarra um sameiningu á vinstri væng stjómmálanna. Umræður. • Vetrarstarfið — hvemig viljum við haga því? Niðurstöður Samráðsfundar sem haldinn var í lok ágúst. Af Reykjanesanga er það að frétta að við höfum haft það rólegt eftir kosningar. Þó lá starfsemin ekki með öllu niðri í sumar. Margar fóru á vorþingið á Hótel Örk og voru mjög ánægðar með það. Andinn var góður og konur furðu vel búnar að jafna sig eftir erfiða kosningabaráttu. Eftir kosningar var þingkonan okkar, Anna Ó. Bjömsson kvödd á Hótel Borg. Kveðjuhófið tókst mjög vel og mættu yfir 30 konur. Fram- kvæmdanefndin vill þakka Önnu enn og aftur fyrir allt gamalt og gott og sérstaklega frábæra kosningaþátttöku í lok þingmennskunnar. Stuttur félagsfundur var haldinn 6. júní í grænni brekku í Heiðmörkinni og mættu 20-30 konur í þokkalegu veðri á stað þar sem ömurleg um- hverfisspjöll höfðu verið unnin. Ekið hafði verið á tré og hús daginn áður. Að fundi loknum var grillað og farið í gönguferð um skóginn. Kópavogskonur gáfu út bæjarmálablað í júnílok, Kvennapóstinn í Kópavogi, 1. tölublað 2. árgangs. Framkvæmdanefnd hvatti konur til að taka þátt í söfnun Rauða Krossins 3. september s.l. með skjáauglýsingu undir nafni angans. Við vonum að okkar konur hafi svarað kallinu vel. Framkvæmdanefndin 5

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.