Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 7

Fréttabréf - 01.07.1995, Blaðsíða 7
Hvar er efnahagsbatinn? „Samráösfundur Kvennalistans haldinn í Grímsnesi 25. ágúst 1995, auglýsir hér með eftir efnahagsbatanum sem lofað var fyrir síðustu kosningar. Staðreyndir sýna að þar var um að ræða lýðskrum og loforö sem ekki áttu sér stoð í veruleikanum. Atvinnuleysistölur sýna að nú yfir hábjargræðistímann er atvinnuleysi meira en mælst hefur um árabil og er ástæða til að óttast að ástandið eigi eftir að versna til muna er líður á haustið. Þótt tekjur ríkisins hafi aukist umfram áætlanir standa sveitarfélögin illa að vígi og eiga bágt með að bregðast við auknu at- vinnuleysi vegna mikilla skulda. Heimilin í landinu eru skuldugri en nokkru sinni fyrr og alltof fáir launþegar verða varir við efnahagsbatann sem lofað var. Enn sem fyrr eru konur í meirihluta þeirra sem eru án vinnu, en það kallar á sérstakar aðgerðir í menntamálum og við atvinnu- sköpun sem stjómvöld og aðilar vinnumarkaðarins hafa alltof lítið sinnt. Það bætir síst úr skák að veitast að þeim útlendingum sem hér búa og svipta þá atvinnuleyfi eða neita fólki um leyfi til vinnu sem hingað er komið. Orsakir atvinnuleysins þarf að greina, leita leiða til úrbóta og læra af reynslu annarra þjóða, en ekki að níðast á einstaklingum. Sá landflótti sem nú virðist brostinn á einkennist af því að bamafjöl- skyldur gefast upp á endalausu basli og skilningsleysi á kjörum bama- fólks og leita betra lífs í öðmm löndum. Þetta er ískyggileg þróun sem enn einu sinni minnir okkur á handónýtt launakerfi, sífellt óréttlátari tekjuskiptingu og skattakerfi sem beinlínis refsar fólki fyrir dugnað. ísland er orðið hluti af stórum evrópskum vinnumarkaði og því verða aðilar vinnumarkaðarins að átta sig á. Það gengur ekki lengur að bjóða upp á miklu lakari laun og verri samfélagsþjónustu en tíðkast í nálægum löndum. íslenskt samfélag má ekki við miklum atgervisflótta þeirra sem kost eiga á vel launuðum störfum í öðmm löndum. Því þarf að bregðast skjótt við með uppstokkun launa- og skattakerfisins, bættri félagslegri þjónustu, betra menntakerfi og bættri stöðu kvenna. Við verðum að snúa vöm í sókn. Á næstu dögum hefst kvennaráðstefna Sameinuöu þjóðanna í Kína. Kvennalistinn hvetur alla íslendinga til að fylgjast vel með tíðindum þaðan og að fylgja eftir þeirri framkvæmdaáætlun sem þar verður sam- þykkt. Það er því miður staðreynd að íslenskar konur eru að dragast aftur úr í jafnréttismálum. í haust verða 20 ár liðin frá þeim eftirminni- lega atburði er íslenskar konur sýndu og sönnuðu að samfélag okkar lamast ef vinnuframlags kvenna nýtur ekki við. Nú er u'mabært að blása til nýrrar sóknar á öllum sviðum kvennabaráttunnar." 7

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.