Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 1

Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 1
Ai. Átluf fitrAut ÍÍCp. Ximitfotitt, Uynfifl Si*i:5513725, §u:5527560 Úthvílt fréttabréf og óþreyttar konur Fréttabréf Kvennalistans hefur nú göngu sína á ný eftir langt og gott sumarftí. I milliu'ðinni hefur það þó náö að skipta um ábyrgðarmann en þar sem Kristín Halldórsdóttir hefur í nógu að snúast inni á þingi var ákveðið að Áslaug framkvæmdastýra tæki við verkinu af henni. Kristfn er líka örugglega búin að gera skyldu sína við fréttabréfið — og gott betur! Fréttabréfið mun seint geta þakkað henni það. Kvennalistakonur um allt land hafa reyndar sjálfar verið í sínum sumar- fríum og starfið þar af leiðandi líka en hvernig er það: Er ekki kosningaþreytan um það bil að líða úr limunum? Landsfundur Landsfundur Kvennalistans verður haldinn 10.-12. nóvember. Reykjanesangi sér um fundinn að þessu sinni, í samstarfi við Reykjavíkuranga. Landsfundarnefnd skipa Anna Ólafsdóttir Bjömsson og Guðrún Sæmundsdóttir fyrir Reykjanesanga og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrir Reykjavíkuranga. Aðrir angar þurfa að skipa tengla við nefndina hið snarasta. Fundurinn verður haldinn fyrir utan þéttbýlið en þó ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu. Reynt verður að halda verðinu í lágmarki til þess að sem flestar sjái sér fært að mæta. Konur eru hvattar til að byrja strax að búa sig undir landsfundinn.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.